Prinsinn mælti sér einnig mót við hermenn, sem börðust við Dunkirk í seinni heimsstyrjöldinni er Nasistar umkringdu heri bandamanna, fyrir frumsýninguna. Hann gaf sér þó líka tíma til þess að taka í höndina á nafna sínum, Harry Styles, sem þreytir frumraun sína á hvíta tjaldinu í kvikmyndinni.

Með helstu hlutverk fara Fionn Whitehead, Tom Glynn-Carney, Harry Styles, Cillian Murphy og Tom Hardy. Um leikstjórn og handrit sér Christopher Nolan en Dunkirk verður frumsýnd hér á landi 19. júlí næstkomandi.
Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.