Mun meira er gert af ristilspeglunum, speglunum á hnjáliðum, rörísetningu hjá börnum og hálskirtlatökum hér á landi en í nágrannalöndum.
Langflestar aðgerðirnar eru gerðar af sérfræðingum á stofu og greitt fyrir hverja þeirra samkvæmt samningi Sjúkratrygginga og sérgreinalækna. Biðlistar benda til þess að hér sé of lítið gert af aðgerðum sem eru fyrst og fremst gerðar á opinberum stofnunum. Landlæknir telur því ástæðu til að ætla að fjöldi aðgerða tengist að einhverju leyti ólíkum greiðslukerfum í opinberri og einkarekinni þjónustu.
