Tuddinn í beinni: 300 manns keppa í sex tölvuleikjum Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2017 18:00 Frá Tuddanum í fyrra. Tuddinn, stærsta tölvuleikjamót ársins, fer fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Tæplega 300 keppendur eru skráðir til leiks og verður keppt í sex leikjum yfir þrjá daga. Mótið er haldið á vegum nemendafélagsins Tvíund og tölvuleikjafélagsins Tuddinn. Verðmæti verðlauna er rúmar 700 þúsund krónur. Mikil áhersla er lögð á áhorfendasvæði í húsnæðinu þar sem fólk getur fylgst með á stórum skjá. Einnig verður hægt að horfa á mótið á Twitch og hér á Vísi. „Rafrænar íþróttir (eSports) hafa verið í miklum vexti um allan heim en eSports er samheiti yfir viðburði þar sem keppt er í ýmsum tölvuleikjum. Stærstu mótin sem haldin eru draga til sín þúsundir gesta víðsvegar um heim og fylgjast milljónir manna með stærstu viðburðum í gegnum streymisveitur á netinu. Vinsælustu leikirnir á Íslandi eru meðal annars Counter-Strike, League of Legends og Overwatch en keppt verður í þeim öllum um helgina.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum mótsins.Uppfært: Einhverjar tafir hafa orðið á keppninni og hefur útsending ekki farið af stað. Verið er að reyna að koma henni í gang, en til stendur að streyma frá keppni í League of Legends í kvöld. Dagskráum helgina er eftirfarandi:Föstudagur: Húsið opnar 16.00 - riðlakeppni hefst í öllum leikjum 19.00Laugardagur: Útsláttarkeppni hefst í öllum leikjum. 2v2 FIFA mót í M.101 og Mountain Dew Keppni.Sunnudagur: Úrslitaleikir hefjast.Watch live video from gegttv on www.twitch.tv Leikjavísir Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Tuddinn, stærsta tölvuleikjamót ársins, fer fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Tæplega 300 keppendur eru skráðir til leiks og verður keppt í sex leikjum yfir þrjá daga. Mótið er haldið á vegum nemendafélagsins Tvíund og tölvuleikjafélagsins Tuddinn. Verðmæti verðlauna er rúmar 700 þúsund krónur. Mikil áhersla er lögð á áhorfendasvæði í húsnæðinu þar sem fólk getur fylgst með á stórum skjá. Einnig verður hægt að horfa á mótið á Twitch og hér á Vísi. „Rafrænar íþróttir (eSports) hafa verið í miklum vexti um allan heim en eSports er samheiti yfir viðburði þar sem keppt er í ýmsum tölvuleikjum. Stærstu mótin sem haldin eru draga til sín þúsundir gesta víðsvegar um heim og fylgjast milljónir manna með stærstu viðburðum í gegnum streymisveitur á netinu. Vinsælustu leikirnir á Íslandi eru meðal annars Counter-Strike, League of Legends og Overwatch en keppt verður í þeim öllum um helgina.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum mótsins.Uppfært: Einhverjar tafir hafa orðið á keppninni og hefur útsending ekki farið af stað. Verið er að reyna að koma henni í gang, en til stendur að streyma frá keppni í League of Legends í kvöld. Dagskráum helgina er eftirfarandi:Föstudagur: Húsið opnar 16.00 - riðlakeppni hefst í öllum leikjum 19.00Laugardagur: Útsláttarkeppni hefst í öllum leikjum. 2v2 FIFA mót í M.101 og Mountain Dew Keppni.Sunnudagur: Úrslitaleikir hefjast.Watch live video from gegttv on www.twitch.tv
Leikjavísir Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira