Lagrænn, lýrískur og með sterka frásagnareiginleika Magnús Guðmundsson skrifar 5. ágúst 2017 13:00 Sunna að kíkja á djassinn í Lucky Records, þaðan sem djassgangan fer á miðvikudaginn. Visir/Laufey Þetta sprakk út þegar aðsetrið varð alfarið í Hörpu en það var síðasta árið sem Pétur Grétarsson sá um hátíðina,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir, sem ásamt Leifi Gunnarssyni sér um Jazzhátíð Reykjavíkur sem hefst á miðvikudaginn í næstu viku og stendur fram til sunnudags, en þetta er í þriðja skiptið sem þau eru saman með þetta skemmtilega verkefni. „Þessi breyting sem Pétur stóð fyrir vakti mikla lukku, ekki síst vegna þess að það skapast svo skemmtileg stemning þegar allir viðburðirnir eru á sama stað, því þá er fólk að mætast og spjalla um allt það skemmtilega sem það er að upplifa á hátíðinni.“ Sunna segir að fjörið byrji á miðvikudaginn með hinni gríðarlega vinsælu og skemmtilegu djassgöngu. „Við höfum reyndar þurft að flytja gönguna inn síðustu tvö ár vegna slæmrar veðurspár en núna erum við búin að senda veðurguðunum gott súkkulaði og vonum að það dugi til þess að við getum því verið úti. Gangan fer af stað klukkan fimm frá Lucky Records með Samúel Jón Samúelsson í broddi fylkingar niður Laugaveginn, beygir svo við Ingólfsstræti og fer yfir Arnarhólinn niður að Hörpu. Annars er aldrei að vita með þessa djassista í hvaða átt þeir fara og það er það sem er svo skemmtilegt við þetta,“ segir Sunna létt í bragði og bætir við að það sé meðbyr með djassi á Íslandi og gróskan mikil. „Það er líka mikill áhugi erlendis frá á íslenskum djassi og við Leifur finnum líka fyrir miklum áhuga erlendra gesta á því að koma og spila á Jazzhátíð Reykjavíkur.“ Sunna bendir á að það sé líka talsvert um samstarfsverkefni íslenskra og erlendra djasstónlistarmanna. „Það er mjög skemmtilegt, skapar fleiri tækifæri fyrir alla og býr til meiri breidd í tónlistina. Hátíðin hefur lengi verið vettvangur alþjóðlegra samstarfsverkefna og í ár eru á meðal samstarfsaðila íslenskra listamanna tónlistarmenn frá Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Sviss, Bandaríkjunum, Túnis, Kosovó og Ísrael. Þar má nefna Ara Braga Kárason með alþjóðlega kvartettinn sinn Melismetiq, Sölvi Kolbeinsson mætir með ferska spilara frá Berlín, Sigurður Flosason teflir fram einu albesta píanótríói Svía, Sigmar Þór Matthíasson býður til sín spilurum frá Túnis og Kosovó og Björn Thoroddsen fær til sín sænska rafbassaleikarann Mikael Berglund. Þannig að innan þessa samstarfshluta er mjög margt spennandi að gerast.“ Sunna segir að það sé eitt af því skemmtilegasta við djassinn hvernig tónlistarmennirnir í svona verkefnum koma með sitt að borðinu en hvað er þá íslenskt í þessu samhengi? „Almennt séð erum við með mjög lagrænan djass, mikla lýrik undirliggjandi og síðast en ekki síst sterka frásagnareiginleika í tónlistinni. Ég held að þetta megi rekja til allrar okkar sterku sagnahefðar og hvað það er mikið sungið í leikskólum og skólum. Enda les maður oft í dómum um íslenskan og norrænan djass að þetta séu sterk einkenni; þessi laglína, ákveðin melankólía og svo söguþráður.“Fred Hersch mætir með sitt margrómaða tríó á Jazzhátíð Reykjavíkur.Sunna segir að ein allra skærasta stjarna hátíðarinnar í ár sé bandaríski píanistinn Fred Hersch ásamt tríó sínu skipuðu John Hebert á kontrabassa og Eric McPherson á trommur. „Þeir verða í Norðurljósasal á laugardagskvöldið og Hersch er risastjarna, ég held að ég muni rétt að hann hafi fengið tíu Grammy verðlaun á sínum ferli. Hersch er einn af þeim tónlistarmönnum sem hafa alltaf verið að kanna landamæri djassins en eru samt alltaf með rætur mjög djúpt í hefðinni og hann spilar mikið af standördum með sínu dásamlega tríói.Þetta verða tónleikar sem enginn má missa ef en að auki þá verður Hersch í listamannaspjalli á laugardeginum þar sem hann talar meðal annars um reynslu sína af því að vera samkynhneigður og HIV-smitaður tónlistarmaður. Það má benda á að það kostar ekkert inn á listamannaspjallið sem verður mjög forvitnilegt.“ Sunna segir að vissulega sé margt fleira spennandi sem mætti segja frá sem er á dagskrá hátíðarinnar en vill að lokum benda á að fyrir áhugasama er hagkvæmast að tryggja sér hátíðarpassa. „Þá getur maður séð og heyrt allt sem þar fer fram auk þess sem það tryggir sæti á besta stað í Eldborg á laugardeginum en þar verða númeruð sæti. Svo er líka hægt að fá dagpassa sem gildir í einn dag í senn og að auki eru líka ókeypis viðburðir sem fólk getur kynnt sér nánar á heimasíðunni okkar,“ segir Sunna að lokum og bætir við að tilhlökkunin sé orðin mikil svo ekki sé meira sagt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst. Menning Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Þetta sprakk út þegar aðsetrið varð alfarið í Hörpu en það var síðasta árið sem Pétur Grétarsson sá um hátíðina,“ segir Sunna Gunnlaugsdóttir, sem ásamt Leifi Gunnarssyni sér um Jazzhátíð Reykjavíkur sem hefst á miðvikudaginn í næstu viku og stendur fram til sunnudags, en þetta er í þriðja skiptið sem þau eru saman með þetta skemmtilega verkefni. „Þessi breyting sem Pétur stóð fyrir vakti mikla lukku, ekki síst vegna þess að það skapast svo skemmtileg stemning þegar allir viðburðirnir eru á sama stað, því þá er fólk að mætast og spjalla um allt það skemmtilega sem það er að upplifa á hátíðinni.“ Sunna segir að fjörið byrji á miðvikudaginn með hinni gríðarlega vinsælu og skemmtilegu djassgöngu. „Við höfum reyndar þurft að flytja gönguna inn síðustu tvö ár vegna slæmrar veðurspár en núna erum við búin að senda veðurguðunum gott súkkulaði og vonum að það dugi til þess að við getum því verið úti. Gangan fer af stað klukkan fimm frá Lucky Records með Samúel Jón Samúelsson í broddi fylkingar niður Laugaveginn, beygir svo við Ingólfsstræti og fer yfir Arnarhólinn niður að Hörpu. Annars er aldrei að vita með þessa djassista í hvaða átt þeir fara og það er það sem er svo skemmtilegt við þetta,“ segir Sunna létt í bragði og bætir við að það sé meðbyr með djassi á Íslandi og gróskan mikil. „Það er líka mikill áhugi erlendis frá á íslenskum djassi og við Leifur finnum líka fyrir miklum áhuga erlendra gesta á því að koma og spila á Jazzhátíð Reykjavíkur.“ Sunna bendir á að það sé líka talsvert um samstarfsverkefni íslenskra og erlendra djasstónlistarmanna. „Það er mjög skemmtilegt, skapar fleiri tækifæri fyrir alla og býr til meiri breidd í tónlistina. Hátíðin hefur lengi verið vettvangur alþjóðlegra samstarfsverkefna og í ár eru á meðal samstarfsaðila íslenskra listamanna tónlistarmenn frá Þýskalandi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Sviss, Bandaríkjunum, Túnis, Kosovó og Ísrael. Þar má nefna Ara Braga Kárason með alþjóðlega kvartettinn sinn Melismetiq, Sölvi Kolbeinsson mætir með ferska spilara frá Berlín, Sigurður Flosason teflir fram einu albesta píanótríói Svía, Sigmar Þór Matthíasson býður til sín spilurum frá Túnis og Kosovó og Björn Thoroddsen fær til sín sænska rafbassaleikarann Mikael Berglund. Þannig að innan þessa samstarfshluta er mjög margt spennandi að gerast.“ Sunna segir að það sé eitt af því skemmtilegasta við djassinn hvernig tónlistarmennirnir í svona verkefnum koma með sitt að borðinu en hvað er þá íslenskt í þessu samhengi? „Almennt séð erum við með mjög lagrænan djass, mikla lýrik undirliggjandi og síðast en ekki síst sterka frásagnareiginleika í tónlistinni. Ég held að þetta megi rekja til allrar okkar sterku sagnahefðar og hvað það er mikið sungið í leikskólum og skólum. Enda les maður oft í dómum um íslenskan og norrænan djass að þetta séu sterk einkenni; þessi laglína, ákveðin melankólía og svo söguþráður.“Fred Hersch mætir með sitt margrómaða tríó á Jazzhátíð Reykjavíkur.Sunna segir að ein allra skærasta stjarna hátíðarinnar í ár sé bandaríski píanistinn Fred Hersch ásamt tríó sínu skipuðu John Hebert á kontrabassa og Eric McPherson á trommur. „Þeir verða í Norðurljósasal á laugardagskvöldið og Hersch er risastjarna, ég held að ég muni rétt að hann hafi fengið tíu Grammy verðlaun á sínum ferli. Hersch er einn af þeim tónlistarmönnum sem hafa alltaf verið að kanna landamæri djassins en eru samt alltaf með rætur mjög djúpt í hefðinni og hann spilar mikið af standördum með sínu dásamlega tríói.Þetta verða tónleikar sem enginn má missa ef en að auki þá verður Hersch í listamannaspjalli á laugardeginum þar sem hann talar meðal annars um reynslu sína af því að vera samkynhneigður og HIV-smitaður tónlistarmaður. Það má benda á að það kostar ekkert inn á listamannaspjallið sem verður mjög forvitnilegt.“ Sunna segir að vissulega sé margt fleira spennandi sem mætti segja frá sem er á dagskrá hátíðarinnar en vill að lokum benda á að fyrir áhugasama er hagkvæmast að tryggja sér hátíðarpassa. „Þá getur maður séð og heyrt allt sem þar fer fram auk þess sem það tryggir sæti á besta stað í Eldborg á laugardeginum en þar verða númeruð sæti. Svo er líka hægt að fá dagpassa sem gildir í einn dag í senn og að auki eru líka ókeypis viðburðir sem fólk getur kynnt sér nánar á heimasíðunni okkar,“ segir Sunna að lokum og bætir við að tilhlökkunin sé orðin mikil svo ekki sé meira sagt.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 5. ágúst.
Menning Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira