Miðaldamaturinn í Skálholti á ekkert skylt við þorramat Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2017 09:00 Það var ansi veglegt veisluborðið í miðaldakvöldverðinum í Skálholti á Jónsmessunni. atli rúnar halldórsson Næstkomandi fimmtudagskvöld, þann 27. júlí, verður sannkölluð höfðingjaveisla í Skálholtsskóla þegar boðið verður þar til miðaldakvöldverðar að hætti heilags Þorláks. Er þetta í annað sinn í sumar sem miðaldakvöldverður er haldinn í Skálholti en fyrri kvöldverðurinn var á Jónsmessunni. Kvöldverðurinn nú er haldinn vegna mikils áhuga á þeim fyrri þar sem færri komust að en vildu en aðeins 45 geta tekið þátt hverju sinni. Að sögn Halldórs Reynissonar, starfandi rektors Skálholtsskóla, hefur verið boðið upp á miðaldakvöldverð í Skálholt í bráðum 15 ár en í ár er í fyrsta skipti sem skráningin er opin öllum, ef svo má að orði komast, þar sem hingað hefur tíðkast að hópar panti saman í kvöldverðinn. Halldór segir að upphaflega hafi verið staðið að miðaldakvöldverðinum með það í huga að lyfta og vekja áhuga á menningu og sögu Skálholts.Halldór Reynisson, starfandi rektor Skálholtsskóla, fræðir hér gesti síðasta málsverðar um sögu og menningu staðarins.Axel Árnason NjarðvíkNota kokkabók frá miðöldum „Það hefur verið sótt í ýmsar heimildir, til dæmis handrit að kokkabók frá miðöldum sem hefur að einhverju leyti verið stuðst við, og svo heimildir úr fornleifum sem hafa fundist hér, til dæmis hvað hefur verið ræktað hér í Skálholti,“ segir Halldór. Eins og áður segir er kvöldverðurinn að hætti heilags Þorláks sem var biskup í Skálholti rétt fyrir 1200. „Þetta er bara máltíð og veisla að sið höfðingja í Evrópu á þessum tíma því menningin hérna var í sjálfu sér ekkert frábrugðin því sem gerðist þar og að svo miklu sem menn gátu fundið rétta hráefnið. Það má kannski taka það fram að þetta er ekki súrt slátur eða hákarl eða eitthvað slíkt og er ekkert í líkingu við þorramat en það eru sumir sem halda það,“ segir Halldór. Það sem einkennir miðaldamat er að reynt var að hafa hann ferskan og er til dæmis ferskt lambakjöt, ferskur silungur og svartfugl á boðstólnum í Skálholti nú. Þá var geirfuglinn gjarnan á borðum áður en hann dó út en hann var hluti af mataræði manna á þessum tíma.Boðið er upp á lamb, ferskan silung og svartfugl.atli rúnar halldórssonVel kryddaður matur með sætu rauðvíni „Annað sem einkennir þennan mat eru krydd sem almenningur á Íslandi og annars staðar í Evrópu hafði ekki aðgang að því kryddin voru svo dýr. Þetta eru til dæmis engifer, múskat, kardimomma og negull. Kryddin voru náttúrulega keypt dýru verði í Austurlöndum og svo dýrt að flytja þau til landsins. Maturinn var kryddaður vel til að yfirgnæfa þráa-og myglubragðið sem mátti eflaust finna líka því geymslurnar voru ekki eins og við þekkjum þær í dag,“ segir Halldór. Með matnum er svo boðað upp á það sem er kallað Hippókratesardrykkur. „Það er sem sagt rauðvín sem er framreitt eftir ákveðinni uppskrift. Þar er þessum kryddum bætt við og ekki síst hunangi því menn höfðu ekki alltaf aðgang að mjög sætum og góðum rauðvínum. Því var svona sætu bætt við til að fá fram sætt bragð. Svo brugguðu menn líka öl hér í Skálholti,“ segir Halldór.Málsverðurinn kostar 9.500 krónur og skrá sig þarf fyrir fram á netfanginu skalholt@skalholt.is. Byrjað verður með sögustund og staðarskoðun í kirkjunni klukkan 18 en kvöldverðurinn sjálfur hefst klukkan 19.Það er ekki bara reynt að fanga stemningu miðaldanna í gegnum heldur klæðast þeir sem þjóna til borðs búningum í anda þess tíma.axel árnason njarðvíkHér fyrir neðan má sjá uppskrift að höfðingjasósunni en annað sem einkennir miðaldamatinn eru sterkkryddaðar ídýfur eða þykkar sósur sem líkjast bandarískri „gravy.“Höfðingjasósa 5 grömm negulnaglar 5 grömm múskat 5 grömm kardimommur 5 grömm piparkorn 25 grömm kanill 200 grömm brauðrasp 1 dl edik Kryddin möluð, hituð eða soðin í ediki, þykkt með brauðraspi - má bæta örlitlu rauðvíni eða rjóma við. Sósan er bragðmikil enda dýfðu menn kjötinu ofan í. Hún notuð sem ídýfa enda engin hnífapör á þessum tíma - og fólk þurrkaði sér á borðdúknum... aðeins öðruvísi borðsiðir en nú. Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Næstkomandi fimmtudagskvöld, þann 27. júlí, verður sannkölluð höfðingjaveisla í Skálholtsskóla þegar boðið verður þar til miðaldakvöldverðar að hætti heilags Þorláks. Er þetta í annað sinn í sumar sem miðaldakvöldverður er haldinn í Skálholti en fyrri kvöldverðurinn var á Jónsmessunni. Kvöldverðurinn nú er haldinn vegna mikils áhuga á þeim fyrri þar sem færri komust að en vildu en aðeins 45 geta tekið þátt hverju sinni. Að sögn Halldórs Reynissonar, starfandi rektors Skálholtsskóla, hefur verið boðið upp á miðaldakvöldverð í Skálholt í bráðum 15 ár en í ár er í fyrsta skipti sem skráningin er opin öllum, ef svo má að orði komast, þar sem hingað hefur tíðkast að hópar panti saman í kvöldverðinn. Halldór segir að upphaflega hafi verið staðið að miðaldakvöldverðinum með það í huga að lyfta og vekja áhuga á menningu og sögu Skálholts.Halldór Reynisson, starfandi rektor Skálholtsskóla, fræðir hér gesti síðasta málsverðar um sögu og menningu staðarins.Axel Árnason NjarðvíkNota kokkabók frá miðöldum „Það hefur verið sótt í ýmsar heimildir, til dæmis handrit að kokkabók frá miðöldum sem hefur að einhverju leyti verið stuðst við, og svo heimildir úr fornleifum sem hafa fundist hér, til dæmis hvað hefur verið ræktað hér í Skálholti,“ segir Halldór. Eins og áður segir er kvöldverðurinn að hætti heilags Þorláks sem var biskup í Skálholti rétt fyrir 1200. „Þetta er bara máltíð og veisla að sið höfðingja í Evrópu á þessum tíma því menningin hérna var í sjálfu sér ekkert frábrugðin því sem gerðist þar og að svo miklu sem menn gátu fundið rétta hráefnið. Það má kannski taka það fram að þetta er ekki súrt slátur eða hákarl eða eitthvað slíkt og er ekkert í líkingu við þorramat en það eru sumir sem halda það,“ segir Halldór. Það sem einkennir miðaldamat er að reynt var að hafa hann ferskan og er til dæmis ferskt lambakjöt, ferskur silungur og svartfugl á boðstólnum í Skálholti nú. Þá var geirfuglinn gjarnan á borðum áður en hann dó út en hann var hluti af mataræði manna á þessum tíma.Boðið er upp á lamb, ferskan silung og svartfugl.atli rúnar halldórssonVel kryddaður matur með sætu rauðvíni „Annað sem einkennir þennan mat eru krydd sem almenningur á Íslandi og annars staðar í Evrópu hafði ekki aðgang að því kryddin voru svo dýr. Þetta eru til dæmis engifer, múskat, kardimomma og negull. Kryddin voru náttúrulega keypt dýru verði í Austurlöndum og svo dýrt að flytja þau til landsins. Maturinn var kryddaður vel til að yfirgnæfa þráa-og myglubragðið sem mátti eflaust finna líka því geymslurnar voru ekki eins og við þekkjum þær í dag,“ segir Halldór. Með matnum er svo boðað upp á það sem er kallað Hippókratesardrykkur. „Það er sem sagt rauðvín sem er framreitt eftir ákveðinni uppskrift. Þar er þessum kryddum bætt við og ekki síst hunangi því menn höfðu ekki alltaf aðgang að mjög sætum og góðum rauðvínum. Því var svona sætu bætt við til að fá fram sætt bragð. Svo brugguðu menn líka öl hér í Skálholti,“ segir Halldór.Málsverðurinn kostar 9.500 krónur og skrá sig þarf fyrir fram á netfanginu skalholt@skalholt.is. Byrjað verður með sögustund og staðarskoðun í kirkjunni klukkan 18 en kvöldverðurinn sjálfur hefst klukkan 19.Það er ekki bara reynt að fanga stemningu miðaldanna í gegnum heldur klæðast þeir sem þjóna til borðs búningum í anda þess tíma.axel árnason njarðvíkHér fyrir neðan má sjá uppskrift að höfðingjasósunni en annað sem einkennir miðaldamatinn eru sterkkryddaðar ídýfur eða þykkar sósur sem líkjast bandarískri „gravy.“Höfðingjasósa 5 grömm negulnaglar 5 grömm múskat 5 grömm kardimommur 5 grömm piparkorn 25 grömm kanill 200 grömm brauðrasp 1 dl edik Kryddin möluð, hituð eða soðin í ediki, þykkt með brauðraspi - má bæta örlitlu rauðvíni eða rjóma við. Sósan er bragðmikil enda dýfðu menn kjötinu ofan í. Hún notuð sem ídýfa enda engin hnífapör á þessum tíma - og fólk þurrkaði sér á borðdúknum... aðeins öðruvísi borðsiðir en nú.
Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira