Leikarinn sem glæddi Godzillu lífi er látinn Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 8. ágúst 2017 21:55 Haruo Nakajima ásamt minni útgáfu af Godzillu. Vísir/Getty Godzillu þekkja flestir enda goðsagnakennd kvikmyndapersóna sem hefur haldið fólki spenntu fyrir framan skjáinn síðan árið 1954. Japanski leikarinn Haruo Nakajima átti leiksigur í þeim kvikmyndum en hann lék risaeðluna ofvöxnu til árins 1974. Hann er nú látinn 88 ára að aldri af völdum lungnabólgu. Dansk Radio greinir frá. Nakajima klæddist búningi sem var yfir hundrað kíló og glæddi risaeðluna lífi. Sjálfur sagði Nakajima að það hefði verð ansi heitt inn í búningnum eða um 60 gráður. Það má því teljast afrek að Nakajima hafi tekist að leika risaeðluna í öll þessi ár. Risaeðlan kom, eins og áður sagði, fyrst fram á sjónarsviðið árið 1954 og átti að tákna þá hættu sem heiminum stafaði af kjarnorkuvopnum. Risaeðlan átti að hafa orðið til fyrir tilstilli kjarnorkusprengju sem sprakk í Kyrrahafinu. Godzilla vitnaði því í atburði áranna áður þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku eyjarnar Hiroshima og Nagasaki. Nakajima lék einnig í kvikmyndinni Seven Samurai. Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Godzillu þekkja flestir enda goðsagnakennd kvikmyndapersóna sem hefur haldið fólki spenntu fyrir framan skjáinn síðan árið 1954. Japanski leikarinn Haruo Nakajima átti leiksigur í þeim kvikmyndum en hann lék risaeðluna ofvöxnu til árins 1974. Hann er nú látinn 88 ára að aldri af völdum lungnabólgu. Dansk Radio greinir frá. Nakajima klæddist búningi sem var yfir hundrað kíló og glæddi risaeðluna lífi. Sjálfur sagði Nakajima að það hefði verð ansi heitt inn í búningnum eða um 60 gráður. Það má því teljast afrek að Nakajima hafi tekist að leika risaeðluna í öll þessi ár. Risaeðlan kom, eins og áður sagði, fyrst fram á sjónarsviðið árið 1954 og átti að tákna þá hættu sem heiminum stafaði af kjarnorkuvopnum. Risaeðlan átti að hafa orðið til fyrir tilstilli kjarnorkusprengju sem sprakk í Kyrrahafinu. Godzilla vitnaði því í atburði áranna áður þegar Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku eyjarnar Hiroshima og Nagasaki. Nakajima lék einnig í kvikmyndinni Seven Samurai.
Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira