Æsingsóráðsheilkenni talið ein ástæða andlátsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. ágúst 2017 18:36 Æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum við heimili hans í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu réttarmeinafræðings. Rannsókn lögreglu vegna málsins er lokið og mun héraðssaksóknari í framhaldinu ákveða hvort grunaður aðili í málinu verði sóttur til saka. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að orsakir andlátsins séu tvær. Önnur þeirra hefur verið birt opinberlega á vef Hæstaréttar en þar segir að andlátið sé rakið til nokkurra samverkandi þátta og að þvinguð frambeygð staða og hálstak sem kærði hafi haldið brotaþola í sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem hafi leitt til köfnunar. Hæstiréttur birti ekki hina ástæðuna, en í krufningsskýrslu réttarmeinafræðings, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að Arnar hafi greinst með svokallað æsingsóráðsheilkenni. Heilkennið kemur almennt fram við handtökur en það var talsvert til umfjöllunar árið 2007 þegar Jón Helgason lést í kjölfar handtöku árinu áður. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að dánarorsökin hafi verið æsingsóráðsheilkenni og var málið látið niður falla. Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknideild Landspítalans, segir að um sé að ræða afar sjaldgæft heilkenni. Rétt er að taka fram að Sigurður er ekki sá sem skilaði krufningsskýrslu heldur erlendur réttarmeinafræðingur. „Þetta er talið í dag vera eins konar sjúkdómsástand sem kemur fram undir þeim kringumstæðum að viðkomandi aðili er að veita viðnám eða mótspyrnu, streitast á móti, er í mjög æstu hugarástandi og berst um á hæl og hnakka. Þegar reynt er að leggja hömlur á viðkomandi með böndum eða handjárnum þá magnast ástandið og viðkomandi er gjarnan með hita og óráð og í ruglástandi. Síðan getur þetta magnast upp og þá veldur þetta á endanum öndunarstoppi, hjartastoppi og getur dregið fólk til dauða, en það gerir það ekki alltaf,“ segir Sigurður. Aðspurður segir hann heilkennið það sjaldgæft að fáar rannsóknir séu til staðar. Því sé ekki vitað hvort það geti greinst hjá hverjum sem er, eða hvort undirliggjandi sjúkdómar eða annað valdi því. „Þetta eru svo sjaldgæf tilvik og það er erfitt að átta sig á því hverjar orsakirnar eru og hætturnar. En það sem við sjáum fyrst og fremst í dag er að þetta tengist mikilli neyslu og langvarandi neyslu á örvandi efnum.“ Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sagðist ekki geta tjáð sig efnislega um málið. Hann staðfesti þó að margir samverkandi þættir hafi valdið dauðanum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni og sent málið til héraðssaksóknara, sem tekur svo ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Ekki fengust upplýsingar um hvort greiningin á heilkenninu gæti leitt til þess að farið verði fram á vægari refsingu í málinu – verði ákæra gefin út. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 23. júní 2017 14:30 Rannsókn lögreglu á manndrápsmáli í Mosfellsdal lýkur fljótlega Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. 12. júlí 2017 20:58 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum við heimili hans í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu réttarmeinafræðings. Rannsókn lögreglu vegna málsins er lokið og mun héraðssaksóknari í framhaldinu ákveða hvort grunaður aðili í málinu verði sóttur til saka. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að orsakir andlátsins séu tvær. Önnur þeirra hefur verið birt opinberlega á vef Hæstaréttar en þar segir að andlátið sé rakið til nokkurra samverkandi þátta og að þvinguð frambeygð staða og hálstak sem kærði hafi haldið brotaþola í sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem hafi leitt til köfnunar. Hæstiréttur birti ekki hina ástæðuna, en í krufningsskýrslu réttarmeinafræðings, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að Arnar hafi greinst með svokallað æsingsóráðsheilkenni. Heilkennið kemur almennt fram við handtökur en það var talsvert til umfjöllunar árið 2007 þegar Jón Helgason lést í kjölfar handtöku árinu áður. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að dánarorsökin hafi verið æsingsóráðsheilkenni og var málið látið niður falla. Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknideild Landspítalans, segir að um sé að ræða afar sjaldgæft heilkenni. Rétt er að taka fram að Sigurður er ekki sá sem skilaði krufningsskýrslu heldur erlendur réttarmeinafræðingur. „Þetta er talið í dag vera eins konar sjúkdómsástand sem kemur fram undir þeim kringumstæðum að viðkomandi aðili er að veita viðnám eða mótspyrnu, streitast á móti, er í mjög æstu hugarástandi og berst um á hæl og hnakka. Þegar reynt er að leggja hömlur á viðkomandi með böndum eða handjárnum þá magnast ástandið og viðkomandi er gjarnan með hita og óráð og í ruglástandi. Síðan getur þetta magnast upp og þá veldur þetta á endanum öndunarstoppi, hjartastoppi og getur dregið fólk til dauða, en það gerir það ekki alltaf,“ segir Sigurður. Aðspurður segir hann heilkennið það sjaldgæft að fáar rannsóknir séu til staðar. Því sé ekki vitað hvort það geti greinst hjá hverjum sem er, eða hvort undirliggjandi sjúkdómar eða annað valdi því. „Þetta eru svo sjaldgæf tilvik og það er erfitt að átta sig á því hverjar orsakirnar eru og hætturnar. En það sem við sjáum fyrst og fremst í dag er að þetta tengist mikilli neyslu og langvarandi neyslu á örvandi efnum.“ Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sagðist ekki geta tjáð sig efnislega um málið. Hann staðfesti þó að margir samverkandi þættir hafi valdið dauðanum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni og sent málið til héraðssaksóknara, sem tekur svo ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Ekki fengust upplýsingar um hvort greiningin á heilkenninu gæti leitt til þess að farið verði fram á vægari refsingu í málinu – verði ákæra gefin út.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 23. júní 2017 14:30 Rannsókn lögreglu á manndrápsmáli í Mosfellsdal lýkur fljótlega Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. 12. júlí 2017 20:58 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28
Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 23. júní 2017 14:30
Rannsókn lögreglu á manndrápsmáli í Mosfellsdal lýkur fljótlega Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. 12. júlí 2017 20:58
Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39