Lífið

Gleðin á Menningarnótt 2017 - Myndir

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Ljósmyndari fréttastofunnar fór á stjá í gær og náði nokkrum stórkostlegum myndum af hátíðinni og mannfjöldanum.
Ljósmyndari fréttastofunnar fór á stjá í gær og náði nokkrum stórkostlegum myndum af hátíðinni og mannfjöldanum. Vísir/ Andri Marinó
Margt var um manninn á Menningarnótt í gær og af myndum að dæma hefur hátíðin heppnast gífurlega vel. Ljósmyndari fréttastofunnar fór á stjá í gær og náði nokkrum stórkostlegum myndum af hátíðinni og mannfjöldanum.

Þar má sjá persónur úr Galdrakarlinum í Oz sem leika um stræti borgarinnar og kæta mann og annan. Þá voru margir sem létu sig ekki vanta á karíkókí viðburð Hits and Tits á taflborðinu í Bernhöftstorfunni. Blöðrugerðarmenn skemmtu ungum sem öldnum og blásarasveit lék ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi. Rúsínan í pylsuendanum var svo vitaskuld flugeldasýningin sem hefur aldrei verið flottari.

Myndir má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.