„Það er ekki mikil gleði í þessu ríkisstjórnarsamstarfi“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2017 13:03 Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fer fram í Logalandi í Borgarfirði um helgina. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins í vetur þar sem varaformaðurinn mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu og formaðurinn myndi fagna mótframboði á landsfundi komi það fram. Flokksráð Vinstri grænna undirbýr nú komandi vetur en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir að aðgerðir þurfi strax til að snúa af braut ójöfnuðar þar sem núverandi ríkisstjórn hafi ekki áhuga á því. Katrín segir ríkisstjórnina veika og ósamstæða sem bitni á að mikilvæg málefni bíði á kostnað almennings „Það sem við sjáum með þessa ríkisstjórn og hennar samstarf þá virðist það í raun og veru snúast um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstefnu, skattastefnu og sveltistefnu gagnvart almannagæðunum,“ segir Katrín.Meira um orð en athafnir„Við erum ekki að sjá staðið undir þeim væntingum sem, að minnsta kosti sumir, stjórnarflokka höfðu uppi í kosningunum," bætir hún við og nefnir „miklar kerfisbreytingar“ í því samhengi. Þar hafi verið meira um orð en athafnir að mati Katrínar.Björn Valur Gíslason tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér að nýju.Vísir/GVA„Það er ekki mikil gleði í þessu ríkisstjórnarsamstarfi og á meðan bíður almenningur eftir því að sjá þá raunverulegu uppbyggingu innviða sem lofað var fyrir síðustu kosningar.“ Á fundinum um helgina er einnig fjallað sérstaklega um sveitastjórnakosningarnar á næsta ári en undirbúningur þeirra er hafinn víða um land. Katrín segir VG leggja áherslu á þau mál sem „snerta okkur öll í nærumhverfinu.“ Hún segir skólamálin hafa sérstaklega borið á góma á flokksþinginu, það sé mikilvægur málaflokkur þar sem þarf að horfa til framtíðar. Undirbúningur fyrir landsfund flokksins er einnig hafinn en málefnahópar kynna stefnumótun í mikilvægum málaflokkum eins og húsnæðis-, efnahags-, velferðar- og sveitarstjórnarmálum sem verður borið undir landsfund sem fer fram 6.-8. oktober næstkomandi. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins en Björn Valur Gíslason, varaformaður flokksins, hefur gefið út að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stóli varaformanns.Katrín segir VG hafa gengið vel, til að mynda í síðustu þingkosningum og þá hafi skoðanakannanir komið ágætlega út fyrir flokkinn. „Það hefur verið mikill kraftur í okkar flokki, hvort sem það eru almennir félagar eða kjörnir fulltrúar,“ segir Katrín og gerir því ekki ráð fyrir öðru en að landsfundurinn verði „fjörugur.“ Aðspurð um hugsanlega mótframboð segir Katrín að hún myndi fagna því, kæmi það fram. Alþingi Tengdar fréttir Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október. 18. ágúst 2017 15:53 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Flokksráðsfundur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs fer fram í Logalandi í Borgarfirði um helgina. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins í vetur þar sem varaformaðurinn mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu og formaðurinn myndi fagna mótframboði á landsfundi komi það fram. Flokksráð Vinstri grænna undirbýr nú komandi vetur en Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, segir að aðgerðir þurfi strax til að snúa af braut ójöfnuðar þar sem núverandi ríkisstjórn hafi ekki áhuga á því. Katrín segir ríkisstjórnina veika og ósamstæða sem bitni á að mikilvæg málefni bíði á kostnað almennings „Það sem við sjáum með þessa ríkisstjórn og hennar samstarf þá virðist það í raun og veru snúast um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstefnu, skattastefnu og sveltistefnu gagnvart almannagæðunum,“ segir Katrín.Meira um orð en athafnir„Við erum ekki að sjá staðið undir þeim væntingum sem, að minnsta kosti sumir, stjórnarflokka höfðu uppi í kosningunum," bætir hún við og nefnir „miklar kerfisbreytingar“ í því samhengi. Þar hafi verið meira um orð en athafnir að mati Katrínar.Björn Valur Gíslason tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér að nýju.Vísir/GVA„Það er ekki mikil gleði í þessu ríkisstjórnarsamstarfi og á meðan bíður almenningur eftir því að sjá þá raunverulegu uppbyggingu innviða sem lofað var fyrir síðustu kosningar.“ Á fundinum um helgina er einnig fjallað sérstaklega um sveitastjórnakosningarnar á næsta ári en undirbúningur þeirra er hafinn víða um land. Katrín segir VG leggja áherslu á þau mál sem „snerta okkur öll í nærumhverfinu.“ Hún segir skólamálin hafa sérstaklega borið á góma á flokksþinginu, það sé mikilvægur málaflokkur þar sem þarf að horfa til framtíðar. Undirbúningur fyrir landsfund flokksins er einnig hafinn en málefnahópar kynna stefnumótun í mikilvægum málaflokkum eins og húsnæðis-, efnahags-, velferðar- og sveitarstjórnarmálum sem verður borið undir landsfund sem fer fram 6.-8. oktober næstkomandi. Ljóst er að breyting verður á stjórn flokksins en Björn Valur Gíslason, varaformaður flokksins, hefur gefið út að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stóli varaformanns.Katrín segir VG hafa gengið vel, til að mynda í síðustu þingkosningum og þá hafi skoðanakannanir komið ágætlega út fyrir flokkinn. „Það hefur verið mikill kraftur í okkar flokki, hvort sem það eru almennir félagar eða kjörnir fulltrúar,“ segir Katrín og gerir því ekki ráð fyrir öðru en að landsfundurinn verði „fjörugur.“ Aðspurð um hugsanlega mótframboð segir Katrín að hún myndi fagna því, kæmi það fram.
Alþingi Tengdar fréttir Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október. 18. ágúst 2017 15:53 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Björn Valur Gíslason hættir sem varaformaður VG Björn Valur Gíslason hyggst ekki gefa kost á sér til áframhaldandi varaformennsku í Vinstri grænum á landsfundi flokksins í október. 18. ágúst 2017 15:53