Tæknibilun á Menningarnótt: "Það er leiðinlegt að ætla að bjóða upp á gott partý þegar eitthvað misheppnast“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 20. ágúst 2017 21:00 Óli Palli segir að það sé ekki komið á hreint hvað olli tæknibiluninni. Vísir/Stefán Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli eins og hann er kallaður, segir að verið sé að skoða hvað hafi gerst á tónleikum Rásar 2 í gær. Hann segir að vandamálið hafi verið tvennum toga; rafmagnið hafi slegið út og síðan hafi Friðrik Dór átt í erfiðleikum með tæknibúnaðinn sinn, svo kallað innra eyra, sem var á hans vegum. Erfitt sé að segja hvað nákvæmlega hafi orsakað vandamálið. „Ég er ekki enn þá með það á hreinu hvort að þetta rafmagnsleysi hafi haft áhrif á Friðrik. Það var verið að tala um að það hefði verið vont hljóð á Friðrik. Þetta var ekki merkilegra en það, að hann blessaður heyrði ekki nógu vel í hljómsveitinni sem varð þess valdandi að hann gat ekki sýnt sína bestu hlið,“ segir Óli Palli í samtali við Vísi.Þykir þetta leiðinlegt Óli segir þau hafi lengi verið að undirbúa tónleikana og því sé leiðinlegt þegar að svona nokkuð gerist. „Við á útvarpinu erum náttúrulega að hugsa um þessa tónleika. Þetta er á bak við eyrað allt árið um kring. Við erum að reyna að hugsa hverja væri sniðugt að fá til að koma og og Friðrik var einna efstur á þeim lista í ár,“ segir Óli Palli. Hann segir að tækniörðugleikarnir hafi ekki byrjað fyrr en rétt fyrir tónleikanna. „Reykjavíkurdætur þurftu að byrja og bíða svo í korter þangað til að þær gátu byrjað aftur en okkur þykir þetta náttúrulega bara voðalega leiðinlegt. Það er leiðinlegt að ætla að bjóða upp á gott partý þegar eitthvað misheppnast,“ segir Óli Palli og nefnir að þau hafi líka fengið góð viðbrögð við þessu hvað varðar prógramm en þetta hafi vissulega sett strik í reikninginn.Frosti Logason og Máni Pétursson, útvarpsmenn á X-inu 977VisirFriðrik róaði umboðsmanninn Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson, umboðsmaður Friðrik Dórs , segir í færslu á Facebook að Friðrik hafa komið og róað sig eftir tónleika Rásar 2 í gærkvöldi. Máni segir Friðrik vera stórkostlegan tónlistarmann og algjör gæðablóð, það hafi sýnt sig í framkomu hans eftir erfiða tónleika. „Það er kannski lýsandi fyrir hann að vera að eyða tíma sínum í gær að róa umboðsmanninn sinn sem vildi í gærkveldi fara með hafnaboltakylfu að heimsækja eitthvað lið. Þá vildi hann bara taka þetta á kassann. Hann var eiginlega meira að finna til með tækniliðinu en sjálfum sér og í staðinn fyrir að kenna einhverjum um í viðtali í gær. Fór hann bara að verja fólkið sem vann við tónleikana. Það er svo lýsandi fyrir þennan dreng,“ segir í færslu Mána. Máni segir að Friðrik Dór láti ekkert á við þetta á sig fá þar sem hann sjá alltaf björtu hliðarnar á málunum. „Það er alltaf hægt að sjá ljósa hluti útúr öllu saman hversu skelfilegir þeir voru. Það góða sem ég sé útur þessu gærkveldi er að þetta kom fyrir Friðrik Dór en ekki einhvern annan. Hann er aldrei að fara láta svona kjaftæði brjóta sig og allir sem þekkja Frikka vita að hann er aldrei betri en þegar honum finnst hann þurfa eitthvað að sanna. Hann er jú maðurinn sem byrjaði að gera r&b tónlist vinsæla á Íslandi. Það þurfti ákveðið hugrekki í það.“ Menningarnótt Tengdar fréttir Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. 19. ágúst 2017 22:12 Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. 20. ágúst 2017 17:03 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Ólafur Páll Gunnarsson, eða Óli Palli eins og hann er kallaður, segir að verið sé að skoða hvað hafi gerst á tónleikum Rásar 2 í gær. Hann segir að vandamálið hafi verið tvennum toga; rafmagnið hafi slegið út og síðan hafi Friðrik Dór átt í erfiðleikum með tæknibúnaðinn sinn, svo kallað innra eyra, sem var á hans vegum. Erfitt sé að segja hvað nákvæmlega hafi orsakað vandamálið. „Ég er ekki enn þá með það á hreinu hvort að þetta rafmagnsleysi hafi haft áhrif á Friðrik. Það var verið að tala um að það hefði verið vont hljóð á Friðrik. Þetta var ekki merkilegra en það, að hann blessaður heyrði ekki nógu vel í hljómsveitinni sem varð þess valdandi að hann gat ekki sýnt sína bestu hlið,“ segir Óli Palli í samtali við Vísi.Þykir þetta leiðinlegt Óli segir þau hafi lengi verið að undirbúa tónleikana og því sé leiðinlegt þegar að svona nokkuð gerist. „Við á útvarpinu erum náttúrulega að hugsa um þessa tónleika. Þetta er á bak við eyrað allt árið um kring. Við erum að reyna að hugsa hverja væri sniðugt að fá til að koma og og Friðrik var einna efstur á þeim lista í ár,“ segir Óli Palli. Hann segir að tækniörðugleikarnir hafi ekki byrjað fyrr en rétt fyrir tónleikanna. „Reykjavíkurdætur þurftu að byrja og bíða svo í korter þangað til að þær gátu byrjað aftur en okkur þykir þetta náttúrulega bara voðalega leiðinlegt. Það er leiðinlegt að ætla að bjóða upp á gott partý þegar eitthvað misheppnast,“ segir Óli Palli og nefnir að þau hafi líka fengið góð viðbrögð við þessu hvað varðar prógramm en þetta hafi vissulega sett strik í reikninginn.Frosti Logason og Máni Pétursson, útvarpsmenn á X-inu 977VisirFriðrik róaði umboðsmanninn Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson, umboðsmaður Friðrik Dórs , segir í færslu á Facebook að Friðrik hafa komið og róað sig eftir tónleika Rásar 2 í gærkvöldi. Máni segir Friðrik vera stórkostlegan tónlistarmann og algjör gæðablóð, það hafi sýnt sig í framkomu hans eftir erfiða tónleika. „Það er kannski lýsandi fyrir hann að vera að eyða tíma sínum í gær að róa umboðsmanninn sinn sem vildi í gærkveldi fara með hafnaboltakylfu að heimsækja eitthvað lið. Þá vildi hann bara taka þetta á kassann. Hann var eiginlega meira að finna til með tækniliðinu en sjálfum sér og í staðinn fyrir að kenna einhverjum um í viðtali í gær. Fór hann bara að verja fólkið sem vann við tónleikana. Það er svo lýsandi fyrir þennan dreng,“ segir í færslu Mána. Máni segir að Friðrik Dór láti ekkert á við þetta á sig fá þar sem hann sjá alltaf björtu hliðarnar á málunum. „Það er alltaf hægt að sjá ljósa hluti útúr öllu saman hversu skelfilegir þeir voru. Það góða sem ég sé útur þessu gærkveldi er að þetta kom fyrir Friðrik Dór en ekki einhvern annan. Hann er aldrei að fara láta svona kjaftæði brjóta sig og allir sem þekkja Frikka vita að hann er aldrei betri en þegar honum finnst hann þurfa eitthvað að sanna. Hann er jú maðurinn sem byrjaði að gera r&b tónlist vinsæla á Íslandi. Það þurfti ákveðið hugrekki í það.“
Menningarnótt Tengdar fréttir Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. 19. ágúst 2017 22:12 Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. 20. ágúst 2017 17:03 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. 19. ágúst 2017 22:12
Eigum við að breyta umræðuhefðinni svo hæfileikaríkt ungt fólk þori að fara út í tónlistarbransann? Mörghundruðfjörtíu og fjórir Facebookvinir mínir hafa verið gagnrýnir á einn þekktasta tónlistarmann landsins í kvöld. 20. ágúst 2017 17:03