Bandaríkin leiða eftir fyrsta dag Solheim bikarsins Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 11:00 Lizette Salas og félagi hennar Angel Yin áttu stærsta sigur gærdagsins þegar þær unnu 6&5 á móti Carlota Ciganda og Emily Pedersen Mynd/BBC Bandaríkjakonur unnu allar fjórboltakeppnir (e. fourballs) gærdagsins og leiða keppni í Solheimbikarnum í golfi með 5 og hálfu stigi gegn 2 og hálfu stigi Evrópuliðsins. Evrópukonur byrjuðu daginn vel og náðu forystu í fjórmenningskeppninni (e. foursomes), en náðu ekki að halda henni út daginn og þurfa því á góðum degi að halda í dag til að eiga möguleika á að endurheimta bikarinn frá Bandaríkjunum. Breiddin hjá Bandaríkjakonum var þeirra aðal styrkleikamerki í dag og átti nýliðinn Danielle Kang frábæran dag í gær með sigra bæði um morguninn og seinni partinn. Angel Yin, Brittany Lang og Brittany Lincicome áttu einnig góðan dag fyrir Bandaríkin í gær. Georgia Hall er einnig nýliði í mótinu, en fyrir Evrópuliðið, og hún spilaði mjög vel í gær. Charley Hull er hins vegar meidd á úlnlið svo útlitið er ekki gott fyrir framhaldið hjá Evrópu. Keppni verður haldið áfram í dag með svipuðu fyrirkomulagi, þ.e. keppt í fjórmennings og fjórboltakeppnum, en svo á sunnudaginn eru spilaðar 12 einstaklingsviðureignir. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 12:00. Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjakonur unnu allar fjórboltakeppnir (e. fourballs) gærdagsins og leiða keppni í Solheimbikarnum í golfi með 5 og hálfu stigi gegn 2 og hálfu stigi Evrópuliðsins. Evrópukonur byrjuðu daginn vel og náðu forystu í fjórmenningskeppninni (e. foursomes), en náðu ekki að halda henni út daginn og þurfa því á góðum degi að halda í dag til að eiga möguleika á að endurheimta bikarinn frá Bandaríkjunum. Breiddin hjá Bandaríkjakonum var þeirra aðal styrkleikamerki í dag og átti nýliðinn Danielle Kang frábæran dag í gær með sigra bæði um morguninn og seinni partinn. Angel Yin, Brittany Lang og Brittany Lincicome áttu einnig góðan dag fyrir Bandaríkin í gær. Georgia Hall er einnig nýliði í mótinu, en fyrir Evrópuliðið, og hún spilaði mjög vel í gær. Charley Hull er hins vegar meidd á úlnlið svo útlitið er ekki gott fyrir framhaldið hjá Evrópu. Keppni verður haldið áfram í dag með svipuðu fyrirkomulagi, þ.e. keppt í fjórmennings og fjórboltakeppnum, en svo á sunnudaginn eru spilaðar 12 einstaklingsviðureignir. Bein útsending frá mótinu hefst á Golfstöðinni klukkan 12:00.
Golf Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira