Lífsýni úr fatnaði í nauðgunarmáli í Eyjum rannsökuð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2017 12:45 Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur haft málið til rannsóknar í tæpt ár. Vísir/Óskar P. Friðriksson Rannsókn lögreglunnar í Vestmannaeyjum á nauðgun og líkamsárás sem grunur leikur á að hafi verið framin í september í fyrra er á lokastigi. Rætt var við konuna sem er brotaþolinn í málinu í útlöndum og þá voru lífsýni úr fatnaði rannsökuð. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Eyjum, segist í samtali við Vísi eiga von á því að senda málið frá sér til ákærusviðs lögreglunnar í þessum mánuði sem fer þá yfir málið og metur hvort það verði sent áfram til héraðssaksóknara. Tryggvi segir að erfitt hafi reynst að ná tali af konunni sem brotið var á þar sem hún flutti erlendis. Hann kveðst ekki vita nákvæmlega hvenær hún flutti úr landi en telur það hafa verið í kringum áramótin. Tryggvi segir það ekki rétt sem fram kom á vef RÚV í gær að lögreglumenn hafi farið utan í sumar til að ræða við konuna. „Við náðum tali ef henni í gegnum annan aðila en það voru ekki lögreglumenn sem fóru út. Ég get ekki farið nánar út í það hver það var sem ræddi við konuna en það var aðili á vegum íslenska ríkisins,“ segir Tryggvi. Hann segir á annan tug vitna hafa verið yfirheyrð í tengslum við málið og þá voru lífsýni úr fatnaði send í DNA-rannsókn. Málið kom upp þann 17. september í fyrra en konan fannst snemma um morguninn úti á götu í Eyjum nakin og með mikla áverka á höfði. Maðurinn sem grunaður er í málinu sat í gæsluvarðhaldi í um tíu daga vegna þess. Líkamsárás í Vestmannaeyjum Tengdar fréttir Laus úr gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Suðurlands féllst ekki á kröfu lögreglunnar í Vestmannaeyjum um framlengingu gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot. 29. september 2016 15:23 Vitni gátu ekki bent á árásarmanninn í Eyjum Hæstiréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar 3. október 2016 22:30 Líkamsárás í Vestmannaeyjum: Lögreglan vildi meta geðheilbrigði mannsins Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum 17. september síðastliðinn. 26. október 2016 15:05 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar í Vestmannaeyjum á nauðgun og líkamsárás sem grunur leikur á að hafi verið framin í september í fyrra er á lokastigi. Rætt var við konuna sem er brotaþolinn í málinu í útlöndum og þá voru lífsýni úr fatnaði rannsökuð. Tryggvi Ólafsson, lögreglufulltrúi í Eyjum, segist í samtali við Vísi eiga von á því að senda málið frá sér til ákærusviðs lögreglunnar í þessum mánuði sem fer þá yfir málið og metur hvort það verði sent áfram til héraðssaksóknara. Tryggvi segir að erfitt hafi reynst að ná tali af konunni sem brotið var á þar sem hún flutti erlendis. Hann kveðst ekki vita nákvæmlega hvenær hún flutti úr landi en telur það hafa verið í kringum áramótin. Tryggvi segir það ekki rétt sem fram kom á vef RÚV í gær að lögreglumenn hafi farið utan í sumar til að ræða við konuna. „Við náðum tali ef henni í gegnum annan aðila en það voru ekki lögreglumenn sem fóru út. Ég get ekki farið nánar út í það hver það var sem ræddi við konuna en það var aðili á vegum íslenska ríkisins,“ segir Tryggvi. Hann segir á annan tug vitna hafa verið yfirheyrð í tengslum við málið og þá voru lífsýni úr fatnaði send í DNA-rannsókn. Málið kom upp þann 17. september í fyrra en konan fannst snemma um morguninn úti á götu í Eyjum nakin og með mikla áverka á höfði. Maðurinn sem grunaður er í málinu sat í gæsluvarðhaldi í um tíu daga vegna þess.
Líkamsárás í Vestmannaeyjum Tengdar fréttir Laus úr gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Suðurlands féllst ekki á kröfu lögreglunnar í Vestmannaeyjum um framlengingu gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot. 29. september 2016 15:23 Vitni gátu ekki bent á árásarmanninn í Eyjum Hæstiréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar 3. október 2016 22:30 Líkamsárás í Vestmannaeyjum: Lögreglan vildi meta geðheilbrigði mannsins Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum 17. september síðastliðinn. 26. október 2016 15:05 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Laus úr gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Suðurlands féllst ekki á kröfu lögreglunnar í Vestmannaeyjum um framlengingu gæsluvarðhalds yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot. 29. september 2016 15:23
Vitni gátu ekki bent á árásarmanninn í Eyjum Hæstiréttur hefur hafnað gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar 3. október 2016 22:30
Líkamsárás í Vestmannaeyjum: Lögreglan vildi meta geðheilbrigði mannsins Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands þess efnis að ekki verði kallaður til dómkvaddur matsmaður til þess að framkvæma mat á manni sem meðal annars er grunaður er um alvarlega líkamsárás og kynferðisbrot gegn konu í Vestmannaeyjum 17. september síðastliðinn. 26. október 2016 15:05