Kátt á Klambra er komin til að vera Guðný Hrönn skrifar 28. júlí 2017 13:00 Valdís Helga, Jóna Elísabet ogHildur Soffía eru konurnar á bak við Kátt á Klambra. vísir/eyþór Barnahátíðin Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra og fékk afar góðar móttökur. Leikurinn verður endurtekinn næsta sunnudag og nú með stærra sniði en áður. „Upphaflega kviknaði hugmyndin hjá Jónu Elísabet Ottesen. Hún var á Secret Solstice með rúmlega eins árs dóttur sína árið 2015. Það var sól og margt fjölskyldufólk á svæðinu og það skapaðist rosalega góð stemning. Jóna viðraði hugmyndina við mig um að gera barnahátíð og það sumar hófum við hugmyndavinnu fyrir hátíðina. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2016 við afar góðar undirtektir,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir sem heldur utan um Kátt á Klambra ásamt Jónu Elísabetu og Hildi Soffíu Vignisdóttur. Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra á Klambratúni og verður haldin í annað sinn næsta sunnudag. „Hátíðin er töluvert stærri í sniðum en við fengum til liðs við okkur hana Hildi Soffíu síðastliðinn vetur. Hún kemur sterk inn í markaðsmálin hjá okkur sem og aðra skipulagningu. Hún flutti heim frá Noregi síðastliðið haust þar sem hún heillaðist af norskri barnahátíð og vildi taka þá hugmynd heim sem féll svona vel að okkar hugsjón,“ útskýrir Valdís. Stærri dagskrá í árHátíðin verður stærri í sniðum í ár ef miðað er við seinasta ár. „Já, dagskráin okkar er viðameiri í ár og við erum með flytjendur á borð við Emmsjé Gauta, Hildi, Sirkus Íslands, Lalla töframann og mikið mikið fleira. Afþreying fyrir börnin er einnig fjölbreytt og skemmtileg en við bjóðum upp á hjólabrettakennslu, beatboxkennslu, föndur, ritlistarsmiðju, tattú, andlitsmálningu og fleira. Á staðnum verður líka flott aðstaða fyrir ungabörn þar sem hægt verður að skipta á þeim og gefa brjóst í næði.“ Valdís segir hátíðina hafa heppnast svo vel í fyrra að hún er orðin spennt fyrir að sjá hvernig til tekst á sunnudaginn.„Kátt á Klambra fékk mjög svo góðar viðtökur. Dagsetningin lendir á þeim tíma þar sem flest börn eru í sumarfríi og hafa foreldrar haft orð á því að það skorti frekari afþreyingu. Þannig að fólk er ánægt með þetta framlag. Afþreyingin er líka svo fjölbreytt og spennandi og vekur mikinn áhuga hjá unga fólkinu.“ Spurð út í hvort Kátt á Klambra sé komið til að vera segir Valdís: „Já, við komum til með að halda áfram og gera enn betur með hverju árinu,“ segir Valdís að lokum og bendir á að miðar inn á hátíðina fáist á tix.is. „Miðaverð er 1.200 krónur en fjölskyldupakki með miðum fyrir fjóra er á 4.000 krónur og öll afþreying er innifalin í miðanum.“ Föndur Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira
Barnahátíðin Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra og fékk afar góðar móttökur. Leikurinn verður endurtekinn næsta sunnudag og nú með stærra sniði en áður. „Upphaflega kviknaði hugmyndin hjá Jónu Elísabet Ottesen. Hún var á Secret Solstice með rúmlega eins árs dóttur sína árið 2015. Það var sól og margt fjölskyldufólk á svæðinu og það skapaðist rosalega góð stemning. Jóna viðraði hugmyndina við mig um að gera barnahátíð og það sumar hófum við hugmyndavinnu fyrir hátíðina. Hátíðin var haldin í fyrsta sinn sumarið 2016 við afar góðar undirtektir,“ segir Valdís Helga Þorgeirsdóttir sem heldur utan um Kátt á Klambra ásamt Jónu Elísabetu og Hildi Soffíu Vignisdóttur. Kátt á Klambra var haldin í fyrsta sinn í fyrra á Klambratúni og verður haldin í annað sinn næsta sunnudag. „Hátíðin er töluvert stærri í sniðum en við fengum til liðs við okkur hana Hildi Soffíu síðastliðinn vetur. Hún kemur sterk inn í markaðsmálin hjá okkur sem og aðra skipulagningu. Hún flutti heim frá Noregi síðastliðið haust þar sem hún heillaðist af norskri barnahátíð og vildi taka þá hugmynd heim sem féll svona vel að okkar hugsjón,“ útskýrir Valdís. Stærri dagskrá í árHátíðin verður stærri í sniðum í ár ef miðað er við seinasta ár. „Já, dagskráin okkar er viðameiri í ár og við erum með flytjendur á borð við Emmsjé Gauta, Hildi, Sirkus Íslands, Lalla töframann og mikið mikið fleira. Afþreying fyrir börnin er einnig fjölbreytt og skemmtileg en við bjóðum upp á hjólabrettakennslu, beatboxkennslu, föndur, ritlistarsmiðju, tattú, andlitsmálningu og fleira. Á staðnum verður líka flott aðstaða fyrir ungabörn þar sem hægt verður að skipta á þeim og gefa brjóst í næði.“ Valdís segir hátíðina hafa heppnast svo vel í fyrra að hún er orðin spennt fyrir að sjá hvernig til tekst á sunnudaginn.„Kátt á Klambra fékk mjög svo góðar viðtökur. Dagsetningin lendir á þeim tíma þar sem flest börn eru í sumarfríi og hafa foreldrar haft orð á því að það skorti frekari afþreyingu. Þannig að fólk er ánægt með þetta framlag. Afþreyingin er líka svo fjölbreytt og spennandi og vekur mikinn áhuga hjá unga fólkinu.“ Spurð út í hvort Kátt á Klambra sé komið til að vera segir Valdís: „Já, við komum til með að halda áfram og gera enn betur með hverju árinu,“ segir Valdís að lokum og bendir á að miðar inn á hátíðina fáist á tix.is. „Miðaverð er 1.200 krónur en fjölskyldupakki með miðum fyrir fjóra er á 4.000 krónur og öll afþreying er innifalin í miðanum.“
Föndur Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Sjá meira