Nýr ódýr valkostur í C-stærðarflokki Finnur Thorlacius skrifar 6. júlí 2017 10:45 Fiat Tipo er hinn laglegasti á velli. Það var sannarlega fagnaðarefni þegar níunda bílaumboðið opnaði í byrjun ársins með tilkomu Ísband í Mosfellsbæ. Þar eru seldir bílar frá Fiat Chrysler bílasamstæðunni sem innheldur bíla frá Fiat, Chrysler, Jeep, Ram, Dodge og vonandi Alfa Romeo á næstunni. Mest ber nú á bílum frá Jeep og Fiat í sölulínu Ísband. Einn þeirra er Fiat Tipo sem flokkast í C-stærðarflokk bíla líkt og Volkswagen Golf, Ford Focus, Opel Astra og Hyundai i30, svo einhverjir séu nefndir. Víst er að Fiat Tipo á sér margan verðugan keppinautinn í þessum stærðarflokki og þá myndast eðlilega spurningin á hvern hátt getur Fiat skákað samkeppninni með Tipo. Því er helst að svara með góðu verði en hann býðst frá 2.790.000 krónum. Volkswagen Golf fæst frá 3.090.000 kr., Ford Focus frá 2.990.000 kr. og Opel Astra frá 2.890.000 kr. Fiat Tipo er því þeirra ódýrastur, en er það nóg í samkeppninni við hina vinsælu bílana? Heilmikið skottrými í langbaknum.Í desember árið 2015 vann Fiat Tipo verðlaunin 2016 Best Buy Car of Europe hjá Autobest þar sem 26 af virtustu bílablaðamönnum Evrópu frá jafn mörgum löndum álfunnar völdu hann sem bestu kaupin. Það segir sitt um það hvort Fiat Tipo sé þyngdar sinnar virði. Fiat Tipo er seldur undir nafninu Dodge Neon í Bandaríkjunum og Kanada með nokkrum útlitsbreytingum þó á ytra byrðinu. Stallbakur, langbakur og með skottiFiat Tipo er af fyrstu kynslóð og kom fyrst á markað árið 2015. Hann fæst sem stallbakur, langbakur og í sedan-útfærslu með skotti. Velja má á milli 1,4 og 1,6 lítra bensínvéla, 95 og 120 hestafla og 1,6 dísilvél, 120 hestafla. Engin þessara véla er sérlega öflug, en þær duga þó allar bílnum vel og alls ekki er hægt að kvarta yfir aflskorti. Þó hefði verið gaman að eiga kost á því að velja bílinn með aflmikilli vél þó svo hann yrði þá nokkru dýrari. Vel útlítandi innrétting.Tipo má fá með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu og allir eru bílarnir framhjóladrifnir. Hvað útlit varðar skal hrósa hönnuðum bílsins fyrir nokkuð snaggaralegt útlit bílsins, þó svo hann skáki ekki einnig fríðum bílum í sama flokki eins og Golf, Astra, Focus, Megane né Mazda3. Þegar inn í bílinn er komið verður heldur enginn fyrir vonbrigðum, en efnisvalið er þó í takti við það lága verð sem bíllinn býðst á. Plássið inní bílnum er yfrið og kemur á óvart og ekki vafðist það fyrir greinarritara að sitja í aftursætinu, en þar var nægt fóta- og höfuðrými. Sama verður að segja um skottrýmið, sem er 440 lítrar og skákar Tipo þar við mörgum keppinautnum. Furðu góðir aksturseiginleikarÞegar kemur að akstri Fiat Tipo kemur á óvart hvað bíllinn er lipur og fjaðrar skemmtilega. Hann er frekar næmur í stýri, ekki of léttur né þungur og gefur tilfinningu fyrir undirlaginu. Aldrei gætti undirstýringar og hann tekur beygjurnar frísklega ef hann er beðinn um það. Hann skákar nokkrum af keppinautum sínum í stærðarflokknum þar þó svo einnig megi finna skemmtilegri akstursbíla þar. Hann skákar til dæmis Nissan Pulsar og Hyundai i30 en er eftirbátur Ford Focus og Volkswagen Golf. Alls ekki slæmt fyrir svo ódýran bíl. Hitastýrð miðstöð.Tipo fer létt með stærri ójöfnur en það er helst þegar þær minni eru fyrirstaðan sem fyrir því finnst inní bílinn. Þarna gæti Fiat ef til vill gert betur með betri dempurum, en það er kannski full mikil frekja að biðja um slíkt með tilliti til verðsins. Það kemur kannski ekki á óvart að Tipo hagi sér vel í akstri þar sem hann er með sama undirvagn og Fiat 500X og Jeep Renegade og ekki skaðar að það berst ekki mikið hljóð frá vegi við aksturinn. Semsagt, furðugóðir aksturseiginleikar, en það vill nú oft vera með Fiat bíla og þá kemur Fiat 124 sportbíllinn svo hratt uppí hugann og vonandi að hann bjóðist brátt hjá Ísband líka. Mikill staðalbúnaður og alvöru varadekkÍ reynsluakstrinum voru reyndar tvær mismunandi útfærslur Tipo, sjálfskiptur bíll með dísilvélinni og beinskiptur bíll með 1,6 lítra bensínvélinni. Báðir líkuðu þeir vel en í þessum stærðarflokki bíla er skoðun greinarritara að beinskipting henti betur og átti það við í tilfelli Tipo. Báðar vélarnar voru nægjanlega aflmiklar, en skorti helst afl í millihröðun og skiluðu ekki miklu afli á háum snúningi. Það verður alls ekki kvartað yfir staðalbúnaði í Tipo. Lítil eyðsla og mikið tankrými tryggir mikið drægi.Þar má finna lúxusbúnað eins og rafstillanlega og upphitaða hliðarspegla, loftþrýstimæla fyrir hjólbarða, raddstýringu á útvarpi, stillanlega stýfni stýris, LED aðalljós, leðurklætt stýrishjól, bakkmyndavél og fjarlægðarskynjara, sem og alla mögulega tengimöguleika. En það sem ef til vill heillaði reynsluökumann mest var að í skottinu er að finna alvöru varadekk, en engan aumingja eða uppblásturssett. Fiat Tipo er afar kærkomin viðbót í C-stærðarflokkinn og er þeirra allra ódýrastur þó svo það megi ekki sjá né finna við prufu á bílnum. Tipo er allrar athygli verður sem glænýr kostur í flóruna og með honum má einnig gleðjast yfir endurkomu Fiat í sölu á Íslandi.Kostir: Útlit, aksturseiginleikar, rými, verðÓkostir: Efnisval í innréttingu, engin kraftavél 1,6 lítra bensínvél, 120 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla frá: 6,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 98 g/km CO2 Hröðun: 9,8 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 2.790.000 kr. Umboð: Ísband Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent
Það var sannarlega fagnaðarefni þegar níunda bílaumboðið opnaði í byrjun ársins með tilkomu Ísband í Mosfellsbæ. Þar eru seldir bílar frá Fiat Chrysler bílasamstæðunni sem innheldur bíla frá Fiat, Chrysler, Jeep, Ram, Dodge og vonandi Alfa Romeo á næstunni. Mest ber nú á bílum frá Jeep og Fiat í sölulínu Ísband. Einn þeirra er Fiat Tipo sem flokkast í C-stærðarflokk bíla líkt og Volkswagen Golf, Ford Focus, Opel Astra og Hyundai i30, svo einhverjir séu nefndir. Víst er að Fiat Tipo á sér margan verðugan keppinautinn í þessum stærðarflokki og þá myndast eðlilega spurningin á hvern hátt getur Fiat skákað samkeppninni með Tipo. Því er helst að svara með góðu verði en hann býðst frá 2.790.000 krónum. Volkswagen Golf fæst frá 3.090.000 kr., Ford Focus frá 2.990.000 kr. og Opel Astra frá 2.890.000 kr. Fiat Tipo er því þeirra ódýrastur, en er það nóg í samkeppninni við hina vinsælu bílana? Heilmikið skottrými í langbaknum.Í desember árið 2015 vann Fiat Tipo verðlaunin 2016 Best Buy Car of Europe hjá Autobest þar sem 26 af virtustu bílablaðamönnum Evrópu frá jafn mörgum löndum álfunnar völdu hann sem bestu kaupin. Það segir sitt um það hvort Fiat Tipo sé þyngdar sinnar virði. Fiat Tipo er seldur undir nafninu Dodge Neon í Bandaríkjunum og Kanada með nokkrum útlitsbreytingum þó á ytra byrðinu. Stallbakur, langbakur og með skottiFiat Tipo er af fyrstu kynslóð og kom fyrst á markað árið 2015. Hann fæst sem stallbakur, langbakur og í sedan-útfærslu með skotti. Velja má á milli 1,4 og 1,6 lítra bensínvéla, 95 og 120 hestafla og 1,6 dísilvél, 120 hestafla. Engin þessara véla er sérlega öflug, en þær duga þó allar bílnum vel og alls ekki er hægt að kvarta yfir aflskorti. Þó hefði verið gaman að eiga kost á því að velja bílinn með aflmikilli vél þó svo hann yrði þá nokkru dýrari. Vel útlítandi innrétting.Tipo má fá með 6 gíra beinskiptingu eða 6 gíra sjálfskiptingu og allir eru bílarnir framhjóladrifnir. Hvað útlit varðar skal hrósa hönnuðum bílsins fyrir nokkuð snaggaralegt útlit bílsins, þó svo hann skáki ekki einnig fríðum bílum í sama flokki eins og Golf, Astra, Focus, Megane né Mazda3. Þegar inn í bílinn er komið verður heldur enginn fyrir vonbrigðum, en efnisvalið er þó í takti við það lága verð sem bíllinn býðst á. Plássið inní bílnum er yfrið og kemur á óvart og ekki vafðist það fyrir greinarritara að sitja í aftursætinu, en þar var nægt fóta- og höfuðrými. Sama verður að segja um skottrýmið, sem er 440 lítrar og skákar Tipo þar við mörgum keppinautnum. Furðu góðir aksturseiginleikarÞegar kemur að akstri Fiat Tipo kemur á óvart hvað bíllinn er lipur og fjaðrar skemmtilega. Hann er frekar næmur í stýri, ekki of léttur né þungur og gefur tilfinningu fyrir undirlaginu. Aldrei gætti undirstýringar og hann tekur beygjurnar frísklega ef hann er beðinn um það. Hann skákar nokkrum af keppinautum sínum í stærðarflokknum þar þó svo einnig megi finna skemmtilegri akstursbíla þar. Hann skákar til dæmis Nissan Pulsar og Hyundai i30 en er eftirbátur Ford Focus og Volkswagen Golf. Alls ekki slæmt fyrir svo ódýran bíl. Hitastýrð miðstöð.Tipo fer létt með stærri ójöfnur en það er helst þegar þær minni eru fyrirstaðan sem fyrir því finnst inní bílinn. Þarna gæti Fiat ef til vill gert betur með betri dempurum, en það er kannski full mikil frekja að biðja um slíkt með tilliti til verðsins. Það kemur kannski ekki á óvart að Tipo hagi sér vel í akstri þar sem hann er með sama undirvagn og Fiat 500X og Jeep Renegade og ekki skaðar að það berst ekki mikið hljóð frá vegi við aksturinn. Semsagt, furðugóðir aksturseiginleikar, en það vill nú oft vera með Fiat bíla og þá kemur Fiat 124 sportbíllinn svo hratt uppí hugann og vonandi að hann bjóðist brátt hjá Ísband líka. Mikill staðalbúnaður og alvöru varadekkÍ reynsluakstrinum voru reyndar tvær mismunandi útfærslur Tipo, sjálfskiptur bíll með dísilvélinni og beinskiptur bíll með 1,6 lítra bensínvélinni. Báðir líkuðu þeir vel en í þessum stærðarflokki bíla er skoðun greinarritara að beinskipting henti betur og átti það við í tilfelli Tipo. Báðar vélarnar voru nægjanlega aflmiklar, en skorti helst afl í millihröðun og skiluðu ekki miklu afli á háum snúningi. Það verður alls ekki kvartað yfir staðalbúnaði í Tipo. Lítil eyðsla og mikið tankrými tryggir mikið drægi.Þar má finna lúxusbúnað eins og rafstillanlega og upphitaða hliðarspegla, loftþrýstimæla fyrir hjólbarða, raddstýringu á útvarpi, stillanlega stýfni stýris, LED aðalljós, leðurklætt stýrishjól, bakkmyndavél og fjarlægðarskynjara, sem og alla mögulega tengimöguleika. En það sem ef til vill heillaði reynsluökumann mest var að í skottinu er að finna alvöru varadekk, en engan aumingja eða uppblásturssett. Fiat Tipo er afar kærkomin viðbót í C-stærðarflokkinn og er þeirra allra ódýrastur þó svo það megi ekki sjá né finna við prufu á bílnum. Tipo er allrar athygli verður sem glænýr kostur í flóruna og með honum má einnig gleðjast yfir endurkomu Fiat í sölu á Íslandi.Kostir: Útlit, aksturseiginleikar, rými, verðÓkostir: Efnisval í innréttingu, engin kraftavél 1,6 lítra bensínvél, 120 hestöfl Framhjóladrif Eyðsla frá: 6,3 l./100 km í bl. akstri Mengun: 98 g/km CO2 Hröðun: 9,8 sek. Hámarkshraði: 200 km/klst Verð frá: 2.790.000 kr. Umboð: Ísband
Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent