Neymar eða 55 þúsund Costco-fílar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. ágúst 2017 21:00 Koma Neymar til franska liðsins Paris Saint Germain var staðfest í gær en Brasilíumaðurinn er nú lang dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Neymar kostaði franska félagið um 200 milljónir punda, eða 27 og hálfan milljarð íslenskra króna. stjórn Parísar-liðsins ákvað að einfaldlega að nýta sér klásúlu í samningi Neymar við Barcelona sem skildaði Barcelona til þess að samþykkja tilboðið. Hann skrifaði undir risa samning, er með 106 milljónir króna á viku, eða 424 milljónir á mánuði. Hann er meira en tvöfalt dýrari en Paul Pogba, sem var fyrir gærdaginn, dýrasti knattspyrnumaður heims. Gareth Bale er í þriðja sæti, rétt ódýrari en Pogba og þar á eftir liðsfélagi hans Cristiano Ronaldo sem skipti um lið árið 2009 og var þá lang dýrastur í sögunni. Upphæðin hefur vakið mikla athygli, enda úr öllum takti við fyrri met af þessu tagi. Fyrir peninginn sem Neymar kostaði hefði stjórn París Saint Germain getað keypt 55 þúsund Costco-fíla. Fyrir upphæðina sem Neymar kostaði hefði verið hægt að kaupa 56 náttborð í Ikea fyrir hvern einasta Íslending. Og stjórn Paris Saint Germain hefði getað bókað Íslandsvinina til þess að spila í einkapartíi, á hverjum degi í heilt ár, miðað við verðskrá sem birtist í fjölmiðlum erlendis. Og launin, þau geta keypt ýmislegt. Ef við gefum okkur að sextán þúsund manns verði á Þjóðhátíð í Eyjum og að Neymar hafi sýnt fyrirhyggju og keypt miðana í forsölu – þá hefði hann verið tæpa átján daga að þéna nóg til að kaupa miða handa öllum viðstöddum. Neymar fær nefnilega rúmar 15 milljónir á dag, tæplega 631 þúsund krónur á hvern klukkutíma og meira en 10 þúsund 515 krónur á hverja mínútu sólarhringsins. Og fyrir að horfa á fréttina sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan hefði Neymar þénað 17525 krónur. Íslenski boltinn Tengdar fréttir PSG staðfestir kaupin á Neymar Neymar er formlega genginn í raðir PSG í Frakklandi fyrir 222 milljónir evra. 3. ágúst 2017 20:27 Stuðningsmenn PSG fjölmenntu og tóku vel á móti Neymar | Myndir Neymar var í dag kynntur sem nýr leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain og hélt um leið sin fyrsta blaðamannafund og fór í sína fyrstu myndatöku í búningi PSG. 4. ágúst 2017 15:30 Neymar: Ég þurfti nýja áskorun Brasilíumaðurinn Neymar hefur útskýrt þá ákvörðun sína að yfirgefa Barcelona og semja við franska félagið Paris Saint Germain. 4. ágúst 2017 09:00 Búið að borga fyrir Neymar Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að búið sé að borga riftunarverð í samningi Neymars sem hljóðar upp á litlar 200 milljónir punda. 3. ágúst 2017 17:29 Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. 3. ágúst 2017 08:30 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Sjá meira
Koma Neymar til franska liðsins Paris Saint Germain var staðfest í gær en Brasilíumaðurinn er nú lang dýrasti knattspyrnumaður sögunnar. Neymar kostaði franska félagið um 200 milljónir punda, eða 27 og hálfan milljarð íslenskra króna. stjórn Parísar-liðsins ákvað að einfaldlega að nýta sér klásúlu í samningi Neymar við Barcelona sem skildaði Barcelona til þess að samþykkja tilboðið. Hann skrifaði undir risa samning, er með 106 milljónir króna á viku, eða 424 milljónir á mánuði. Hann er meira en tvöfalt dýrari en Paul Pogba, sem var fyrir gærdaginn, dýrasti knattspyrnumaður heims. Gareth Bale er í þriðja sæti, rétt ódýrari en Pogba og þar á eftir liðsfélagi hans Cristiano Ronaldo sem skipti um lið árið 2009 og var þá lang dýrastur í sögunni. Upphæðin hefur vakið mikla athygli, enda úr öllum takti við fyrri met af þessu tagi. Fyrir peninginn sem Neymar kostaði hefði stjórn París Saint Germain getað keypt 55 þúsund Costco-fíla. Fyrir upphæðina sem Neymar kostaði hefði verið hægt að kaupa 56 náttborð í Ikea fyrir hvern einasta Íslending. Og stjórn Paris Saint Germain hefði getað bókað Íslandsvinina til þess að spila í einkapartíi, á hverjum degi í heilt ár, miðað við verðskrá sem birtist í fjölmiðlum erlendis. Og launin, þau geta keypt ýmislegt. Ef við gefum okkur að sextán þúsund manns verði á Þjóðhátíð í Eyjum og að Neymar hafi sýnt fyrirhyggju og keypt miðana í forsölu – þá hefði hann verið tæpa átján daga að þéna nóg til að kaupa miða handa öllum viðstöddum. Neymar fær nefnilega rúmar 15 milljónir á dag, tæplega 631 þúsund krónur á hvern klukkutíma og meira en 10 þúsund 515 krónur á hverja mínútu sólarhringsins. Og fyrir að horfa á fréttina sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan hefði Neymar þénað 17525 krónur.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir PSG staðfestir kaupin á Neymar Neymar er formlega genginn í raðir PSG í Frakklandi fyrir 222 milljónir evra. 3. ágúst 2017 20:27 Stuðningsmenn PSG fjölmenntu og tóku vel á móti Neymar | Myndir Neymar var í dag kynntur sem nýr leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain og hélt um leið sin fyrsta blaðamannafund og fór í sína fyrstu myndatöku í búningi PSG. 4. ágúst 2017 15:30 Neymar: Ég þurfti nýja áskorun Brasilíumaðurinn Neymar hefur útskýrt þá ákvörðun sína að yfirgefa Barcelona og semja við franska félagið Paris Saint Germain. 4. ágúst 2017 09:00 Búið að borga fyrir Neymar Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að búið sé að borga riftunarverð í samningi Neymars sem hljóðar upp á litlar 200 milljónir punda. 3. ágúst 2017 17:29 Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. 3. ágúst 2017 08:30 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Sjá meira
PSG staðfestir kaupin á Neymar Neymar er formlega genginn í raðir PSG í Frakklandi fyrir 222 milljónir evra. 3. ágúst 2017 20:27
Stuðningsmenn PSG fjölmenntu og tóku vel á móti Neymar | Myndir Neymar var í dag kynntur sem nýr leikmaður franska liðsins Paris Saint Germain og hélt um leið sin fyrsta blaðamannafund og fór í sína fyrstu myndatöku í búningi PSG. 4. ágúst 2017 15:30
Neymar: Ég þurfti nýja áskorun Brasilíumaðurinn Neymar hefur útskýrt þá ákvörðun sína að yfirgefa Barcelona og semja við franska félagið Paris Saint Germain. 4. ágúst 2017 09:00
Búið að borga fyrir Neymar Barcelona hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að búið sé að borga riftunarverð í samningi Neymars sem hljóðar upp á litlar 200 milljónir punda. 3. ágúst 2017 17:29
Neymar fær 5,5 milljarða í árslaun hjá PSG Það verður svo sannarlega kostnaðarsamt fyrir franska félagið Paris Saint-Germain að fá til sín Brasilíumanninn Neymar frá Barcelona. 3. ágúst 2017 08:30