Þorsteinn: Ólafía á bara eftir að verða betri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. ágúst 2017 19:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur á morgun leik á opna breska meistaramótinu í golfi en þar mun hún etja kappi við bestu kylfinga heims. Þetta er fjórða risamót ársins í kvennagolfi og verður mótið í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla keppnisdaga. „Ég held að við getum vonast til þess að hún komist í gegnum niðurskurðinn. Ef það tekst kæmi mér ekki á óvart ef við myndum sjá hana á meðal 30 efstu kylfinga,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólafía hefur keppt á einu stórmóti til þessa, PGA-meistaramótinu í Chicago, þar sem hún missti naumlega af niðurskurðinum. Þorsteinn segir að árangur hennar í Skotlandi um síðustu helgi hafi verið magnaður þar sem hún spilaði frábært golf. „Það sem hefur helst breyst hjá henni er að hún er komin með svo mikla reynslu. Þegar við hittum hana á PGA-meistarmaótinu í Chicago sáum við að hún fékk enga eðlilega æfingahringi þar sem hún þarf að taka þátt í ýmsum atburðum með styrktaraðilum. Þetta er hún allt að læra núna.“ Þorsteinn reiknar með því að Ólafía þurfi helst að vinna í því að styrkja andlega þáttinn fremur en nokkuð annað. „Hún er að fá meiri trú á leiknum sínum en vantar aðeins að hún láti aðeins vita meira af sér. En það er að koma.“ Ólafía er sem stendur í 104. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar en efstu 100 endurnýja þátttökurétt sinn fyrir næstu leiktíð. „Það er öruggt að hún geri það, ef hún meiðist ekki. Hún hefur allt til þess að bera til að vera toppkylfingur. Hún er að springa út núna og á bara eftir að verða betri.“ Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur á morgun leik á opna breska meistaramótinu í golfi en þar mun hún etja kappi við bestu kylfinga heims. Þetta er fjórða risamót ársins í kvennagolfi og verður mótið í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla keppnisdaga. „Ég held að við getum vonast til þess að hún komist í gegnum niðurskurðinn. Ef það tekst kæmi mér ekki á óvart ef við myndum sjá hana á meðal 30 efstu kylfinga,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólafía hefur keppt á einu stórmóti til þessa, PGA-meistaramótinu í Chicago, þar sem hún missti naumlega af niðurskurðinum. Þorsteinn segir að árangur hennar í Skotlandi um síðustu helgi hafi verið magnaður þar sem hún spilaði frábært golf. „Það sem hefur helst breyst hjá henni er að hún er komin með svo mikla reynslu. Þegar við hittum hana á PGA-meistarmaótinu í Chicago sáum við að hún fékk enga eðlilega æfingahringi þar sem hún þarf að taka þátt í ýmsum atburðum með styrktaraðilum. Þetta er hún allt að læra núna.“ Þorsteinn reiknar með því að Ólafía þurfi helst að vinna í því að styrkja andlega þáttinn fremur en nokkuð annað. „Hún er að fá meiri trú á leiknum sínum en vantar aðeins að hún láti aðeins vita meira af sér. En það er að koma.“ Ólafía er sem stendur í 104. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar en efstu 100 endurnýja þátttökurétt sinn fyrir næstu leiktíð. „Það er öruggt að hún geri það, ef hún meiðist ekki. Hún hefur allt til þess að bera til að vera toppkylfingur. Hún er að springa út núna og á bara eftir að verða betri.“
Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira