Verkið Vopnafjörður verður frumflutt með vídeói og ljóði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2017 09:45 "Þetta hverfi var ekki til þegar ég flutti burt,“ segir Eva Mjöll stödd við hús í Norðlingaholti í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hún kveðst alltaf segja „heima“ þegar hún talar um Ísland þó hún hafi búið erlendis í áratugi. Eva Mjöll Ingólfsdóttir fór út í tónlistarnám um tvítugt, kom heim í eitt ár og kynntist þá manninum sínum, fylgdi honum út í nám og þau ílengdust. Hann heitir Kristinn Helgason og starfar hjá Sameinuðu þjóðunum. „Við Kristinn höfum ferðast mikið og lifað ævintýralegu lífi,“ segir hún og nefnir Kenía, Japan, Pakistan og Simbabve meðal fyrrverandi dvalarstaða. „Það eru auðvitað forréttindi að kynnast nýjum menningarheimum, tekur sinn tíma og er misauðvelt en verulega spennandi. Sums staðar var ekki mikið tónlistarlíf, til dæmis í Pakistan þar sem við vorum í þrjú ár. En í Japan hélt ég vel lukkaða tónleika og nú höfum við verið í New York í tíu ár, þar hef ég nóg fyrir stafni, hef spilað talsvert eftir ung tónskáld og líka verið að semja sjálf.“ Nú ætlar Eva Mjöll að leika í Iðnó í kvöld, bæði á klassíska fiðlu og rafmagnsfiðlu. Það eru síðustu Arctic Concerts tónleikarnir í sumar. Gömul sálmalög úr safni séra Bjarna Þorsteinssonar eru á dagskrá, verk byggð á íslenskum þjóðsögum og þjóðlögum og prelúdíur eftir Sjostakovitsj með Flemming Viðar Valmundarsyni á harmoniku. „Flemming Viðar hefur spilað með mér einu sinni áður og það kemur rosalega vel út,“ lýsir Eva Mjöll. „Verkin verða þjóðlegri áheyrnar og aðgengilegri með harmóníkunni en píanói.“ Eva Mjöll er yngsta dóttir Ingólfs Guðbrandssonar, ferðafrömuðar og kórstjóra, og meðal systkina hennar er tónlistarfólkið Þorgerður, Rut, Inga Rós, Unnur María og Árni Heimir. Hún ólst upp í Reykjavík og gekk í Hvassaleitisskóla og MH áður en hún stakk af til útlanda. En kemur hún oft heim?„Ég hef komið á hverju sumri í nokkur ár og unnið verkefni með tveimur öðrum íslenskum listakonum, Gunnbjörgu Óladóttur ljóðskáldi og Rakel Steinarsdóttur vídeólistakonu. Við höfum dvalið á ýmsum stöðum og í samvinnu búið til ljóð, vídeóverk og tónlist. Byrjuðum í Stykkishólmi, síðan vorum við á Djúpavogi og á Vopnafirði í fyrra og erum með verk frá öllum þessum stöðum. Þær Gunnbjörg og Rakel verða með mér í Iðnó í kvöld, ég spila verk sem heitir Bárðarbunga, annað heitir Djúpivogur og ég var að ljúka við tónlistina við Vopnafjörð, hún verður frumflutt í kvöld með vídeói og ljóði.“ Tónleikarnir í Iðnó hefjast klukkan 20.30 í kvöld. „Þetta er svona klukkutíma prógramm, mjög lifandi, mikið að gerast, og óvenjulegt, held ég,“ segir Eva Mjöll. Menning Mest lesið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hún kveðst alltaf segja „heima“ þegar hún talar um Ísland þó hún hafi búið erlendis í áratugi. Eva Mjöll Ingólfsdóttir fór út í tónlistarnám um tvítugt, kom heim í eitt ár og kynntist þá manninum sínum, fylgdi honum út í nám og þau ílengdust. Hann heitir Kristinn Helgason og starfar hjá Sameinuðu þjóðunum. „Við Kristinn höfum ferðast mikið og lifað ævintýralegu lífi,“ segir hún og nefnir Kenía, Japan, Pakistan og Simbabve meðal fyrrverandi dvalarstaða. „Það eru auðvitað forréttindi að kynnast nýjum menningarheimum, tekur sinn tíma og er misauðvelt en verulega spennandi. Sums staðar var ekki mikið tónlistarlíf, til dæmis í Pakistan þar sem við vorum í þrjú ár. En í Japan hélt ég vel lukkaða tónleika og nú höfum við verið í New York í tíu ár, þar hef ég nóg fyrir stafni, hef spilað talsvert eftir ung tónskáld og líka verið að semja sjálf.“ Nú ætlar Eva Mjöll að leika í Iðnó í kvöld, bæði á klassíska fiðlu og rafmagnsfiðlu. Það eru síðustu Arctic Concerts tónleikarnir í sumar. Gömul sálmalög úr safni séra Bjarna Þorsteinssonar eru á dagskrá, verk byggð á íslenskum þjóðsögum og þjóðlögum og prelúdíur eftir Sjostakovitsj með Flemming Viðar Valmundarsyni á harmoniku. „Flemming Viðar hefur spilað með mér einu sinni áður og það kemur rosalega vel út,“ lýsir Eva Mjöll. „Verkin verða þjóðlegri áheyrnar og aðgengilegri með harmóníkunni en píanói.“ Eva Mjöll er yngsta dóttir Ingólfs Guðbrandssonar, ferðafrömuðar og kórstjóra, og meðal systkina hennar er tónlistarfólkið Þorgerður, Rut, Inga Rós, Unnur María og Árni Heimir. Hún ólst upp í Reykjavík og gekk í Hvassaleitisskóla og MH áður en hún stakk af til útlanda. En kemur hún oft heim?„Ég hef komið á hverju sumri í nokkur ár og unnið verkefni með tveimur öðrum íslenskum listakonum, Gunnbjörgu Óladóttur ljóðskáldi og Rakel Steinarsdóttur vídeólistakonu. Við höfum dvalið á ýmsum stöðum og í samvinnu búið til ljóð, vídeóverk og tónlist. Byrjuðum í Stykkishólmi, síðan vorum við á Djúpavogi og á Vopnafirði í fyrra og erum með verk frá öllum þessum stöðum. Þær Gunnbjörg og Rakel verða með mér í Iðnó í kvöld, ég spila verk sem heitir Bárðarbunga, annað heitir Djúpivogur og ég var að ljúka við tónlistina við Vopnafjörð, hún verður frumflutt í kvöld með vídeói og ljóði.“ Tónleikarnir í Iðnó hefjast klukkan 20.30 í kvöld. „Þetta er svona klukkutíma prógramm, mjög lifandi, mikið að gerast, og óvenjulegt, held ég,“ segir Eva Mjöll.
Menning Mest lesið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira