Höfðu dreymt um að vinna með Jack White Guðný Hrönn skrifar 11. júlí 2017 10:30 Guðbjörgu Tómasdóttur og My Larsdotter höfðu dreymt um að vinna með Jack White. MYND/Jamie goodsell/AFP Sænsk-íslenski dúettinn My Bubba var að senda frá sér smáskífuna Gone í samstarfi við bandaríska tónlistarmanninn Jack White sem margir kannast við úr hljómsveitinni The White Stripes. „Okkur hefur lengi dreymt um að gera eitthvað með Jack, eða kannski haft á tilfinningunni að ef leiðir okkar lægju saman, þá gæti eitthvað mjög skemmtilegt og skapandi gerst – og það gerðist. Sameiginlegur kunningi kynnti Jack fyrir tónlist okkar og stuttu síðar hafði hann samband,“ segir Guðbjörg, eða Bubba, sem skipar hljómsveitina My Bubba ásamt My Larsdotter.„Við My mættum í Stúdíóið til Jacks í Nashville með hljóðfæri og perubrauð, sem naut mikilla vinsælda, og við byrjuðum að ræða lögin og hvað við vildum gera saman.“ „Fyrst tókum við upp lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go, sem okkur langaði að taka upp eins og við höfum sungið það frá byrjun, tvær raddir og gítar. Síðar um daginn tókum við upp Gone og þá hringdi Jack í vini sína frá Dead Weather sem hjálpuðu okkur að setja lagið í sérsniðinn rokkbúning. Við báðum þá um að spila eins og „alien ladies“ og þeir föttuðu strax hvað við áttum við.“ Spurð út í hvað hún meini með „alien ladies“ þá hlær Bubba. „Ég get ekki alveg lýst því með orðum hvað það þýðir. Maður verður held ég bara að hlusta á lagið til að skilja hvaða bylgjulengd við erum að tala um.“ Þess má geta að lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go var eitt fyrsta lagið sem þær My og Bubba sungu saman þegar þær urðu herbergisfélagar í Kaupmannahöfn. „Við My hittumst í Kaupmannahöfn þegar við urðum herbergisfélagar fyrir tilviljun. Við byrjuðum að syngja saman á kvöldin til að stytta okkur stundirnar – og upp úr því varð hljómsveitin til og langt ferðalag og ævintýri í kaupbæti,“ útskýrir Bubba. Áhugasamir geta hlustað á smáskífuna Gone, sem hefur að geyma tvö lög, á Spotify og iTunes. Smáskífuna er einnig hægt að kaupa á vínyl á vefsíðunni thirdmanrecords.com. Tónlist Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
Sænsk-íslenski dúettinn My Bubba var að senda frá sér smáskífuna Gone í samstarfi við bandaríska tónlistarmanninn Jack White sem margir kannast við úr hljómsveitinni The White Stripes. „Okkur hefur lengi dreymt um að gera eitthvað með Jack, eða kannski haft á tilfinningunni að ef leiðir okkar lægju saman, þá gæti eitthvað mjög skemmtilegt og skapandi gerst – og það gerðist. Sameiginlegur kunningi kynnti Jack fyrir tónlist okkar og stuttu síðar hafði hann samband,“ segir Guðbjörg, eða Bubba, sem skipar hljómsveitina My Bubba ásamt My Larsdotter.„Við My mættum í Stúdíóið til Jacks í Nashville með hljóðfæri og perubrauð, sem naut mikilla vinsælda, og við byrjuðum að ræða lögin og hvað við vildum gera saman.“ „Fyrst tókum við upp lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go, sem okkur langaði að taka upp eins og við höfum sungið það frá byrjun, tvær raddir og gítar. Síðar um daginn tókum við upp Gone og þá hringdi Jack í vini sína frá Dead Weather sem hjálpuðu okkur að setja lagið í sérsniðinn rokkbúning. Við báðum þá um að spila eins og „alien ladies“ og þeir föttuðu strax hvað við áttum við.“ Spurð út í hvað hún meini með „alien ladies“ þá hlær Bubba. „Ég get ekki alveg lýst því með orðum hvað það þýðir. Maður verður held ég bara að hlusta á lagið til að skilja hvaða bylgjulengd við erum að tala um.“ Þess má geta að lagið You’re Gonna Make Me Lonesome When You Go var eitt fyrsta lagið sem þær My og Bubba sungu saman þegar þær urðu herbergisfélagar í Kaupmannahöfn. „Við My hittumst í Kaupmannahöfn þegar við urðum herbergisfélagar fyrir tilviljun. Við byrjuðum að syngja saman á kvöldin til að stytta okkur stundirnar – og upp úr því varð hljómsveitin til og langt ferðalag og ævintýri í kaupbæti,“ útskýrir Bubba. Áhugasamir geta hlustað á smáskífuna Gone, sem hefur að geyma tvö lög, á Spotify og iTunes. Smáskífuna er einnig hægt að kaupa á vínyl á vefsíðunni thirdmanrecords.com.
Tónlist Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning