Í liðinni viku tilkynntu forsvarsmenn netverslunarrisans Amazon útgáfu nýs tóls fyrir kennara sem auðveldar þeim að þróa kennsluáætlanir fyrir grunnskólanema.
CNN greinir frá því að tólið sem nefnist TenMarks Writing sé fyrir kennara í fjórða til sjötta bekk en áform eru um að útvíkka hópinn sem getur nýtt sér tólið á næstunni. Tólið býður meðal annars upp á ritæfingar, kennsluáætlanir og verkefni fyrir nemendur.
Kostnaður við tólið er fjórir dollarar, rúmlega fjögur hundruð krónur, á hvern nemanda á ári.
Amazon keypti fyrirtækið TenMarks árið 2013 og er talið að forsvarsmenn fyrirtækisins vilji herja á menntakerfið með nýjungum sem þessum. Meðal annars í ljósi þess hve margir skólar nýta nú tölvur, spjaldtölvur og aðra tölvutækni. Amazon hefur verið í mikilli sókn á árinu en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu hefur hækkað um 27 prósent á árinu.
Bylting Amazon fyrir kennara komin á markað
Sæunn Gísladóttir skrifar

Mest lesið

Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu
Viðskipti innlent

Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð
Viðskipti innlent

Þorsteinn Már hættir hjá Samherja
Viðskipti innlent

Landsbankinn og Arion lækka vexti
Neytendur

Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife
Viðskipti innlent

Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa
Viðskipti innlent

Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum
Viðskipti erlent

Valgerður Hrund hættir hjá Sensa
Viðskipti innlent

Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér
Viðskipti innlent

Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi
Viðskipti innlent