Sveiflukenndur áratugur í útgáfubransanum Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. júlí 2017 10:30 Haraldur Leví Gunnarsson hefur næstum í heilan áratug verið eini maðurinn við stýrið hjá útgáfufyrirtækinu Record Records. Vísir/Ernir Íslenska plötuútgáfan Record Records fagnar nú á árinu 10 ára starfsafmæli. Útgáfan er nú ekki stór – hún hefur þegar best hefur látið haft tvo starfsmenn, en hefur svo sannarlega látið til sín taka og gefið út plötur eftir bestu tónlistarmenn landsins; Of Monsters and Men, Mammút, Retro Stefson og Júníus Meyvant svo örfáir séu nefndir. Í tilefni afmælisins verður gefin út í dag safnplatan Record Records 10th Anniversary og mun hún innihalda nokkur af vinsælustu lögunum með hljómsveitum og tónlistarfólki sem hefur gefið út hjá útgáfunni. Maðurinn bak við hið heiðarlega útgáfufyrirtæki Record Records er Haraldur Leví Gunnarsson.Hvernig hafa árin tíu verið hjá þér í þessum sviptingasama bransa? „Árin hafa verið upp og niður og aftur upp og aftur niður. Þetta byrjaði rólega hjá mér, var eiginlega bara hobbí fyrstu tvö árin. Það var ekki fyrr en 2009 sem ég fór í þetta af alvöru krafti. Svo fór þetta alveg á flug hjá mér 2011 þegar fyrsta Of Monsters and Men platan kom út og gerði manni kleift að gera ennþá meira,“ segir Haraldur en hann byrjaði útgáfuna árið 2007 og var hún þá eins og hann segir bara áhugamál sem hann stundaði á milli þess sem hann afgreiddi hljómplötur í verslun í Reykjavík og trommaði með hljómsveitinni Lada Sport.Menn hafa talað um að útgáfubransinn sé gjörsamlega hruninn, en Record Records lifir enn 10 árum síðar. Er það að þínu viti rétt að útgáfubransinn sé aðeins að detta í gang núna eftir ákveðna lægð? „Já – það er allavega mikið af nýjum góðum plötum að koma út í ár. Í fyrra var eiginlega þurrkatímabil, það kom bara eiginlega ekkert út þá. Við gáfum jú reyndar út bestu plötuna, með Júníusi Meyvant,“ segir Haraldur hlæjandi „Jú, Mugison var með plötu líka. En það var mjög lítið um útgáfu í fyrra, svona miðað við oft áður. Þetta ár er rúmlega hálfnað og fram að þessu er það mjög áhugavert. Þetta er náttúrulega spurning um framboð og eftirspurn – aðallega í þessu tilfelli framboð. Það koma tímabil þar sem hljómsveitum gengur illa að semja og gefa út plötur, svo koma góð ár inn á milli. Tónlistarneysla hefur aldrei verið meiri en hún er í dag, þó svo að „físíkal“ eintökin seljist minna.“Hvað er fram undan hjá Record Records? „Fram undan er náttúrulega bara að halda áfram, halda áfram að berjast og gefa út góða tónlist. Ég tók að mér fyrir þremur árum að gerast umboðsmaður Júníusar Meyvants. Það tekur frá manni mestan daginn. Við erum að klára að fylgja eftir síðustu plötu og þannig. Síðan er að koma út ný Mammútplata í næstu viku og í september erum við að gefa út endurútgáfu af Fólk er fífl með Botnleðju á vínyl. Annars er bara verið að undirbúa nýja plötu með Júníusi Meyvant sem kemur út á næsta ári.“ Tónlist Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Íslenska plötuútgáfan Record Records fagnar nú á árinu 10 ára starfsafmæli. Útgáfan er nú ekki stór – hún hefur þegar best hefur látið haft tvo starfsmenn, en hefur svo sannarlega látið til sín taka og gefið út plötur eftir bestu tónlistarmenn landsins; Of Monsters and Men, Mammút, Retro Stefson og Júníus Meyvant svo örfáir séu nefndir. Í tilefni afmælisins verður gefin út í dag safnplatan Record Records 10th Anniversary og mun hún innihalda nokkur af vinsælustu lögunum með hljómsveitum og tónlistarfólki sem hefur gefið út hjá útgáfunni. Maðurinn bak við hið heiðarlega útgáfufyrirtæki Record Records er Haraldur Leví Gunnarsson.Hvernig hafa árin tíu verið hjá þér í þessum sviptingasama bransa? „Árin hafa verið upp og niður og aftur upp og aftur niður. Þetta byrjaði rólega hjá mér, var eiginlega bara hobbí fyrstu tvö árin. Það var ekki fyrr en 2009 sem ég fór í þetta af alvöru krafti. Svo fór þetta alveg á flug hjá mér 2011 þegar fyrsta Of Monsters and Men platan kom út og gerði manni kleift að gera ennþá meira,“ segir Haraldur en hann byrjaði útgáfuna árið 2007 og var hún þá eins og hann segir bara áhugamál sem hann stundaði á milli þess sem hann afgreiddi hljómplötur í verslun í Reykjavík og trommaði með hljómsveitinni Lada Sport.Menn hafa talað um að útgáfubransinn sé gjörsamlega hruninn, en Record Records lifir enn 10 árum síðar. Er það að þínu viti rétt að útgáfubransinn sé aðeins að detta í gang núna eftir ákveðna lægð? „Já – það er allavega mikið af nýjum góðum plötum að koma út í ár. Í fyrra var eiginlega þurrkatímabil, það kom bara eiginlega ekkert út þá. Við gáfum jú reyndar út bestu plötuna, með Júníusi Meyvant,“ segir Haraldur hlæjandi „Jú, Mugison var með plötu líka. En það var mjög lítið um útgáfu í fyrra, svona miðað við oft áður. Þetta ár er rúmlega hálfnað og fram að þessu er það mjög áhugavert. Þetta er náttúrulega spurning um framboð og eftirspurn – aðallega í þessu tilfelli framboð. Það koma tímabil þar sem hljómsveitum gengur illa að semja og gefa út plötur, svo koma góð ár inn á milli. Tónlistarneysla hefur aldrei verið meiri en hún er í dag, þó svo að „físíkal“ eintökin seljist minna.“Hvað er fram undan hjá Record Records? „Fram undan er náttúrulega bara að halda áfram, halda áfram að berjast og gefa út góða tónlist. Ég tók að mér fyrir þremur árum að gerast umboðsmaður Júníusar Meyvants. Það tekur frá manni mestan daginn. Við erum að klára að fylgja eftir síðustu plötu og þannig. Síðan er að koma út ný Mammútplata í næstu viku og í september erum við að gefa út endurútgáfu af Fólk er fífl með Botnleðju á vínyl. Annars er bara verið að undirbúa nýja plötu með Júníusi Meyvant sem kemur út á næsta ári.“
Tónlist Mest lesið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Fleiri fréttir Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira