Kórar landsins takast á í nýjum þætti Stefán Þór Hjartarson skrifar 10. júlí 2017 09:45 Friðrik Dór hlakkar til að vera kynnir, sérstaklega er hann spenntur fyrir beinu útsendingunni. Vísir/Eyþór Í haust mun þátturinn Kórar Íslands hefja göngu sína á Stöð 2. Í beinni útsendingu munu tuttugu kórar takast á um titilinn Kór Íslands 2017. Kynnir þáttarins verður söngvarinn ástsæli Friðrik Dór. „Undir niðri í mér kraumar kórmaður. Ég elska góða kóra. Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekkert verið í kórum sjálfur – pabbi var um stund í kór og tengdamamma mín hefur stundað kórastarf af miklum móð, þannig að ég fer einstaka sinnum á tónleika hjá henni og það er alltaf gaman að kíkja á það,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en hann verður kynnir í þáttunum Kórar Íslands sem verða á dagskrá Stöðvar 2 í haust í samstarfi við Sagafilm og því vert að spyrja hann út í kórareynslu sína, sem hann viðurkennir að sé ekki mikil nema þá sem áhorfandi á tónleikum tengdamóðurinnar og svo þessi undir kraumandi kórmaður. Í þáttunum munu tuttugu kórar keppa í beinni útsendingu um titilinn Kór Íslands 2017 og hlýtur sigurvegarinn vegleg verðlaun. „Mér líst bara vel á þetta. Það er mjög spennandi að spreyta sig á þessu hlutverki. Þetta er í beinni útsendingu – ég hef náttúrulega ekkert gert sem er í beinni útsendingu. Maður þarf að vera vel undirbúinn.“„En ef það koma upp einhver hitamál í þjóðfélaginu þá getur maður nýtt beina útsendingu í það að tjá sig óvænt, að koma með bombur inn í umræðuna. Ég sé fyrir mér að ég geti nýtt mér þetta tækifæri til að verða einn af helstu umræðuleiðtogum þessa lands.“ „Það er það sem pródúserar elska, þegar maður fer út fyrir handritið, sérstaklega ef maður tjáir sig um mjög umdeild málefni. Það er það sem ég stefni á að gera mikið af. Ég er að bíða eftir góðum skandal til að tjá mig um,“ segir Frikki og það er ekki laust við að blaðamaður skynji örlitla kaldhæðni í röddu þessa ástsæla listamanns sem fyrir löngu hefur sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar og myndi áreiðanlega plumma sig mjög vel sem umræðuleiðtogi.En hvernig skyldi draumakórinn hans Frikka Dórs vera, ef hann fengi tækifæri til að setja einn slíkan saman? „Ætli hann myndi ekki bara innihalda tengdamóður mína sem aðalsöngkonu og þá værum við bara í toppmálum. Hún mætti síðan velja sér bakraddir.“ Tengdó getur unað vel við það. Til að geta tekið þátt í keppninni þurfa kórarnir að vera með tíu eða fleiri meðlimi sem allir þurfa að vera 16 ára eða eldri. Kórarnir geta verið hvaðanæva af landinu og af öllu gerðum. Kosið verður um besta kórinn og eru það áhorfendur sem sjá um það í símakosningu. Þriggja manna dómnefnd verður að auki til staðar og verður hún að sjálfsögðu skipuð miklu fagfólki. Allir áhugasamir kórar geta sótt um að taka þátt á netfanginu korar@sagafilm.is. Kórar Íslands Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Sjá meira
Í haust mun þátturinn Kórar Íslands hefja göngu sína á Stöð 2. Í beinni útsendingu munu tuttugu kórar takast á um titilinn Kór Íslands 2017. Kynnir þáttarins verður söngvarinn ástsæli Friðrik Dór. „Undir niðri í mér kraumar kórmaður. Ég elska góða kóra. Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekkert verið í kórum sjálfur – pabbi var um stund í kór og tengdamamma mín hefur stundað kórastarf af miklum móð, þannig að ég fer einstaka sinnum á tónleika hjá henni og það er alltaf gaman að kíkja á það,“ segir Friðrik Dór Jónsson, en hann verður kynnir í þáttunum Kórar Íslands sem verða á dagskrá Stöðvar 2 í haust í samstarfi við Sagafilm og því vert að spyrja hann út í kórareynslu sína, sem hann viðurkennir að sé ekki mikil nema þá sem áhorfandi á tónleikum tengdamóðurinnar og svo þessi undir kraumandi kórmaður. Í þáttunum munu tuttugu kórar keppa í beinni útsendingu um titilinn Kór Íslands 2017 og hlýtur sigurvegarinn vegleg verðlaun. „Mér líst bara vel á þetta. Það er mjög spennandi að spreyta sig á þessu hlutverki. Þetta er í beinni útsendingu – ég hef náttúrulega ekkert gert sem er í beinni útsendingu. Maður þarf að vera vel undirbúinn.“„En ef það koma upp einhver hitamál í þjóðfélaginu þá getur maður nýtt beina útsendingu í það að tjá sig óvænt, að koma með bombur inn í umræðuna. Ég sé fyrir mér að ég geti nýtt mér þetta tækifæri til að verða einn af helstu umræðuleiðtogum þessa lands.“ „Það er það sem pródúserar elska, þegar maður fer út fyrir handritið, sérstaklega ef maður tjáir sig um mjög umdeild málefni. Það er það sem ég stefni á að gera mikið af. Ég er að bíða eftir góðum skandal til að tjá mig um,“ segir Frikki og það er ekki laust við að blaðamaður skynji örlitla kaldhæðni í röddu þessa ástsæla listamanns sem fyrir löngu hefur sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar og myndi áreiðanlega plumma sig mjög vel sem umræðuleiðtogi.En hvernig skyldi draumakórinn hans Frikka Dórs vera, ef hann fengi tækifæri til að setja einn slíkan saman? „Ætli hann myndi ekki bara innihalda tengdamóður mína sem aðalsöngkonu og þá værum við bara í toppmálum. Hún mætti síðan velja sér bakraddir.“ Tengdó getur unað vel við það. Til að geta tekið þátt í keppninni þurfa kórarnir að vera með tíu eða fleiri meðlimi sem allir þurfa að vera 16 ára eða eldri. Kórarnir geta verið hvaðanæva af landinu og af öllu gerðum. Kosið verður um besta kórinn og eru það áhorfendur sem sjá um það í símakosningu. Þriggja manna dómnefnd verður að auki til staðar og verður hún að sjálfsögðu skipuð miklu fagfólki. Allir áhugasamir kórar geta sótt um að taka þátt á netfanginu korar@sagafilm.is.
Kórar Íslands Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Fleiri fréttir „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Sjá meira