Fatlaðir eru líka kynverur Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2017 15:00 Embla Guðrúnar Ágústsdóttir Réttindabarátta er langhlaup, með krókum og kimum, því getur verið erfitt að sjá hvernig hún stendur og hvað hefur áunnist. Í mínum huga er alveg ljóst að hinsegin baráttufólk hefur í gegnum tíðina náð miklum árangri og breytt viðhorfum og lögum. Tilvist mín væri með allt öðrum hætti ef ekki væri fyrir baráttu þess,“ segir Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú. „Á sama tíma hefur margt hinsegin fólk á Íslandi lítið sem ekkert vald yfir eigin líkama, er háð greiningum lækna við að fá nauðsynleg lyf eða meðferðir, nær ómögulegt er fyrir samkynja pör að ættleiða börn og óþarfar aðgerðir eru gerðar á intersex börnum svo þau falli betur að kynjatvíhyggju samfélagsins. Það er því ansi langt í land en mikilvægt að nýta sér það sem hefur áunnist sem hvatningu í áframhaldandi baráttu.“ Embla segist vera af þeirri kynslóð sem kom út úr skápnum þegar miklar breytingar voru að verða á réttarstöðu hinsegin fólks. „Það veitti mér hvatningu og ég var meðvituð um að slíkar breytingar væru ekki sjálfsagðar en þó mögulegar. Í öllum fagnaðarlátunum og gleðinni sofnuðum við, sem þjóð, á verðinum með þeim afleiðingum að í dag uppfyllir Ísland innan við helming þeirra lagalegu skilyrða sem þarf til að tryggja borgaraleg réttindi hinsegin fólks samkvæmt tölum ILGA-Europe. Það er ólíðandi. Ég mun taka þátt í atriði Samtakanna '78 í gleðigöngunni þetta árið þar sem vakin verður athygli á stöðu Íslands samanborið við önnur lönd. Ég vona að þetta muni vekja okkur til vitundar og verða til þess að við gyrðum okkur í brók og krefjumst þess að allt hinsegin fólk á Íslandi búi við borgaraleg réttindi.“Reglulega barngerð Sem fötluð kona upplifir Embla það reglulega að vera barngerð og ekki treyst til þess að taka ábyrgð á eigin lífi. „Þessu fylgir gjarnan sú hugmynd að ég sé ekki kynvera, í raun kynlaus, og ófær um að hafa kynhneigð. Ég fann það þegar ég kom út úr skápnum að fólk efaðist um hæfni mína til að þekkja eigin kynhneigð og sumum þótti óþægilegt að ég væri að gefa til kynna að ég væri kynvera. Ég finn það stundum enn í dag að fólk horfir einkennilega á mig þegar ég leiði eða kyssi kærustuna mína á almannafæri en ég veit auðvitað ekki hvort það er að horfa vegna þess að ég er samkynhneigð, fötluð eða hvort tveggja,“ segir Embla og heldur áfram: „Einnig er sjaldan gert ráð fyrir því að fólk geti bæði verið fatlað og hinsegin því yfirleitt er talað um okkur sem tvo aðskilda hópa. Félagsleg staða okkar á Íslandi er t.d. þannig að eini opinberi hinsegin skemmtistaðurinn er óaðgengilegur mörgu fötluðu fólki sem hefur áhrif á möguleika okkar til þess að kynnast fólki og taka þátt í hluta af menningu hinsegin fólks.“ Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Réttindabarátta er langhlaup, með krókum og kimum, því getur verið erfitt að sjá hvernig hún stendur og hvað hefur áunnist. Í mínum huga er alveg ljóst að hinsegin baráttufólk hefur í gegnum tíðina náð miklum árangri og breytt viðhorfum og lögum. Tilvist mín væri með allt öðrum hætti ef ekki væri fyrir baráttu þess,“ segir Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú. „Á sama tíma hefur margt hinsegin fólk á Íslandi lítið sem ekkert vald yfir eigin líkama, er háð greiningum lækna við að fá nauðsynleg lyf eða meðferðir, nær ómögulegt er fyrir samkynja pör að ættleiða börn og óþarfar aðgerðir eru gerðar á intersex börnum svo þau falli betur að kynjatvíhyggju samfélagsins. Það er því ansi langt í land en mikilvægt að nýta sér það sem hefur áunnist sem hvatningu í áframhaldandi baráttu.“ Embla segist vera af þeirri kynslóð sem kom út úr skápnum þegar miklar breytingar voru að verða á réttarstöðu hinsegin fólks. „Það veitti mér hvatningu og ég var meðvituð um að slíkar breytingar væru ekki sjálfsagðar en þó mögulegar. Í öllum fagnaðarlátunum og gleðinni sofnuðum við, sem þjóð, á verðinum með þeim afleiðingum að í dag uppfyllir Ísland innan við helming þeirra lagalegu skilyrða sem þarf til að tryggja borgaraleg réttindi hinsegin fólks samkvæmt tölum ILGA-Europe. Það er ólíðandi. Ég mun taka þátt í atriði Samtakanna '78 í gleðigöngunni þetta árið þar sem vakin verður athygli á stöðu Íslands samanborið við önnur lönd. Ég vona að þetta muni vekja okkur til vitundar og verða til þess að við gyrðum okkur í brók og krefjumst þess að allt hinsegin fólk á Íslandi búi við borgaraleg réttindi.“Reglulega barngerð Sem fötluð kona upplifir Embla það reglulega að vera barngerð og ekki treyst til þess að taka ábyrgð á eigin lífi. „Þessu fylgir gjarnan sú hugmynd að ég sé ekki kynvera, í raun kynlaus, og ófær um að hafa kynhneigð. Ég fann það þegar ég kom út úr skápnum að fólk efaðist um hæfni mína til að þekkja eigin kynhneigð og sumum þótti óþægilegt að ég væri að gefa til kynna að ég væri kynvera. Ég finn það stundum enn í dag að fólk horfir einkennilega á mig þegar ég leiði eða kyssi kærustuna mína á almannafæri en ég veit auðvitað ekki hvort það er að horfa vegna þess að ég er samkynhneigð, fötluð eða hvort tveggja,“ segir Embla og heldur áfram: „Einnig er sjaldan gert ráð fyrir því að fólk geti bæði verið fatlað og hinsegin því yfirleitt er talað um okkur sem tvo aðskilda hópa. Félagsleg staða okkar á Íslandi er t.d. þannig að eini opinberi hinsegin skemmtistaðurinn er óaðgengilegur mörgu fötluðu fólki sem hefur áhrif á möguleika okkar til þess að kynnast fólki og taka þátt í hluta af menningu hinsegin fólks.“
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira