Lífið

Óska eftir tillögum að framkvæmd Söngkeppni framhaldsskólanna

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ákvörðun var tekin í byrjun árs að keppnin yrði ekki haldin árið 2017 vegna áhugaleysis sem hafi sýnt sig með dræmri þátttöku og litlum stuðningi nemendafélaga við keppendur sína.
Ákvörðun var tekin í byrjun árs að keppnin yrði ekki haldin árið 2017 vegna áhugaleysis sem hafi sýnt sig með dræmri þátttöku og litlum stuðningi nemendafélaga við keppendur sína.
Framkvæmdastjórn Sambands íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) óskar eftir tillögum að framkvæmd Söngkeppni framhaldsskólanna. Ákvörðun var tekin í byrjun árs að keppnin yrði ekki haldin árið 2017 vegna áhugaleysis sem hafi sýnt sig með dræmri þátttöku og litlum stuðningi nemendafélaga við keppendur sína.

Söngkeppni framhaldsskólanna var haldin árlega frá árinu 1990 og hafa margir ástsælustu söngvarar þjóðarinnar stigið sín fyrstu spor í keppninni. Þar má meðal annars nefna Pál Óskar Hjálmtýsson, Emilíönu Torrini, Birgittu Haukdal og Söru Pétursdóttur, sem flestir þekkja betur sem Glowie.

„Á aðalþingi SÍF haustið 2016 var því kosið um að SÍF skildi ekki sjá um framkvæmd keppninnar líkt og áður. Framkvæmd keppninnar hafði þá áður verið í samstarfi við Sagafilm en vegna umfangs hennar lenti of mikil vinna á framkvæmdastjórn SÍF sem leiddi til þess að stjórnin náði ekki að gæta hagsmuna framhaldsskólanemenda eins og þurft hefði. Eftir að þessi ákvörðun var tekin hefur SÍF getað einbeitt sér betur að hagsmunamálum framhaldsskólanema,“ segir í tilkynningu frá stjórn SÍF.

Nú leitar framkvæmdastjórnin að hugmyndum að framkvæmd Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir komandi ár. Áhugasamir geta kynnt sér málið á www.neminn.is/.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.