Mesta þétting byggðar í gamla Vesturbænum Heimir Már Pétursson skrifar 2. júlí 2017 18:33 Þéttasta byggðin í Reykjavík er ef til vill ekki þar sem flestir telja að hún sé, en hún er í gamla Vesturbænum. Skipulagsfræðingur segir skipta miklu máli umhverfislega og félagslega að fara vel með land og það sé líka mun hagkvæmara. Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík. Sérstaklega í hundrað og einum eins og við Borgarbókasafnið við Tryggvagötu. Margir halda að þétting byggðar þýði byggingu háhýsa. En þéttasta byggðin í Reykjavík er ekki endilega þar sem háhýsin eru. Áður en þessi bygging við Tryggvagötuna reis var illa hirt bílastæði á milli Borgarbókasafnsins og hússins úti á horninu sem áður hýsti meðal annars skrifstofur Landssambands íslenskra útvegsmanna. Og eins og allir sem fylgst hafa með í Reykjavík hefur á undanförnum árum verið fyllt upp í nánast hvern einasta auða reit í miðborginni.Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík.Alta ráðgjafafyrirtækiAlta er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagi og byggðaþróun, greiningu lands og búsetu, stefnumótun og verkefnisstjórnun. Þar á bæ hefur starfsfólk skoðað þéttleika einstakra svæða í Reykjavík. Herborg Árnadóttir ráðgjafi hjá Alta segir ýmislegt hafa komið á óvart. „Þegar við fórum að skoða þéttleika byggðar í Reykjavík komumst við að því að þessi byggð hér (við Ljósavallagötu og nágrenni) sem við stöndum við í gamla Vesturbænum fékk hæstu þéttleikatöluna af þeim hverfum sem við skoðuðum,“ segir Herborg. En þéttleikinn er mestur á svæði sem afmarkast af Brávallagötu, Ásvallagötu og Ljósvallagötu vestan gamla kirkjugarðsins, sem er gamalt og gróið hverfi í borginni. Þar eru 109 íbúðir á hektara og nýtingarhlutfallið hæst eða 0,73 prósent. Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta og skipulagsfræðingur segir þetta líka eiga við um byggðina í kringum gömlu verkamannabústaðina við Hringbraut og Framnesveg. Í fjölmörgum nýrri hverfum er þéttleikinn mun minni eða allt niður í sjö íbúðir á hektara. En í mörgum hverfum er þéttleikinn í kring um 20 íbúðir á hektara. „Það er ekki einn þéttleiki réttur. Við viljum hafa breytileika í byggð. En það kom okkur á óvart að þetta svæði skyldi ver ameð þéttustu byggðina. Annars staðar er hún heldur dreifðari. Þetta sýnir alla vega að fjölbreytileikinn getur verið mjög mikill þegar við erum að skoða byggðina,“ segir Halldóra.Grafík/Stöð 2Þær Halldóra og Herborg telja skipulagsyfirvöld fjórða áratugarins í Reyjavík hafi verið nokkuð framsýn og sótt fyrirmyndir til borga annarra landa eins og Danmerkur. Síðan hafi ákveðin nauðsyn einnig ráðið þéttleikanum í gamla Vesturbænum. „Við erum samt með byggð hérna sem hentar íslenskum aðstæðum ágætlega. Við erum með hæfilega hæð. Þetta er ekkert rosalega hátt því við erum náttúrlega með lága sól hér á Íslandi og vinidasamt og slíkt. En við erum samt með ágætlega nýtta garða og miðjugarða inn á milli þar sem börn geta leikið sér örugg,“ segir Herborg. Reykjavík hafi áður átti mikið landrými en nú sé meira horft til nýtingar hvers hektara. „Við þurfum að fara vel með land. það er hagkvæmara, það er umhverfisvænna. Það er líka félagslega æskilegt og það eru margar ástæður fyrir því að það er æskilegt að þétta byggðina. En það skiptir máli hvernig við gerum það,“ segir Herborg Árnadóttir. Húsnæðismál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira
Þéttasta byggðin í Reykjavík er ef til vill ekki þar sem flestir telja að hún sé, en hún er í gamla Vesturbænum. Skipulagsfræðingur segir skipta miklu máli umhverfislega og félagslega að fara vel með land og það sé líka mun hagkvæmara. Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík. Sérstaklega í hundrað og einum eins og við Borgarbókasafnið við Tryggvagötu. Margir halda að þétting byggðar þýði byggingu háhýsa. En þéttasta byggðin í Reykjavík er ekki endilega þar sem háhýsin eru. Áður en þessi bygging við Tryggvagötuna reis var illa hirt bílastæði á milli Borgarbókasafnsins og hússins úti á horninu sem áður hýsti meðal annars skrifstofur Landssambands íslenskra útvegsmanna. Og eins og allir sem fylgst hafa með í Reykjavík hefur á undanförnum árum verið fyllt upp í nánast hvern einasta auða reit í miðborginni.Undanfarin ár hefur verið unnið skipulega að því að þétta byggðina í Reykjavík.Alta ráðgjafafyrirtækiAlta er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagi og byggðaþróun, greiningu lands og búsetu, stefnumótun og verkefnisstjórnun. Þar á bæ hefur starfsfólk skoðað þéttleika einstakra svæða í Reykjavík. Herborg Árnadóttir ráðgjafi hjá Alta segir ýmislegt hafa komið á óvart. „Þegar við fórum að skoða þéttleika byggðar í Reykjavík komumst við að því að þessi byggð hér (við Ljósavallagötu og nágrenni) sem við stöndum við í gamla Vesturbænum fékk hæstu þéttleikatöluna af þeim hverfum sem við skoðuðum,“ segir Herborg. En þéttleikinn er mestur á svæði sem afmarkast af Brávallagötu, Ásvallagötu og Ljósvallagötu vestan gamla kirkjugarðsins, sem er gamalt og gróið hverfi í borginni. Þar eru 109 íbúðir á hektara og nýtingarhlutfallið hæst eða 0,73 prósent. Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta og skipulagsfræðingur segir þetta líka eiga við um byggðina í kringum gömlu verkamannabústaðina við Hringbraut og Framnesveg. Í fjölmörgum nýrri hverfum er þéttleikinn mun minni eða allt niður í sjö íbúðir á hektara. En í mörgum hverfum er þéttleikinn í kring um 20 íbúðir á hektara. „Það er ekki einn þéttleiki réttur. Við viljum hafa breytileika í byggð. En það kom okkur á óvart að þetta svæði skyldi ver ameð þéttustu byggðina. Annars staðar er hún heldur dreifðari. Þetta sýnir alla vega að fjölbreytileikinn getur verið mjög mikill þegar við erum að skoða byggðina,“ segir Halldóra.Grafík/Stöð 2Þær Halldóra og Herborg telja skipulagsyfirvöld fjórða áratugarins í Reyjavík hafi verið nokkuð framsýn og sótt fyrirmyndir til borga annarra landa eins og Danmerkur. Síðan hafi ákveðin nauðsyn einnig ráðið þéttleikanum í gamla Vesturbænum. „Við erum samt með byggð hérna sem hentar íslenskum aðstæðum ágætlega. Við erum með hæfilega hæð. Þetta er ekkert rosalega hátt því við erum náttúrlega með lága sól hér á Íslandi og vinidasamt og slíkt. En við erum samt með ágætlega nýtta garða og miðjugarða inn á milli þar sem börn geta leikið sér örugg,“ segir Herborg. Reykjavík hafi áður átti mikið landrými en nú sé meira horft til nýtingar hvers hektara. „Við þurfum að fara vel með land. það er hagkvæmara, það er umhverfisvænna. Það er líka félagslega æskilegt og það eru margar ástæður fyrir því að það er æskilegt að þétta byggðina. En það skiptir máli hvernig við gerum það,“ segir Herborg Árnadóttir.
Húsnæðismál Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Sjá meira