Perlurnar hafa aldrei verið jafn áberandi og nú, þá sérstaklega hjá Karli Lagerfeld yfirhönnuði Chanel. Hann hefur haft það að markmiði að enduruppgötva perlurnar og hefur því verið að leika sér með staðsetningu þeirra á flíkum, skóm og töskum. Á vorsýningu Chanel hélt Lagerfeld því fram að vélmenni myndu vilja ganga með perlufestar í framtíðinni.
Alessandro Michele, listrænn stjórnandi Gucci, er þekktur fyrir að fara alltaf skrefinu lengra, og setti perlur meira að segja í hárið og á augabrúnirnar.
Það skiptir engu máli hvar perlurnar eru, bara svo lengi sem þú ert með þær.







