Klopp gerir engar breytingar á liðinu sem fékk á sig þrjú mörk á móti Watford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.
Klopp gat ekki valið Phillipe Coutinho sem er sagður vera að glíma við bakmeiðsli. Hann missti líka af Watford-leiknum.
Þetta verður 364. Evrópuleikur Liverpool í sögunni þar af leikur númer 182 í Evrópukeppni meistaraliða eða Meistaradeildinni.
Framherjaþrennan, Sadio Mané, Roberto Firmino og Mohamed Salah skoruðu allir í leiknum á móti Watford sem voru góðu fréttirnar en vandamálið var varnarleikurinn þar sem liðið fékk á sig þrjú ódýr mörk.
Byrjunarlið Liverpool í kvöld:
The #LFC team to face @achtzehn99. pic.twitter.com/iaCDoRWd22
— Liverpool FC (@LFC) August 15, 2017