Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2017 07:00 Flóð hrjá íbúa norðurstrandar Haítí eftir að Irma gekk þar yfir. Nordicphotos/AFP Hálfri milljón hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín í Flórída vegna fellibylsins Irmu sem spáð er að gangi á land í suðurhluta ríkisins á morgun. Framkvæmdastjóri almannavarna Bandaríkjanna varaði í gær við yfirvofandi gjöreyðileggingu. Irma hefur undanfarna daga skilið eftir sig sviðna jörð á eyjum Karíbahafsins og hafa að minnsta kosti tuttugu látið lífið í hamförunum en alls er stormurinn sagður hafa haft mikil áhrif á líf 1,2 milljóna manna. Líklegt þykir að báðar tölur muni hækka verulega. Fellibylurinn var í gær lækkaður úr fimmta stigi niður í það fjórða, sem þó þýðir að stormurinn sé afar hættulegur. Bandaríska veðurstofan greindi frá því í gær að líklega yrði meðalvindhraði Irmu um 74 metrar á sekúndu þegar stormurinn skellur að öllum líkindum á Flórída. Greindi veðurstofan frá því í gær að vegna Irmu gæti suðurhluti Flórída orðið óbyggilegur í vikur, jafnvel mánuði.Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, á blaðamannafundi í gær. Á bak við hann má sjá Marco Rubio, öldungadeildarþingmann ríkisins.Nordicphotos/AFP„Fellibylurinn Irma heldur áfram að vera alvarleg ógn og mun Irma valda gjöreyðileggingu í Bandaríkjunum, annaðhvort í Flórída eða í öðrum ríkjum á suðausturströnd Bandaríkjanna,“ sagði Brock Long, framkvæmdastjóri almannavarna vestanhafs, í gær. Langlíklegast þykir að Flórída verði fyrir barðinu á storminum. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, tók undir með Long í gær og varaði við fellibylnum. „Við höfum ekki miklu lengri tíma. Ef þú ert á svæði þar sem búið er að fyrirskipa rýmingu þá þarftu að flýta þér og yfirgefa svæðið samstundis,“ sagði Scott á blaðamannafundi í gær og bætti því við að hægt væri að endurreisa heimili, hins vegar væri ekki hægt að vekja fólk upp frá dauðum. „Ef þú skoðar stærð stormsins sérðu að hann er risavaxinn. Hann er breiðari en Flórídaríki og er bæði hættulegur fólki og innviðum,“ sagði Scott enn fremur. Irma gekk yfir Turks og Kaíkoseyjar í gær sem og Hispanjólu og olli þar nokkru tjóni, bæði vegna mikilla vinda og rigningar. BBC greindi frá því að á Turks og Kaíkos, þar sem 35.000 manns búa, hefðu eyjaskeggjar fundið allhressilega fyrir því þegar loftþrýstingur tók dýfu. Reif Irma þök af byggingum höfuðborgarinnar, olli miklum flóðum, sleit háspennulínur og olli rafmagnsleysi. Á Hispanjólu, þar sem eru ríkin Haítí og Dóminíska lýðveldið, olli Irma sams konar tjóni, þó einkum á norðurströndinni. Í samtali við BBC sagði John Freeman, ríkisstjóri Turks og Kaíkos, að vel hefði tekist til við rýmingu en því var beint til íbúa á láglendi Turks og Kaíkos að koma sér eins hátt upp og unnt var. Hæsti punktur eyjanna er þó einungis fimmtíu metra yfir sjávarmáli. Í dag er svo búist við því að mesti stormurinn gangi yfir austur- og miðhluta Kúbu á meðan auga stormsins á að ganga á milli norðurstrandar Kúbu og Bahamaeyja, að því er kemur fram í spá Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC). Fréttavefur Reuters greindi frá því í gær að um fimmtíu þúsund ferðamenn hefðu flúið Kúbu til þess að verða ekki fyrir barðinu á ofsaveðrinu. Voru vinsælir ferðamannastaðir og hótel á norðurströnd eyjunnar til að mynda galtóm í gær. Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Hálfri milljón hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín í Flórída vegna fellibylsins Irmu sem spáð er að gangi á land í suðurhluta ríkisins á morgun. Framkvæmdastjóri almannavarna Bandaríkjanna varaði í gær við yfirvofandi gjöreyðileggingu. Irma hefur undanfarna daga skilið eftir sig sviðna jörð á eyjum Karíbahafsins og hafa að minnsta kosti tuttugu látið lífið í hamförunum en alls er stormurinn sagður hafa haft mikil áhrif á líf 1,2 milljóna manna. Líklegt þykir að báðar tölur muni hækka verulega. Fellibylurinn var í gær lækkaður úr fimmta stigi niður í það fjórða, sem þó þýðir að stormurinn sé afar hættulegur. Bandaríska veðurstofan greindi frá því í gær að líklega yrði meðalvindhraði Irmu um 74 metrar á sekúndu þegar stormurinn skellur að öllum líkindum á Flórída. Greindi veðurstofan frá því í gær að vegna Irmu gæti suðurhluti Flórída orðið óbyggilegur í vikur, jafnvel mánuði.Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, á blaðamannafundi í gær. Á bak við hann má sjá Marco Rubio, öldungadeildarþingmann ríkisins.Nordicphotos/AFP„Fellibylurinn Irma heldur áfram að vera alvarleg ógn og mun Irma valda gjöreyðileggingu í Bandaríkjunum, annaðhvort í Flórída eða í öðrum ríkjum á suðausturströnd Bandaríkjanna,“ sagði Brock Long, framkvæmdastjóri almannavarna vestanhafs, í gær. Langlíklegast þykir að Flórída verði fyrir barðinu á storminum. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, tók undir með Long í gær og varaði við fellibylnum. „Við höfum ekki miklu lengri tíma. Ef þú ert á svæði þar sem búið er að fyrirskipa rýmingu þá þarftu að flýta þér og yfirgefa svæðið samstundis,“ sagði Scott á blaðamannafundi í gær og bætti því við að hægt væri að endurreisa heimili, hins vegar væri ekki hægt að vekja fólk upp frá dauðum. „Ef þú skoðar stærð stormsins sérðu að hann er risavaxinn. Hann er breiðari en Flórídaríki og er bæði hættulegur fólki og innviðum,“ sagði Scott enn fremur. Irma gekk yfir Turks og Kaíkoseyjar í gær sem og Hispanjólu og olli þar nokkru tjóni, bæði vegna mikilla vinda og rigningar. BBC greindi frá því að á Turks og Kaíkos, þar sem 35.000 manns búa, hefðu eyjaskeggjar fundið allhressilega fyrir því þegar loftþrýstingur tók dýfu. Reif Irma þök af byggingum höfuðborgarinnar, olli miklum flóðum, sleit háspennulínur og olli rafmagnsleysi. Á Hispanjólu, þar sem eru ríkin Haítí og Dóminíska lýðveldið, olli Irma sams konar tjóni, þó einkum á norðurströndinni. Í samtali við BBC sagði John Freeman, ríkisstjóri Turks og Kaíkos, að vel hefði tekist til við rýmingu en því var beint til íbúa á láglendi Turks og Kaíkos að koma sér eins hátt upp og unnt var. Hæsti punktur eyjanna er þó einungis fimmtíu metra yfir sjávarmáli. Í dag er svo búist við því að mesti stormurinn gangi yfir austur- og miðhluta Kúbu á meðan auga stormsins á að ganga á milli norðurstrandar Kúbu og Bahamaeyja, að því er kemur fram í spá Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC). Fréttavefur Reuters greindi frá því í gær að um fimmtíu þúsund ferðamenn hefðu flúið Kúbu til þess að verða ekki fyrir barðinu á ofsaveðrinu. Voru vinsælir ferðamannastaðir og hótel á norðurströnd eyjunnar til að mynda galtóm í gær.
Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira