Fimm lið tryggðu sig inn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og Liverpool er þar á meðal.
Það tók Liverpool ekki nema 20 mínútur að ganga frá Hoffenheim. Þá skoraði liðið þrjú mörk og gekk frá einvíginu. Lokatölur 4-2.
Emre Can skoraði tvö mörk í fyrsta sinn á ferlinum og þeir Mohamed Salah og Roberto Firmino komust einnig á blað. Marc Uth og Sandro Wagner skoruðu mörk Hoffenheim.
Úrslit (samanlagt):
FCK - Qarabag 2-1 (2-2 Qarabag áfram á útivallarmarki)
Slavia Prag - APOEL 0-0 (0-2)
CSKA Moskva - Young Boys 2-0 (3-0)
Liverpool - Hoffenheim 4-2 (6-3)
FCSB - Sporting 1-5 (1-5)
Liverpool flaug inn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar
