Á heimavelli í sýningu um sögu Íslands Guðný Hrönn skrifar 14. júlí 2017 10:15 Ásta Kristrún, Valgeir og Vigdís Vala. Vísir/Ernir Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson hefur undanfarið vakið lukku með sýningunni Saga Music 101 sem byggir á fornsögum og goðafræði lands og þjóðar. Hann er á heimavelli í sýningunni enda hefur hann samið tónlist og texta um sögu Íslands. Sýningin Saga Music 101 samanstendur af tónlist og textum sem Valgeir flytur með dyggri aðstoð eiginkonu sinnar, Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. „Við segjum okkur hafa farið í „útrás“ til Reykjavíkur frá Eyrarbakka, þar sem höfuðstöðvarnar okkar eru,“ segir Valgeir sem hefur flutt sýninguna í Gamla bíói og víðar í allt sumar. Ásta Kristrún er Valgeiri til halds og trausts í sýningunni og gegnir þar ýmsum hlutverkum. „Ásta Kristrún er í hlutverki gestgjafa og sagnakonu á meðan ég, og stundum fleiri góðir listamenn, sé um tónlistarflutninginn,“ segir Valgeir. Vigdís Vala Valgeirsdóttir, yngsta barn þeirra hjóna, hefur margsinnis komið fram með foreldrum sínum í sýningunni og því er óhætt að segja að um sannkallaða fjölskyldusýningu sé að ræða. „Þetta er persónulegt, alveg eins og jarðvegurinn sem sögurnar sem ég flyt spruttu upp úr. Sögurnar varðveittust sumar í 500 ár áður en þær voru skrifaðar loksins. Þetta var alltaf þessi persónulega miðlun, á milli kynslóða,“ segir Valgeir sem telur verkið kalla á ákveðna nánd „Þess vegna hentar það vel í lítil rými, maður þarf að geta virkilega horft framan í þá sem eru að hlusta.“ Þess má geta að sýningin er flutt á ensku en er hugsuð fyrir bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga. Spurður út í hvernig hugmyndin að Saga Music 101 kviknaði segir Valgeir:„Þetta á sér talsvert langa forsögu sem nær um það bil 30 ár aftur í tímann. Ég hef samið mikið af tónlist og textum sem tengist þessari hugmynd sem byggir á goðafræði og sögunni um hvernig Ísland byggðist og hvernig þessi blessaða þjóð okkar varð til.“ „Ég samdi til að mynda tónlist fyrir heimildarþátt á PBS um Leif Eiríksson í samvinnu við Smithsonian Institute. Sá þáttur kom út árið 2000 og var sýndur um þver og endilöng Bandaríkin. Síðan þá hefur ætlunarverk mitt verið að setja upp sýningu í tali og tónum um sögu Íslands með skýrum hætti, sýningu sem heldur fólki við efnið í 50 mínútur. Hún þarf að vera skemmtileg, dramatísk og spanna allan skalann. Við horfum til hópa af ýmsum toga, íslenskra og erlendra, nú eða blöndu af hvoru tveggja.“ Valgeir og Ásta benda áhugasömum á að skoða heimasíðu þeirra, sagamusic101.com, til að sjá fyrirkomulag bókana, en hópar þurfa ekki endilega að vera ýkja fjölmennir að sögn Valgeirs. Tónlist Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson hefur undanfarið vakið lukku með sýningunni Saga Music 101 sem byggir á fornsögum og goðafræði lands og þjóðar. Hann er á heimavelli í sýningunni enda hefur hann samið tónlist og texta um sögu Íslands. Sýningin Saga Music 101 samanstendur af tónlist og textum sem Valgeir flytur með dyggri aðstoð eiginkonu sinnar, Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur. „Við segjum okkur hafa farið í „útrás“ til Reykjavíkur frá Eyrarbakka, þar sem höfuðstöðvarnar okkar eru,“ segir Valgeir sem hefur flutt sýninguna í Gamla bíói og víðar í allt sumar. Ásta Kristrún er Valgeiri til halds og trausts í sýningunni og gegnir þar ýmsum hlutverkum. „Ásta Kristrún er í hlutverki gestgjafa og sagnakonu á meðan ég, og stundum fleiri góðir listamenn, sé um tónlistarflutninginn,“ segir Valgeir. Vigdís Vala Valgeirsdóttir, yngsta barn þeirra hjóna, hefur margsinnis komið fram með foreldrum sínum í sýningunni og því er óhætt að segja að um sannkallaða fjölskyldusýningu sé að ræða. „Þetta er persónulegt, alveg eins og jarðvegurinn sem sögurnar sem ég flyt spruttu upp úr. Sögurnar varðveittust sumar í 500 ár áður en þær voru skrifaðar loksins. Þetta var alltaf þessi persónulega miðlun, á milli kynslóða,“ segir Valgeir sem telur verkið kalla á ákveðna nánd „Þess vegna hentar það vel í lítil rými, maður þarf að geta virkilega horft framan í þá sem eru að hlusta.“ Þess má geta að sýningin er flutt á ensku en er hugsuð fyrir bæði erlenda ferðamenn og Íslendinga. Spurður út í hvernig hugmyndin að Saga Music 101 kviknaði segir Valgeir:„Þetta á sér talsvert langa forsögu sem nær um það bil 30 ár aftur í tímann. Ég hef samið mikið af tónlist og textum sem tengist þessari hugmynd sem byggir á goðafræði og sögunni um hvernig Ísland byggðist og hvernig þessi blessaða þjóð okkar varð til.“ „Ég samdi til að mynda tónlist fyrir heimildarþátt á PBS um Leif Eiríksson í samvinnu við Smithsonian Institute. Sá þáttur kom út árið 2000 og var sýndur um þver og endilöng Bandaríkin. Síðan þá hefur ætlunarverk mitt verið að setja upp sýningu í tali og tónum um sögu Íslands með skýrum hætti, sýningu sem heldur fólki við efnið í 50 mínútur. Hún þarf að vera skemmtileg, dramatísk og spanna allan skalann. Við horfum til hópa af ýmsum toga, íslenskra og erlendra, nú eða blöndu af hvoru tveggja.“ Valgeir og Ásta benda áhugasömum á að skoða heimasíðu þeirra, sagamusic101.com, til að sjá fyrirkomulag bókana, en hópar þurfa ekki endilega að vera ýkja fjölmennir að sögn Valgeirs.
Tónlist Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira