Ég fékk bókstaflega gæsahúð um mig alla Magnús Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2017 12:00 Imelda Staunton í hlutverki sínu í Who's Afraid of Virginia Woolf. Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til þess að sjá einhverja snjöllustu leikkonu samtímans takast á við eitt magnaðasta kvenhlutverk leikbókmennta síðustu aldar. En með beinum útsendingum frá The National Theater í London yfir í Bíó Paradís við Hverfisgötu er það hins vegar raunin. Í kvöld og annað kvöld, sem og um næstu helgi, verða beinar útsendingar í Bíói Paradís frá magnaðri uppfærslu breska þjóðleikhússins á Who‘s Afraid of Virginia Woolf? eftir leikskáldið Edward Albee. Ása Baldursdóttir hjá Bíói Paradís segir að þau séu komin í formlegt samstarf við breska þjóðleikhúsið um samstarf um aðgang að beinum útsendingum frá leikhúsinu. „Þetta er rosalega skemmtilegt að vera komin með þetta frábæra leikhús í bíó hérna heima á Íslandi og sýningin er algjörlega frábær. Imelda Staunton sem er þarna í aðalhlutverki hefur fengið frábæra dóma, þetta þykir vera mikill leiksigur. Staunton hefur vissulega leikið í fjölmörgum uppfærslum hjá þessu húsi og í fjölda kvik- og sjónvarpsmynda en það er gaman að því að yngra fólkið þekkir hana úr Harry Potter en aðrir kannski úr öðru eins og Vera Drake og fleiru. Þetta er alvöru stjarna.Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri hjá Bíó Paradís. Visir/ErnirÞað eru líka fleiri fínir leikarar þarna eins og til dæmis Conleth Hill sem margir þekkja úr Game of Thrones og svo eru hlutverk ungu hjónanna í höndum Luke Treadaway og Imogen Poots en þau eru bæði rísandi stjörnur í bresku leikhúsi og kvikmyndum.“ Ása segir að hún hafi fengið að sjá smá prufu af útsendingunni í vikunni. „Ég fékk bókstaflega gæsahúð um mig alla – þetta er algjörlega frábær sýning og einstök reynsla að sjá þessa leikara brillera í þessum hlutverkum. Ég þekki þetta verk algjörlega en frammistaða Imeldu Staunton þarna á sviðinu er með slíkum ólíkindum að það gleymist allt og manni finnst maður aldrei hafa séð þetta áður. Það er því einstakt tækifæri falið í því fyrir íslenska leikhús-, kvikmyndaáhugamenn og konur að koma í Bíó Paradís í kvöld eða annað kvöld klukkan átta. Þeir sem eru ekki í bænum þurfa heldur ekki að örvænta því við endurtökum leikinn næstu helgi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Menning Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til þess að sjá einhverja snjöllustu leikkonu samtímans takast á við eitt magnaðasta kvenhlutverk leikbókmennta síðustu aldar. En með beinum útsendingum frá The National Theater í London yfir í Bíó Paradís við Hverfisgötu er það hins vegar raunin. Í kvöld og annað kvöld, sem og um næstu helgi, verða beinar útsendingar í Bíói Paradís frá magnaðri uppfærslu breska þjóðleikhússins á Who‘s Afraid of Virginia Woolf? eftir leikskáldið Edward Albee. Ása Baldursdóttir hjá Bíói Paradís segir að þau séu komin í formlegt samstarf við breska þjóðleikhúsið um samstarf um aðgang að beinum útsendingum frá leikhúsinu. „Þetta er rosalega skemmtilegt að vera komin með þetta frábæra leikhús í bíó hérna heima á Íslandi og sýningin er algjörlega frábær. Imelda Staunton sem er þarna í aðalhlutverki hefur fengið frábæra dóma, þetta þykir vera mikill leiksigur. Staunton hefur vissulega leikið í fjölmörgum uppfærslum hjá þessu húsi og í fjölda kvik- og sjónvarpsmynda en það er gaman að því að yngra fólkið þekkir hana úr Harry Potter en aðrir kannski úr öðru eins og Vera Drake og fleiru. Þetta er alvöru stjarna.Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri hjá Bíó Paradís. Visir/ErnirÞað eru líka fleiri fínir leikarar þarna eins og til dæmis Conleth Hill sem margir þekkja úr Game of Thrones og svo eru hlutverk ungu hjónanna í höndum Luke Treadaway og Imogen Poots en þau eru bæði rísandi stjörnur í bresku leikhúsi og kvikmyndum.“ Ása segir að hún hafi fengið að sjá smá prufu af útsendingunni í vikunni. „Ég fékk bókstaflega gæsahúð um mig alla – þetta er algjörlega frábær sýning og einstök reynsla að sjá þessa leikara brillera í þessum hlutverkum. Ég þekki þetta verk algjörlega en frammistaða Imeldu Staunton þarna á sviðinu er með slíkum ólíkindum að það gleymist allt og manni finnst maður aldrei hafa séð þetta áður. Það er því einstakt tækifæri falið í því fyrir íslenska leikhús-, kvikmyndaáhugamenn og konur að koma í Bíó Paradís í kvöld eða annað kvöld klukkan átta. Þeir sem eru ekki í bænum þurfa heldur ekki að örvænta því við endurtökum leikinn næstu helgi.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Menning Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira