Páll Óskar frumflytur glænýtt lag og undirbýr heimsóknir í þúsund hús Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2017 15:37 Páll Óskar keyrir stórglæsilega vínylplötu og geisladisk heim til fólks hvar sem er á landinu í fríinu sínu í haust. Vísir/Eyþór Söngvarinn og skemmtikrafturinn Páll Óskar frumflutti glænýtt lag af glænýrri plötu sinni í dag. Lagið ber heitið Líður aðeins betur og er angurvært stuðlag, eins og Palla er von og vísa. Páll Óskar var gestur Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun en hann ræddi þar meðal annars frumlegt fyrirkomulag á útgáfu fyrrnefndar plötu. Söngvarinn hyggst keyra með allar seldar plötur heim að dyrum til kaupenda en söngvarinn hefur nú fengið 1082 pantanir á borð til sín. „Þetta verður bara eins og gjörningalistaverk: Páll Óskar heimsækir þúsund hús,“ sagði Páll Óskar kíminn um söluna. Nýjasta lag Páls Óskars, Líður aðeins betur, var enn fremur frumflutt í þættinum en áhugasamir poppaðdáendur geta hlýtt á lagið í spilaranum hér að neðan á mínútu 4:28. Þá er einnig hægt að horfa á textamyndband Páls Óskars við lagið, sem leit einnig dagsins ljós í morgun. Tengdar fréttir Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll Óskar gefur út sína nýjustu plötu þann 16. september. Hann ætlar að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk, ásamt því að hún kemur inn á streymisveitur. Palli mun skutla plötunni til aðdáenda. sem forpanta plötuna, hvert á land sem er. 3. júlí 2017 10:00 Páll Óskar þarf að afhenda mörg hundruð Íslendingum nýju plötuna í dyragættinni "Nú þegar hafa verið pöntuð 382 eintök; 218 geisladiskar og 164 vínylplötur.“ 5. júlí 2017 16:30 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Söngvarinn og skemmtikrafturinn Páll Óskar frumflutti glænýtt lag af glænýrri plötu sinni í dag. Lagið ber heitið Líður aðeins betur og er angurvært stuðlag, eins og Palla er von og vísa. Páll Óskar var gestur Ívars Guðmundssonar á Bylgjunni í morgun en hann ræddi þar meðal annars frumlegt fyrirkomulag á útgáfu fyrrnefndar plötu. Söngvarinn hyggst keyra með allar seldar plötur heim að dyrum til kaupenda en söngvarinn hefur nú fengið 1082 pantanir á borð til sín. „Þetta verður bara eins og gjörningalistaverk: Páll Óskar heimsækir þúsund hús,“ sagði Páll Óskar kíminn um söluna. Nýjasta lag Páls Óskars, Líður aðeins betur, var enn fremur frumflutt í þættinum en áhugasamir poppaðdáendur geta hlýtt á lagið í spilaranum hér að neðan á mínútu 4:28. Þá er einnig hægt að horfa á textamyndband Páls Óskars við lagið, sem leit einnig dagsins ljós í morgun.
Tengdar fréttir Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll Óskar gefur út sína nýjustu plötu þann 16. september. Hann ætlar að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk, ásamt því að hún kemur inn á streymisveitur. Palli mun skutla plötunni til aðdáenda. sem forpanta plötuna, hvert á land sem er. 3. júlí 2017 10:00 Páll Óskar þarf að afhenda mörg hundruð Íslendingum nýju plötuna í dyragættinni "Nú þegar hafa verið pöntuð 382 eintök; 218 geisladiskar og 164 vínylplötur.“ 5. júlí 2017 16:30 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Selena Gomez giftist Benny Blanco Lífið Ætla að syngja sig hás og dansa við Komdu um jólin Lífið samstarf Ellefu ára læðan Lúsí ein eftir í heimilisleit hjá Kattholti Lífið Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Lífið Fleiri fréttir Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Páll Óskar pantaður heim að dyrum Páll Óskar gefur út sína nýjustu plötu þann 16. september. Hann ætlar að gefa plötuna út á vínyl og geisladisk, ásamt því að hún kemur inn á streymisveitur. Palli mun skutla plötunni til aðdáenda. sem forpanta plötuna, hvert á land sem er. 3. júlí 2017 10:00
Páll Óskar þarf að afhenda mörg hundruð Íslendingum nýju plötuna í dyragættinni "Nú þegar hafa verið pöntuð 382 eintök; 218 geisladiskar og 164 vínylplötur.“ 5. júlí 2017 16:30
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“