Emil Páls: Röð mistaka sem á ekki að gerast í svona leik Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. júlí 2017 22:53 Emil Pálsson í leik FH gegn Breiðabliki. Emil Pálsson skoraði mark FH í 1-1 jafnteflinu gegn Víkingi í Götu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fór á Kaplakrika í kvöld. Hann gat ekki sagt annað en FH-ingar væru hund-svekktir með jafnteflið. „Þeir lágu mjög aftarlega og voru mjög þéttir, en við vorum að skapa okkur færi. Virkilega klaufalegt að hafa fengið á okkur þetta víti, en þetta er bara hálfnað og við tökum bara leikinn úti.“ sagði Emil. Emil skoraði á 49. mínútu leiksins en Víkingar jöfnuðu á 73. mínútu eftir að Pétur Viðarsson braut á sér inni í eigin vítateig og dómarinn gat ekki annað en dæmt vítaspyrnu. „Það er erfitt að spila á móti liði þar sem fremsti maður er á miðjum þeirra vallarhelmingi, þeir pakka vel inn. Við þurftum að reyna að færa boltann hratt á milli kanta sem mér fannst við gera ágætlega. Við vorum að komast í ágætis stöður úti á köntunum til að fá fyrirgjafir og hefðum átt að skora fleiri heldur en eitt mark.“ FH-ingar þurftu að hafa fyrir hlutunum í kvöld og gerðu sér erfitt fyrir með því að fá þetta mark á sig þar sem þeir þurfa að skora í Færeyjum ætli þeir sér áfram í keppninni. „Þetta verður alveg eins úti, held ég. Þeir eru að fara að liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir. Við þekkjum aðeins meira inn á þá núna og ég held við eigum klárlega eftir að taka þá úti, það verður skemmtilegur leikur.“ „Við vorum búnir að skoða þá og þeir eru bara svona lið sem að liggur hrikalega aftarlega og þrífast á mistökum hinna liðanna. Við gerðum mistök í eina mínútu og fáum mark á okkur í bakið.“ Vörn heimamanna stóð þokkalega vel í kvöld, reyndi ekki mikið á hana en þeir héldu oftast nema í þetta eina skipti. Hvað var það sem olli markinu? „Röð mistaka sem á ekki að gerast í svona leik, en því miður gerðist þetta og við verðum bara að halda áfram,“ svarar Emil. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 12. júlí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur í Götu 1-1 | FH-ingar urðu að sætta sig við jafntefli Víkingur Götu fer með útivallarmark í seinni leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 12. júlí 2017 22:45 „FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Fyrirliði Víkings í Götu líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við framherja West Ham. 12. júlí 2017 16:00 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
Emil Pálsson skoraði mark FH í 1-1 jafnteflinu gegn Víkingi í Götu í undankeppni Meistaradeildar Evrópu sem fram fór á Kaplakrika í kvöld. Hann gat ekki sagt annað en FH-ingar væru hund-svekktir með jafnteflið. „Þeir lágu mjög aftarlega og voru mjög þéttir, en við vorum að skapa okkur færi. Virkilega klaufalegt að hafa fengið á okkur þetta víti, en þetta er bara hálfnað og við tökum bara leikinn úti.“ sagði Emil. Emil skoraði á 49. mínútu leiksins en Víkingar jöfnuðu á 73. mínútu eftir að Pétur Viðarsson braut á sér inni í eigin vítateig og dómarinn gat ekki annað en dæmt vítaspyrnu. „Það er erfitt að spila á móti liði þar sem fremsti maður er á miðjum þeirra vallarhelmingi, þeir pakka vel inn. Við þurftum að reyna að færa boltann hratt á milli kanta sem mér fannst við gera ágætlega. Við vorum að komast í ágætis stöður úti á köntunum til að fá fyrirgjafir og hefðum átt að skora fleiri heldur en eitt mark.“ FH-ingar þurftu að hafa fyrir hlutunum í kvöld og gerðu sér erfitt fyrir með því að fá þetta mark á sig þar sem þeir þurfa að skora í Færeyjum ætli þeir sér áfram í keppninni. „Þetta verður alveg eins úti, held ég. Þeir eru að fara að liggja aftarlega og treysta á skyndisóknir. Við þekkjum aðeins meira inn á þá núna og ég held við eigum klárlega eftir að taka þá úti, það verður skemmtilegur leikur.“ „Við vorum búnir að skoða þá og þeir eru bara svona lið sem að liggur hrikalega aftarlega og þrífast á mistökum hinna liðanna. Við gerðum mistök í eina mínútu og fáum mark á okkur í bakið.“ Vörn heimamanna stóð þokkalega vel í kvöld, reyndi ekki mikið á hana en þeir héldu oftast nema í þetta eina skipti. Hvað var það sem olli markinu? „Röð mistaka sem á ekki að gerast í svona leik, en því miður gerðist þetta og við verðum bara að halda áfram,“ svarar Emil.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 12. júlí 2017 16:30 Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur í Götu 1-1 | FH-ingar urðu að sætta sig við jafntefli Víkingur Götu fer með útivallarmark í seinni leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 12. júlí 2017 22:45 „FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Fyrirliði Víkings í Götu líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við framherja West Ham. 12. júlí 2017 16:00 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
Þriðji heimaleikur FH á móti Víkingsliði á 23 dögum FH-ingar taka á móti Víkingi frá Götu í Færeyjum í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í Kaplakrika í kvöld. 12. júlí 2017 16:30
Umfjöllun og viðtöl: FH - Víkingur í Götu 1-1 | FH-ingar urðu að sætta sig við jafntefli Víkingur Götu fer með útivallarmark í seinni leikinn gegn FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. 12. júlí 2017 22:45
„FH er með þennan stóra Andy Carroll í framlínunni“ | Myndband Fyrirliði Víkings í Götu líkir Kristjáni Flóka Finnbogasyni við framherja West Ham. 12. júlí 2017 16:00