Þrjátíu tónleikar á þrjátíu og einum degi Stefán Þór Hjartarson skrifar 4. júlí 2017 10:15 Dauðyflin ætla að taka dágóðan hring í Bandaríkjunum og keyra um sjö klukkustundir á dag. Hljómsveitin Dauðyflin ferðast í dag vestur um haf og ætlar að keyra um Bandaríkin þver og endilöng til að fylgja eftir síðustu plötu sinni, Ofbeldi, sem kom út í maí síðastliðnum. Sveitin kemur fram á hvorki meira né minna en 30 tónleikum á 31 degi. „Við byrjum í Olympia í Washington-ríki og förum síðan ansi vænan hring. Við erum að fara að keyra að meðaltali svona sjö klukkutíma á dag,“ segir Alexandra, söngkona sveitarinnar, en hennar bíður talsverður akstur hvern einasta dag næsta mánuðinn eða svo, en þó harðneitar hún því að þetta sé eitthvert stress. „Nei, þetta er allt klappað og klárt. Við erum líka þrjú í hljómsveitinni sem erum líka í hljómsveitinni Börn sem hefur tekið svona túr áður. Það var bara mjög gaman – maður dettur í ákveðna rútínu; vakna, keyra, spila, sofa. Ég geri ráð fyrir því að þetta verði alveg jafn skemmtilegt.“Ofbeldi, nýjasta plata Dauðyflanna, kom út í maí.Blaðamaður fer ósjálfrátt að bera saman akstur æsku sinnar, sem var óbærilega langur, og allan þennan akstur sem Dauðyflanna bíður og blöskrar nánast. Eruð þið ekki orðin ansi góð í öllum svona akstursleikjum eins og gulum bíl og hvað þetta nú allt heitir? „Við spilum einmitt leik þar sem á að taka eftir dýrum og eigna sér dýrin sem maður sér. Síðan ef maður sér löggubíl er hægt að stela dýrum af öðrum og ef maður sér kirkju drepur maður dýrin hjá öllum öðrum en sjálfum sér. Þetta er sem sagt leikur sem bandarískir hljómsveitarvinir okkar kenndu okkur.“ Eins og áður sagði eru Dauðyflin að fylgja eftir nýjustu plötunni sinni og munu halda því áfram eftir heimkomuna – þau munu túra um Bretland og Írland í september og svo stefna þau á að taka upp eina sjö tommu fljótlega eftir heimkomuna úr þessari miklu reisu um Bandaríkin. Nálgast má tónlist Dauðyflanna á Bandcamp síðu sveitarinnar. Tónlist Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Hljómsveitin Dauðyflin ferðast í dag vestur um haf og ætlar að keyra um Bandaríkin þver og endilöng til að fylgja eftir síðustu plötu sinni, Ofbeldi, sem kom út í maí síðastliðnum. Sveitin kemur fram á hvorki meira né minna en 30 tónleikum á 31 degi. „Við byrjum í Olympia í Washington-ríki og förum síðan ansi vænan hring. Við erum að fara að keyra að meðaltali svona sjö klukkutíma á dag,“ segir Alexandra, söngkona sveitarinnar, en hennar bíður talsverður akstur hvern einasta dag næsta mánuðinn eða svo, en þó harðneitar hún því að þetta sé eitthvert stress. „Nei, þetta er allt klappað og klárt. Við erum líka þrjú í hljómsveitinni sem erum líka í hljómsveitinni Börn sem hefur tekið svona túr áður. Það var bara mjög gaman – maður dettur í ákveðna rútínu; vakna, keyra, spila, sofa. Ég geri ráð fyrir því að þetta verði alveg jafn skemmtilegt.“Ofbeldi, nýjasta plata Dauðyflanna, kom út í maí.Blaðamaður fer ósjálfrátt að bera saman akstur æsku sinnar, sem var óbærilega langur, og allan þennan akstur sem Dauðyflanna bíður og blöskrar nánast. Eruð þið ekki orðin ansi góð í öllum svona akstursleikjum eins og gulum bíl og hvað þetta nú allt heitir? „Við spilum einmitt leik þar sem á að taka eftir dýrum og eigna sér dýrin sem maður sér. Síðan ef maður sér löggubíl er hægt að stela dýrum af öðrum og ef maður sér kirkju drepur maður dýrin hjá öllum öðrum en sjálfum sér. Þetta er sem sagt leikur sem bandarískir hljómsveitarvinir okkar kenndu okkur.“ Eins og áður sagði eru Dauðyflin að fylgja eftir nýjustu plötunni sinni og munu halda því áfram eftir heimkomuna – þau munu túra um Bretland og Írland í september og svo stefna þau á að taka upp eina sjö tommu fljótlega eftir heimkomuna úr þessari miklu reisu um Bandaríkin. Nálgast má tónlist Dauðyflanna á Bandcamp síðu sveitarinnar.
Tónlist Mest lesið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Miley Cyrus trúlofuð Tónlist Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira