Ellefu kjarnorkuver og hundruð sjúkrahúsa á vegi Irmu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. september 2017 08:15 Umferðin frá hættusvæðum er nánast eingöngu í eina átt. Vísir/afp Yfirvöld í Flórída hafa skipað minnst 5,6 milljónum íbúa í ríkinu að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði áður en fellibylurinn Irma skellur á ríkinu. Búist er við að Irma muni valda gríðarlegu tjóni þar. Irma hefur á ný náð hæsta styrk fellibylja, styrk fimm, en styrkurinn hafði um tíma farið niður í fjóra. Irma fer nú yfir Kúbu en reiknað er með að fellibylurinn nái landi á Flórída seint í kvöld eða snemma á morgun. Irma hefur þegar valdið miklum skaða á eyjum Karabíska hafsins en talið er að minnst nítján hafi látist og fjölmörg heimili gjöreyðilagst.Eins og sjá má er Irma gríðarstór. Sjá má Flórída-skaga efst í vinstra horninu.Vísir/AFPRick Scott, ríkisstjóri Flórída, hefur gefið út að allir íbúar Flórída, um 21 milljón manns, ættu að vera reiðubúnir að yfirgefa heimili sín. Reiknað er með að Irma muni færa sig upp eftir öllum Flórída-skaganum. Reiknað er með mikilli eyðileggingu og á vef 538 má sjá að alls eru ellefu kjarnorkuver, hundruð sjúkrahúsa og þó nokkir losunarstaðir spilliefna á þeim svæðum sem talið er líklegt að Irma muni ná til. Bandaríska veðurstofan greindi frá því í gær að líklega yrði meðalvindhraði Irmu um 74 metrar á sekúndu þegar stormurinn skellur að öllum líkindum á Flórída. Greindi veðurstofan frá því í gær að vegna Irmu gæti suðurhluti Flórída orðið óbyggilegur í vikur, jafnvel mánuði.Hér að neðan má sjá gagnvirkt kort af Irmu. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga í Flórída flýr undan Irmu "Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið.“ 9. september 2017 00:01 Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26 Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44 Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00 Íslendingar í farvegi Irmu láti vita af sér Íslendingar í Flórída og öðrum svæðum sem fellibylurinn Irma mun skella á eru beðnir um að láta ættingi og vini vita af sér. 8. september 2017 16:14 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Yfirvöld í Flórída hafa skipað minnst 5,6 milljónum íbúa í ríkinu að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði áður en fellibylurinn Irma skellur á ríkinu. Búist er við að Irma muni valda gríðarlegu tjóni þar. Irma hefur á ný náð hæsta styrk fellibylja, styrk fimm, en styrkurinn hafði um tíma farið niður í fjóra. Irma fer nú yfir Kúbu en reiknað er með að fellibylurinn nái landi á Flórída seint í kvöld eða snemma á morgun. Irma hefur þegar valdið miklum skaða á eyjum Karabíska hafsins en talið er að minnst nítján hafi látist og fjölmörg heimili gjöreyðilagst.Eins og sjá má er Irma gríðarstór. Sjá má Flórída-skaga efst í vinstra horninu.Vísir/AFPRick Scott, ríkisstjóri Flórída, hefur gefið út að allir íbúar Flórída, um 21 milljón manns, ættu að vera reiðubúnir að yfirgefa heimili sín. Reiknað er með að Irma muni færa sig upp eftir öllum Flórída-skaganum. Reiknað er með mikilli eyðileggingu og á vef 538 má sjá að alls eru ellefu kjarnorkuver, hundruð sjúkrahúsa og þó nokkir losunarstaðir spilliefna á þeim svæðum sem talið er líklegt að Irma muni ná til. Bandaríska veðurstofan greindi frá því í gær að líklega yrði meðalvindhraði Irmu um 74 metrar á sekúndu þegar stormurinn skellur að öllum líkindum á Flórída. Greindi veðurstofan frá því í gær að vegna Irmu gæti suðurhluti Flórída orðið óbyggilegur í vikur, jafnvel mánuði.Hér að neðan má sjá gagnvirkt kort af Irmu.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga í Flórída flýr undan Irmu "Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið.“ 9. september 2017 00:01 Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26 Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44 Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00 Íslendingar í farvegi Irmu láti vita af sér Íslendingar í Flórída og öðrum svæðum sem fellibylurinn Irma mun skella á eru beðnir um að láta ættingi og vini vita af sér. 8. september 2017 16:14 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Fjöldi Íslendinga í Flórída flýr undan Irmu "Einhverstaðar sá ég að einhverjir voru búnir að vera 20 klukkutíma þar sem átti að vera nokkurra tíma leið.“ 9. september 2017 00:01
Ríkisstjóri Flórída: Allir íbúar ríkisins búi sig undir að þurfa að yfirgefa heimili sín Rick Scott segir fellibylinn stærri en Flórída-ríki og því þurfi íbúar á bæði vestur- og austurströnd ríkisins að vera reiðubúnir að flýja. 8. september 2017 14:26
Trump segir Irmu geta valdið sögulegri eyðileggingu Bandaríkjaforseti segir alríkisstjórninina vinna með yfirvöldum í einstaka ríkjum að því að undirbúa komu fellibylsins til að hægt verði að komast hjá manntjóni. 8. september 2017 15:44
Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00
Íslendingar í farvegi Irmu láti vita af sér Íslendingar í Flórída og öðrum svæðum sem fellibylurinn Irma mun skella á eru beðnir um að láta ættingi og vini vita af sér. 8. september 2017 16:14