Maður féll í Gullfoss Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. júlí 2017 17:40 Mikill viðbúnaður er við Gullfoss. vísir/magnús hlynur Víðtæk leit stendur yfir að manni sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í dag. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út, en auk þess er allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Björgunarsveitir eru á hæsta forgangi. Fyrri þyrlan fór í loftið klukkan rúmlega 17 og var hún komin á vettvang rúmum tuttugu mínútum síðar. Um hálftíma síðar var ákveðið að senda aðra þyrlu með sérhæfða björgunarsveitarmenn á vettvang. Stjórn aðgerða er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á nótt, og aftur í fyrramálið.Nýjustu upplýsingar hér að neðan:Uppfært klukkan 23.12Lögregla telur sig nú vita með nokkurri vissu hver maðurinn sem féll í Gullfoss er. Bílar á svæðinu voru skoðaðir og út frá því fann lögregla út nafn mannsins. Þó er enn unnið að staðfestingu, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. „Við teljum okkur farin að vita það, já. Það er ákveðin skoðun í gangi,“ segir Sveinn Kristján í samtali við Vísi, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu. Nánar hér. Uppfært klukkan 22.35 Landsbjörg hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Núna um klukkan 22:30, eru 145 björgunarmenn skráðir í aðgerðina á 28 tækjum, bílum, bátum og Jetskium. Ætlunin er að leita áfram fram á nótt með útkíkki í nótt og í fyrramálið verður leit haldið áfram. Björgunarmenn eru að leita á brún gilsins við mjög erfiðar aðstæður þar sem brúnin er hál, eins eru bátar að leita neðar í Hvítá. Ferðaþjónustuaðilar hafa einnig lánað búnað til leitarinnar.“Uppfært klukkan 21.10 Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar er komin aftur til Reykjavíkur, á meðan hin verður áfram við leitina. Viðbragðsaðilar komu saman til stöðufundar klukkan 21. Björgunarsveitarfólki hefur verið fjölgað, og eru nú allt að 150 manns að leita.Uppfært klukkan 20.50 Ekki er vitað hver maðurinn er né af hvaða þjóðerni, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans. Unnið er eftir ákveðnum vísbendingum til þess að komast að frekari upplýsingum um manninn og meðal annars er verið að skoða bíla á svæðinu.Uppfært klukkan 19.00 Drónar hafa bæst við leitina og göngumenn hafa verið fengnir til þess að leita meðfram árbakkanum. Þá er jafnframt notast við sérhæfðan straumvatnsbúnað.Uppfært klukkan 18.27 Yfir hundrað manns frá björgunarsveitum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Kafarar og bátar hafa sömuleiðis verið sendir á vettvang.Um hundrað björgunarsveitarmenn eru á staðnum.vísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynur Leit við Gullfoss Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Víðtæk leit stendur yfir að manni sem féll í Gullfoss laust fyrir klukkan fimm í dag. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út, en auk þess er allt tiltækt lið lögreglu, sjúkraliðs og björgunarsveita á staðnum. Björgunarsveitir eru á hæsta forgangi. Fyrri þyrlan fór í loftið klukkan rúmlega 17 og var hún komin á vettvang rúmum tuttugu mínútum síðar. Um hálftíma síðar var ákveðið að senda aðra þyrlu með sérhæfða björgunarsveitarmenn á vettvang. Stjórn aðgerða er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Gert er ráð fyrir að leitað verði fram á nótt, og aftur í fyrramálið.Nýjustu upplýsingar hér að neðan:Uppfært klukkan 23.12Lögregla telur sig nú vita með nokkurri vissu hver maðurinn sem féll í Gullfoss er. Bílar á svæðinu voru skoðaðir og út frá því fann lögregla út nafn mannsins. Þó er enn unnið að staðfestingu, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. „Við teljum okkur farin að vita það, já. Það er ákveðin skoðun í gangi,“ segir Sveinn Kristján í samtali við Vísi, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu. Nánar hér. Uppfært klukkan 22.35 Landsbjörg hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Núna um klukkan 22:30, eru 145 björgunarmenn skráðir í aðgerðina á 28 tækjum, bílum, bátum og Jetskium. Ætlunin er að leita áfram fram á nótt með útkíkki í nótt og í fyrramálið verður leit haldið áfram. Björgunarmenn eru að leita á brún gilsins við mjög erfiðar aðstæður þar sem brúnin er hál, eins eru bátar að leita neðar í Hvítá. Ferðaþjónustuaðilar hafa einnig lánað búnað til leitarinnar.“Uppfært klukkan 21.10 Önnur þyrla Landhelgisgæslunnar er komin aftur til Reykjavíkur, á meðan hin verður áfram við leitina. Viðbragðsaðilar komu saman til stöðufundar klukkan 21. Björgunarsveitarfólki hefur verið fjölgað, og eru nú allt að 150 manns að leita.Uppfært klukkan 20.50 Ekki er vitað hver maðurinn er né af hvaða þjóðerni, að sögn lögreglunnar á Suðurlandi. Ekki er talið að hann hafi verið með hópi og þá hefur enginn leitað til lögreglu sem saknar hans. Unnið er eftir ákveðnum vísbendingum til þess að komast að frekari upplýsingum um manninn og meðal annars er verið að skoða bíla á svæðinu.Uppfært klukkan 19.00 Drónar hafa bæst við leitina og göngumenn hafa verið fengnir til þess að leita meðfram árbakkanum. Þá er jafnframt notast við sérhæfðan straumvatnsbúnað.Uppfært klukkan 18.27 Yfir hundrað manns frá björgunarsveitum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu taka þátt í leitinni. Kafarar og bátar hafa sömuleiðis verið sendir á vettvang.Um hundrað björgunarsveitarmenn eru á staðnum.vísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynurvísir/magnús hlynur
Leit við Gullfoss Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira