Persónuleg sambönd Guðna komu Íslandi í FIFA 18 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2017 14:00 Guðni Bergsson lét til sín taka til að koma Íslandi í FIFA 18. Vísir/Anton Ekki var útlit fyrir að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu yrði með í tölvuleiknum vinsæla FIFA 18. Persónuleg sambönd Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, á Norðurlöndunum komu málinu á hreyfingu. Samningar náðust á dögunum.Tilkynnt var í gær að Ísland yrði með í leiknum, sem er einn vinsælasti tölvuleikur í heimi. Athygli vakti á síðasta ári þegar forveri Guðna í starfi, Geir Þorsteinsson, hafnaði tilboði framleiðenda leiksins um að vera með í síðustu útgáfu leiksins, FIFA 17. Taldi hann tilboð tölvuleikjarisans EA Sports vera of lágt. Í samtali við Vísi segir Guðni að það hafi verið sín upplifun að málið hafi verið komið á ís hjá EA Sports.Bráðum verður hægt að fagna með tölvuleikjaútgáfunni af landsliðsmönnunum.vísir/anton„Já, ég held að það verið búið nánast að setja þetta í skúffu og til hliðar eins og staðan á þessu var eins og ég upplifði þetta. Þetta var í raun og veru komið á kælingu og á ís ef svo má segja,“ segir Guðni.Viðskiptablaðið greindi hins vegar frá því í maí að viðræður væru hafnar á milli KSÍ og EA Sports. En hvernig komu þær viðræður til? „Þetta var í raun og veru í gegnum ákveðin sambönd sem að ég hafði í gegnum fyrirtæki í Skandinavíu. Ég fékk upplýsingar um það að það gæti verið áhugi á þessu í gegnum skandínavísku skrifstofuna,“ segir Guðni.Þjónusta við stuðningsmennina Í kjölfarið hófust viðræður sem enduðu með því að íslenska karlalandsliðið, sem vakið hefur mikla athygli fyrir framgöngu sína á knattspyrnuvellinum undanfarin ár, verður með í leiknum. Komið hefur fram að tilboð EA Sports á síðasta ári hafi verið undir tveimur milljónum en Guðni vill ekki segja hversu hátt tilboð EA Sports hafi verið í þetta skiptið. „Þetta er samningur á milli tveggja aðila og það er eðlilegt að það sé trúnaður þar á milli aðila. Þetta er ekki þannig séð miklar fjárhæðir sem um ræðir en þó fjárhæðir sem við værum ekki að fá,“ segir Guðni. Þá segir Guðni að önnur atriði vegi ef til vill þyngra. Þarna sé landsliðið orðið hluti af vinsælasta íþróttaleik veraldar og því fylgi meiri athygli. Þá sé vera Íslands í leiknum ákveðin þjónusta við stuðningsmenn landsliðsins.Íslensku stuðningsmennirnir taka víkingaklappið á leik Íslands og Sviss á EM kvenna í gær.vísir/getty„Ég upplifði það þannig að þarna værum við að koma til móts við okkar alla þá stuðningsmenn sem spila þennan leik. Þeir eru náttúrulega fleiri þúsund og ég held að þeir muni hafa gaman af þessu. Ég held líka að leikmenn muni hafa gaman af þessu, að þeir séu orðnir þáttakendur á þessu stóra sviði þrátt fyrir að það sé tölvuleikur.“Komið hefur fram að KSÍ hafi reynt að fá kvennalandsliðið sem og Pepsi-deildina einnig inn í leikinn. Guðni segir að mikilvægt sé karlalandsliðinu sé komið inn til að byrja með og síðar verði hægt að skoða hvort að hægt sé að færa út kvíarnar. „Það er alveg ljóst að um leið og við stöndum okkur vel eins og við höfum að gera þá eru möguleikarnir meiri á þessu sviði eins og öðrum,“ segir Guðni.En verður víkingaklappið með?„Ef að það verður ekki í leiknum þá er eitthvað mikið að. Að sjálfsögðu verður það í leiknum. Þetta er orðið heimsþekkt. Það er bara eins og frændi minn Bjarni Fel frændi myndi segja „næsta víst“ að víkingaklappið verður í leiknum.“ Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Ísland með í FIFA 18 Samningar hafa náðst á milli EA SPORTS™ og KSÍ um að íslenska karlalandsliðið verði með í FIFA 18 sem er einn vinsælasti tölvuleikur í heimi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ. 6. september 2017 15:10 Guðni bjartsýnn á að Ísland verði í FIFA 18 KSÍ fékk tilboð um að vera í FIFA 17 sem var hafnað við litla hrifingu íslenskra fótboltaáhugamanna. 8. maí 2017 13:30 Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. 20. september 2016 23:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
Ekki var útlit fyrir að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu yrði með í tölvuleiknum vinsæla FIFA 18. Persónuleg sambönd Guðna Bergssonar, formanns KSÍ, á Norðurlöndunum komu málinu á hreyfingu. Samningar náðust á dögunum.Tilkynnt var í gær að Ísland yrði með í leiknum, sem er einn vinsælasti tölvuleikur í heimi. Athygli vakti á síðasta ári þegar forveri Guðna í starfi, Geir Þorsteinsson, hafnaði tilboði framleiðenda leiksins um að vera með í síðustu útgáfu leiksins, FIFA 17. Taldi hann tilboð tölvuleikjarisans EA Sports vera of lágt. Í samtali við Vísi segir Guðni að það hafi verið sín upplifun að málið hafi verið komið á ís hjá EA Sports.Bráðum verður hægt að fagna með tölvuleikjaútgáfunni af landsliðsmönnunum.vísir/anton„Já, ég held að það verið búið nánast að setja þetta í skúffu og til hliðar eins og staðan á þessu var eins og ég upplifði þetta. Þetta var í raun og veru komið á kælingu og á ís ef svo má segja,“ segir Guðni.Viðskiptablaðið greindi hins vegar frá því í maí að viðræður væru hafnar á milli KSÍ og EA Sports. En hvernig komu þær viðræður til? „Þetta var í raun og veru í gegnum ákveðin sambönd sem að ég hafði í gegnum fyrirtæki í Skandinavíu. Ég fékk upplýsingar um það að það gæti verið áhugi á þessu í gegnum skandínavísku skrifstofuna,“ segir Guðni.Þjónusta við stuðningsmennina Í kjölfarið hófust viðræður sem enduðu með því að íslenska karlalandsliðið, sem vakið hefur mikla athygli fyrir framgöngu sína á knattspyrnuvellinum undanfarin ár, verður með í leiknum. Komið hefur fram að tilboð EA Sports á síðasta ári hafi verið undir tveimur milljónum en Guðni vill ekki segja hversu hátt tilboð EA Sports hafi verið í þetta skiptið. „Þetta er samningur á milli tveggja aðila og það er eðlilegt að það sé trúnaður þar á milli aðila. Þetta er ekki þannig séð miklar fjárhæðir sem um ræðir en þó fjárhæðir sem við værum ekki að fá,“ segir Guðni. Þá segir Guðni að önnur atriði vegi ef til vill þyngra. Þarna sé landsliðið orðið hluti af vinsælasta íþróttaleik veraldar og því fylgi meiri athygli. Þá sé vera Íslands í leiknum ákveðin þjónusta við stuðningsmenn landsliðsins.Íslensku stuðningsmennirnir taka víkingaklappið á leik Íslands og Sviss á EM kvenna í gær.vísir/getty„Ég upplifði það þannig að þarna værum við að koma til móts við okkar alla þá stuðningsmenn sem spila þennan leik. Þeir eru náttúrulega fleiri þúsund og ég held að þeir muni hafa gaman af þessu. Ég held líka að leikmenn muni hafa gaman af þessu, að þeir séu orðnir þáttakendur á þessu stóra sviði þrátt fyrir að það sé tölvuleikur.“Komið hefur fram að KSÍ hafi reynt að fá kvennalandsliðið sem og Pepsi-deildina einnig inn í leikinn. Guðni segir að mikilvægt sé karlalandsliðinu sé komið inn til að byrja með og síðar verði hægt að skoða hvort að hægt sé að færa út kvíarnar. „Það er alveg ljóst að um leið og við stöndum okkur vel eins og við höfum að gera þá eru möguleikarnir meiri á þessu sviði eins og öðrum,“ segir Guðni.En verður víkingaklappið með?„Ef að það verður ekki í leiknum þá er eitthvað mikið að. Að sjálfsögðu verður það í leiknum. Þetta er orðið heimsþekkt. Það er bara eins og frændi minn Bjarni Fel frændi myndi segja „næsta víst“ að víkingaklappið verður í leiknum.“
Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Ísland með í FIFA 18 Samningar hafa náðst á milli EA SPORTS™ og KSÍ um að íslenska karlalandsliðið verði með í FIFA 18 sem er einn vinsælasti tölvuleikur í heimi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ. 6. september 2017 15:10 Guðni bjartsýnn á að Ísland verði í FIFA 18 KSÍ fékk tilboð um að vera í FIFA 17 sem var hafnað við litla hrifingu íslenskra fótboltaáhugamanna. 8. maí 2017 13:30 Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. 20. september 2016 23:30 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Ísland með í FIFA 18 Samningar hafa náðst á milli EA SPORTS™ og KSÍ um að íslenska karlalandsliðið verði með í FIFA 18 sem er einn vinsælasti tölvuleikur í heimi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ. 6. september 2017 15:10
Guðni bjartsýnn á að Ísland verði í FIFA 18 KSÍ fékk tilboð um að vera í FIFA 17 sem var hafnað við litla hrifingu íslenskra fótboltaáhugamanna. 8. maí 2017 13:30
Geir Þorsteinsson við BBC um stóra FIFA 17-málið: „Finnst að gagnrýnin ætti að beinast að EA Sports“ Sú ákvörðun KSÍ að hafna tilboði EA Sports um að hafa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu með í tölvuleiknum FIFA 17 hefur ekki aðeins vakið mikla athygli hér heima heldur er fjallað um hana á öllum helstu fréttamiðlum heims. 20. september 2016 23:30