Hvítir bílar eru aðalmálið núna Guðný Hrönn og Stefán Þór Hjartarson skrifa 5. júlí 2017 16:45 Hvítir bílar þykja afar smart um þessar mundir. Það fer ekkert á milli mála að við erum í miðju blússandi góðæri. Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu er hefur sala á nýjum bílum aukist um tæp 13 prósent frá því í fyrra. Toyota trónir á toppnum yfir mest seldu bíltegundirnar – Yaris, Rav4 og Land Cruiser eru vinsælustu undirtegundirnar. Eitt sinn þótti ekki sérlega smart að keyra um á hvítum bílum en nú er öldin önnur og hvítur er tískuliturinn í ár í bílaheiminum. Hvítur er nefnilega vinsælasti liturinn núna – en á fyrstu sex mánuðum ársins hafa selst 3.960 hvítir bílar. Í öðru sæti eru svo gráir. Gráir bílar hafa þó selst töluvert minna eða 2.365 stykki. Það er kannski erfitt að halda því fram að Yaris sé í tísku – líklegra er að hann sé mikið keyptur af „venjulegu“ fólki sem vill sparneytinn og traustan bíl á góðu verði. Hins vegar má alveg tala um tísku þegar hvíti liturinn er ræddur. Lengi vel voru hvítir bílar nánast hlægilegir, klisjur eins og „drullan sést best á þeim“ og að um leið og að þú keyrir hvítan bíl sé hann fallinn þvílíkt í verði og fleira. Í dag má finna litinn á lúxus- sem og fjölskyldubílum. Audi hafa verið mjög duglegir að selja hvíta bíla – bílablaðamaður Business Insider talar um í grein árið 2013 að Audi sé framleiðandinn sem gerði hvíta bíla vinsæla og telur þar upp tölur framleiðandans um sölu á hvítum bílum sem fóru frá 119 árið 2006 í yfir 30 þúsund árið 2012. Þó er mögulegt að við séum á hátindi ákveðinnar tískubylgju en svo virðist sem litagleðin sé að koma aftur inn – framleiðendur eru farnir að markaðssetja töluvert af litríkum bílum og nýjum litum eins og pastellitum og fleira. Perluhvítur er málið„Það fer mikið eftir því hvaða gerð af bíl, en annars erum við Íslendingar svolítið fastir í svörtu, hvítu og gráu,“ segir Arnar Sigurðsson, ráðgjafi hjá bílaumboðinu BL, inntur eftir því hvaða litir á bílum séu vinsælastir um þessar mundir. „Silfurlitur er svolítið að koma aftur, hins vegar hafa flestir framleiðendur farið í að koma með aðrar útfærslur af gráa litnum sem eru mjög flottar, t.d. frá Land Rover,“ segir Arnar og nefnir litina Silicon Silver, Aruba, Waitomo Grey og Carpathian Grey sem dæmi um vinsæla liti. Aðspurður hvort hann sjálfur taki eftir auknum vinsældum hvíta litarins segir Arnar: „Já, perluhvítur hefur aðeins bætt í vinsældir hvíta litarins aftur.“ Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira
Það fer ekkert á milli mála að við erum í miðju blússandi góðæri. Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu er hefur sala á nýjum bílum aukist um tæp 13 prósent frá því í fyrra. Toyota trónir á toppnum yfir mest seldu bíltegundirnar – Yaris, Rav4 og Land Cruiser eru vinsælustu undirtegundirnar. Eitt sinn þótti ekki sérlega smart að keyra um á hvítum bílum en nú er öldin önnur og hvítur er tískuliturinn í ár í bílaheiminum. Hvítur er nefnilega vinsælasti liturinn núna – en á fyrstu sex mánuðum ársins hafa selst 3.960 hvítir bílar. Í öðru sæti eru svo gráir. Gráir bílar hafa þó selst töluvert minna eða 2.365 stykki. Það er kannski erfitt að halda því fram að Yaris sé í tísku – líklegra er að hann sé mikið keyptur af „venjulegu“ fólki sem vill sparneytinn og traustan bíl á góðu verði. Hins vegar má alveg tala um tísku þegar hvíti liturinn er ræddur. Lengi vel voru hvítir bílar nánast hlægilegir, klisjur eins og „drullan sést best á þeim“ og að um leið og að þú keyrir hvítan bíl sé hann fallinn þvílíkt í verði og fleira. Í dag má finna litinn á lúxus- sem og fjölskyldubílum. Audi hafa verið mjög duglegir að selja hvíta bíla – bílablaðamaður Business Insider talar um í grein árið 2013 að Audi sé framleiðandinn sem gerði hvíta bíla vinsæla og telur þar upp tölur framleiðandans um sölu á hvítum bílum sem fóru frá 119 árið 2006 í yfir 30 þúsund árið 2012. Þó er mögulegt að við séum á hátindi ákveðinnar tískubylgju en svo virðist sem litagleðin sé að koma aftur inn – framleiðendur eru farnir að markaðssetja töluvert af litríkum bílum og nýjum litum eins og pastellitum og fleira. Perluhvítur er málið„Það fer mikið eftir því hvaða gerð af bíl, en annars erum við Íslendingar svolítið fastir í svörtu, hvítu og gráu,“ segir Arnar Sigurðsson, ráðgjafi hjá bílaumboðinu BL, inntur eftir því hvaða litir á bílum séu vinsælastir um þessar mundir. „Silfurlitur er svolítið að koma aftur, hins vegar hafa flestir framleiðendur farið í að koma með aðrar útfærslur af gráa litnum sem eru mjög flottar, t.d. frá Land Rover,“ segir Arnar og nefnir litina Silicon Silver, Aruba, Waitomo Grey og Carpathian Grey sem dæmi um vinsæla liti. Aðspurður hvort hann sjálfur taki eftir auknum vinsældum hvíta litarins segir Arnar: „Já, perluhvítur hefur aðeins bætt í vinsældir hvíta litarins aftur.“
Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Sjá meira