Smitast af andagift Gunnars og flýg með Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. júlí 2017 09:15 Jónas Tómasson mætti á eina æfingu hjá Gunnari og Helgu Bryndísi og ætlar líka að koma á tónleikana. Mynd/Sigríður Ragnarsdóttir Tónleikasumarið 2017 í Sigurjónssafni á Laugarnestanga hefst í kvöld. Þá leika Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari saman, meðal annars tólf tilbrigði eftir Beethoven um stef úr óratóríunni Judas Maccabäus eftir G.F. Händel og sjö tilbrigði um stef úr óperunni Töfraflautan eftir W.A. Mozart. „Beethoven er tilbrigðasnillingur mikill, þar er endalaus hugmyndaauðgi,“ segir Helga Bryndís glaðlega og kemur með góða sögu um samfundi meistaranna Beethovens og Mozarts, þegar sá fyrrnefndi var bara 17 ára en Mozart orðinn mikið númer. „Beethoven fékk að spila fyrir Mozart sem var ekkert uppveðraður en segir samt: „Heyrðu, ég er hérna með stef sem þú mátt leika þér með.“ Bethooven tók hann á orðinu, enda var það ákveðinn partíleikur þess tíma að taka stef og spinna yfir þau. Mozart varð svona líka hrifinn og sagði: „Heimurinn á eftir að heyra mikið um þennan mann.“ Þetta sýnir að Beethoven varð snemma snillingur í að taka vinsæl stef og snúa upp á þau þannig að hvert og eitt varð sem nýtt og ferskt.“ Næst segir Helga Bryndís sögu af verki Jónasar Tómassonar sem þau Gunnar ætli að frumflytja. „Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari lést fyrir um fjórum árum og Jónas samdi þetta verk til minningar um hann og gaf ekkjunni. Það heitir Til Merete. Þetta hefur aldrei, svo við vitum, verið flutt áður opinberlega og Jónas verður viðstaddur ásamt konu sinni.“ Þá er enn eitt verk óupptalið, það er Sónata ópus 40 í d-moll fyrir selló og píanó eftir Sjostakovítsj. Helga Bryndís segir upplifun fyrir sig að spila það með Gunnari því hann þekki það út og inn og hafi spilað það margoft. „Ég smitast af andagift Gunnars og flýg með, það er eins og að drekka vín sem hefur þroskast á besta hátt,“ segir hún og upplýsir að hún hafi aldrei spilað með Gunnari áður. „Nú virðist hafa verið rétti tíminn, við náðum svo vel saman,“ segir hún. „Ég hef dáðst að honum sem hljóðfæraleikara og listamanni alveg frá því ég var nemandi og það er heiður að spila með honum svona skemmtilegt prógramm.“ Sumartónleikar verða í Sigurjónssafni hvert þriðjudagskvöld fram til 15. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin að loknum tónleikum og þar geta tónleikagestir heilsað upp á listamennina og horft yfir sundin blá. Menning Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira
Tónleikasumarið 2017 í Sigurjónssafni á Laugarnestanga hefst í kvöld. Þá leika Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari saman, meðal annars tólf tilbrigði eftir Beethoven um stef úr óratóríunni Judas Maccabäus eftir G.F. Händel og sjö tilbrigði um stef úr óperunni Töfraflautan eftir W.A. Mozart. „Beethoven er tilbrigðasnillingur mikill, þar er endalaus hugmyndaauðgi,“ segir Helga Bryndís glaðlega og kemur með góða sögu um samfundi meistaranna Beethovens og Mozarts, þegar sá fyrrnefndi var bara 17 ára en Mozart orðinn mikið númer. „Beethoven fékk að spila fyrir Mozart sem var ekkert uppveðraður en segir samt: „Heyrðu, ég er hérna með stef sem þú mátt leika þér með.“ Bethooven tók hann á orðinu, enda var það ákveðinn partíleikur þess tíma að taka stef og spinna yfir þau. Mozart varð svona líka hrifinn og sagði: „Heimurinn á eftir að heyra mikið um þennan mann.“ Þetta sýnir að Beethoven varð snemma snillingur í að taka vinsæl stef og snúa upp á þau þannig að hvert og eitt varð sem nýtt og ferskt.“ Næst segir Helga Bryndís sögu af verki Jónasar Tómassonar sem þau Gunnar ætli að frumflytja. „Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari lést fyrir um fjórum árum og Jónas samdi þetta verk til minningar um hann og gaf ekkjunni. Það heitir Til Merete. Þetta hefur aldrei, svo við vitum, verið flutt áður opinberlega og Jónas verður viðstaddur ásamt konu sinni.“ Þá er enn eitt verk óupptalið, það er Sónata ópus 40 í d-moll fyrir selló og píanó eftir Sjostakovítsj. Helga Bryndís segir upplifun fyrir sig að spila það með Gunnari því hann þekki það út og inn og hafi spilað það margoft. „Ég smitast af andagift Gunnars og flýg með, það er eins og að drekka vín sem hefur þroskast á besta hátt,“ segir hún og upplýsir að hún hafi aldrei spilað með Gunnari áður. „Nú virðist hafa verið rétti tíminn, við náðum svo vel saman,“ segir hún. „Ég hef dáðst að honum sem hljóðfæraleikara og listamanni alveg frá því ég var nemandi og það er heiður að spila með honum svona skemmtilegt prógramm.“ Sumartónleikar verða í Sigurjónssafni hvert þriðjudagskvöld fram til 15. ágúst. Kaffistofa safnsins er opin að loknum tónleikum og þar geta tónleikagestir heilsað upp á listamennina og horft yfir sundin blá.
Menning Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Sjá meira