Alpahúfan hefur að sjálfsögðu verið lengi til staðar í búðum og mjög oft til í mismunandi útfærslum, en orðið mun meira áberandi síðustu mánuði.
Alpahúfan er nefnilega komin sterk inn fyrir haustið, og er það Maria Grazia Chiuri, yfirhönnuður Christian Dior sem kom henni á kortið. Maria sendi nánast hverja einustu fyrirsætu niður tískupallinn með leður-alpahúfu fyrir haust-og vetrarlínuna 2017/2018. Síðan þá hafa stjörnur eins og Rihanna og fyrirsætan Bella Hadid sést með húfuna og verður þessi húfa mjög áberandi í vetur.
Hvort sem það er í leðri eða úr öðru efni, finnum okkur alpahúfu fyrir haustið.






