Erla Bolladóttir: „Innst inni vissi ég að þetta gerðist ekki“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. ágúst 2017 19:15 Erla Bolladóttir segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg. Vísir Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist hafa beðið Sævar Ciesielski afsökunar á sínum hlut í máli hans áður en hann lést. Þetta kemur fram í viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Erlu. Viðtalið er tilkomið vegna heimildarmyndarinnar Out Of Thin Air sem sýnd verður í Bretlandi mánudaginn 14. ágúst. „Innst inni vissi ég að þetta gerðist ekki. En á þeim tíma var ég einhvern veginn ekki alveg viss,“ segir Erla um martröð sem hana dreymdi kvöldið sem Guðmundur Einarsson hvarf árið 1974. Þar dreymdi hana að menn stæðu fyrir utan gluggann sinn og væru að hvíslast á. Minningar Erlu af draumnum gegndu síðar lykilhlutverki þegar hún, Sævar Ciesielski sem þá var unnusti hennar, og fjórir aðrir voru dæmdir í fangelsi fyrir morðin á Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni.Sævar Ciesielski við meðferð málsins fyrir Hæstarétti Íslands árið 1980.Mynd/Ljósmyndasafn ReykjavíkurSættist við Sævar Þegar Sævar og Erla voru handtekin og hneppt í gæsluvarðhald áttu þau saman kornunga dóttur. Erla segist hafa náð að sættast við Sævar áður en hann lést árið 2011. „Í langan tíma, sama hversu drukkinn hann var, hann kom oft heim til mín og ég gat ekki boðið honum inn því ég átti fjölskyldu þar. Svo við gerðum samning. Hann hringdi bjöllunni og ég fór niður í hjólageymslu. Þar gátum við verði alveg í friði. Við sátum á gólfinu og spjölluðum klukkustundum saman,“ segir Erla. Hún segir að það hafi verið í þessum samtölum þeirra að hún sannfærðist um sakleysi Sævars.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Endurupptökunefnd ákvað í febrúar á þessu ári að mál fimm sakborninganna af sex muni fara aftur fyrir dómstóla. Mál allra nema Erlu Bolladóttur. Heimildarmyndin Out of Thin Air kemur út á streymisveitunni Netflix í september. Stiklu fyrir myndina má sjá hér fyrir neðan. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín“ Baltasar Kormákur ræðir leikna seríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en hann segir að tökur þáttanna geti orðið ansi forvitnilegar fyrir Reykvíkinga. 4. maí 2017 15:30 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Sjá meira
Erla Bolladóttir, sem var ein sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segist hafa beðið Sævar Ciesielski afsökunar á sínum hlut í máli hans áður en hann lést. Þetta kemur fram í viðtali breska dagblaðsins The Guardian við Erlu. Viðtalið er tilkomið vegna heimildarmyndarinnar Out Of Thin Air sem sýnd verður í Bretlandi mánudaginn 14. ágúst. „Innst inni vissi ég að þetta gerðist ekki. En á þeim tíma var ég einhvern veginn ekki alveg viss,“ segir Erla um martröð sem hana dreymdi kvöldið sem Guðmundur Einarsson hvarf árið 1974. Þar dreymdi hana að menn stæðu fyrir utan gluggann sinn og væru að hvíslast á. Minningar Erlu af draumnum gegndu síðar lykilhlutverki þegar hún, Sævar Ciesielski sem þá var unnusti hennar, og fjórir aðrir voru dæmdir í fangelsi fyrir morðin á Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni.Sævar Ciesielski við meðferð málsins fyrir Hæstarétti Íslands árið 1980.Mynd/Ljósmyndasafn ReykjavíkurSættist við Sævar Þegar Sævar og Erla voru handtekin og hneppt í gæsluvarðhald áttu þau saman kornunga dóttur. Erla segist hafa náð að sættast við Sævar áður en hann lést árið 2011. „Í langan tíma, sama hversu drukkinn hann var, hann kom oft heim til mín og ég gat ekki boðið honum inn því ég átti fjölskyldu þar. Svo við gerðum samning. Hann hringdi bjöllunni og ég fór niður í hjólageymslu. Þar gátum við verði alveg í friði. Við sátum á gólfinu og spjölluðum klukkustundum saman,“ segir Erla. Hún segir að það hafi verið í þessum samtölum þeirra að hún sannfærðist um sakleysi Sævars.Hurfu sporlaust Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27.janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22.30 í nóvember sama ár. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra var hópur ungmenna fundinn sekur um að hafa myrt Guðmund og Geirfinn og hlutu þau öll þunga dóma. Endurupptökunefnd ákvað í febrúar á þessu ári að mál fimm sakborninganna af sex muni fara aftur fyrir dómstóla. Mál allra nema Erlu Bolladóttur. Heimildarmyndin Out of Thin Air kemur út á streymisveitunni Netflix í september. Stiklu fyrir myndina má sjá hér fyrir neðan.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir „Saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín“ Baltasar Kormákur ræðir leikna seríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en hann segir að tökur þáttanna geti orðið ansi forvitnilegar fyrir Reykvíkinga. 4. maí 2017 15:30 Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24 Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Sjá meira
„Saga þar sem kerfið getur ekki viðurkennt mistök sín“ Baltasar Kormákur ræðir leikna seríu um Guðmundar- og Geirfinnsmálið en hann segir að tökur þáttanna geti orðið ansi forvitnilegar fyrir Reykvíkinga. 4. maí 2017 15:30
Sonur Sævars Ciesielski: „Pabbi, loksins er komið að því!“ Hafþór Sævarsson, sonur Sævar Ciesielski, skrifar um mál föður síns á Facebook í kjölfar úrskurðar endurupptökunefndar 24. febrúar 2017 14:24
Niðurstaðan í máli Erlu ekki í takt við það sem Ragnar átti von á "Málið er allt svo samofið að það er algjörlega vonlaust að draga einn slíkan þátt út úr.“ 24. febrúar 2017 14:40
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03