Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júlí 2017 11:45 Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðasta mánuði. vísir Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana þann 7. júní síðastliðinn við heimili hans að Æsustöðum í Mosfellsdal. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur hefur verið á vefsíðu Hæstaréttar, segir að samkvæmt fyrirliggjandi krufningu verði andlát Arnars rakið til nokkurra samverkandi þátta „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Sveinn Gestur neitar sök í málinu. Auk hans eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur.Upptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. „Brotaþoli hafi hins vegar að ástæðulausu ráðist að sér, og þeim sem hafi komu með sér, vopnaður kústskafti og hafi skemmt bifreiðar. Fólkið hafi því keyrt í burtu frá brotaþola og lagt skammt frá honum, þangað sem brotaþoli hafi síðan komið hlaupandi í átt til þeirra með járnrör á lofti sem kærði og Y hafi séð sig knúna til að stöðva brotaþola með. Í framhaldi hafi brotaþola verið haldið í tökum þar til ljóst hafi verið að hann hefði misst meðvitund en þá hafi kærði hafið endurlífgun á brotaþola þar til lögreglan hafi komið á vettvang,“ segir í úrskurðinum. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. „Sé kærði meðal þeirra sem hringi í neyðarlínuna og óski eftir sjúkrabifreið að [...] vegna manns sem hafi verið keyrt á. Eftir samtalið við starfsmann neyðarlínuna megi heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggi fyrir snapchat upptökur úr síma kærða þar sem sjá megi brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Heyra megi á upptökunum að kærði og Y tali á niðrandi hátt til brotaþola og heyra megi Y segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Svein Gest Tryggvason í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní. 21. júlí 2017 14:24 Jón Trausti laus úr gæsluvarðhaldi Hæstiréttur féllst ekki á áframhaldandi gæslu. 27. júní 2017 16:05 Rannsókn lögreglu á manndrápi í Mosfellsdal lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní síðastliðnum. 19. júlí 2017 12:36 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana þann 7. júní síðastliðinn við heimili hans að Æsustöðum í Mosfellsdal. Í úrskurði héraðsdóms, sem birtur hefur verið á vefsíðu Hæstaréttar, segir að samkvæmt fyrirliggjandi krufningu verði andlát Arnars rakið til nokkurra samverkandi þátta „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Sveinn Gestur neitar sök í málinu. Auk hans eru fimm aðrir grunaðir um aðild að því; fjórir þeirra sátu í gæsluvarðhaldi í viku og einn sat í gæsluvarðhaldi í tæpar fjórar vikur.Upptökur af Snapchat og símtöl í neyðarlínuna á meðal gagna málsins Að því er fram kemur í úrskurði héraðsdóms lýsir Sveinn Gestur því að hann hafi komið að heimili Arnars til að sækja þangað garðverkfæri í sinni eigu. „Brotaþoli hafi hins vegar að ástæðulausu ráðist að sér, og þeim sem hafi komu með sér, vopnaður kústskafti og hafi skemmt bifreiðar. Fólkið hafi því keyrt í burtu frá brotaþola og lagt skammt frá honum, þangað sem brotaþoli hafi síðan komið hlaupandi í átt til þeirra með járnrör á lofti sem kærði og Y hafi séð sig knúna til að stöðva brotaþola með. Í framhaldi hafi brotaþola verið haldið í tökum þar til ljóst hafi verið að hann hefði misst meðvitund en þá hafi kærði hafið endurlífgun á brotaþola þar til lögreglan hafi komið á vettvang,“ segir í úrskurðinum. Á meðal gagna málsins eru nokkur símtöl í neyðalínuna þar sem tilkynnt er um átök og ástand brotaþola. „Sé kærði meðal þeirra sem hringi í neyðarlínuna og óski eftir sjúkrabifreið að [...] vegna manns sem hafi verið keyrt á. Eftir samtalið við starfsmann neyðarlínuna megi heyra hvar kærði leggi síðan símann frá sér og byrji að hreyta ókvæðisorðum í brotaþola. Þá liggi fyrir snapchat upptökur úr síma kærða þar sem sjá megi brotaþola liggja hreyfingarlausan, blóðugan og bláan í framan. Heyra megi á upptökunum að kærði og Y tali á niðrandi hátt til brotaþola og heyra megi Y segja að svona fari fyrir þeim sem ráðist að sér.“ Dóm Hæstaréttar má sjá í heild sinni hér.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Manndráp í Mosfellsdal: Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Svein Gest Tryggvason í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní. 21. júlí 2017 14:24 Jón Trausti laus úr gæsluvarðhaldi Hæstiréttur féllst ekki á áframhaldandi gæslu. 27. júní 2017 16:05 Rannsókn lögreglu á manndrápi í Mosfellsdal lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní síðastliðnum. 19. júlí 2017 12:36 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Manndráp í Mosfellsdal: Úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði Svein Gest Tryggvason í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en hann er grunaður um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní. 21. júlí 2017 14:24
Jón Trausti laus úr gæsluvarðhaldi Hæstiréttur féllst ekki á áframhaldandi gæslu. 27. júní 2017 16:05
Rannsókn lögreglu á manndrápi í Mosfellsdal lokið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sveini Gesti Tryggvasyni sem grunaður er um að hafa orðið Arnari Jónssyni Aspar að bana við heimili hans í Mosfellsdal í júní síðastliðnum. 19. júlí 2017 12:36