Lokar sig inni í gluggalausu herbergi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. september 2017 20:00 Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið gríðarlegri eyðileggingu á nokkrum eyjum í Karíbahafi. Íslendingur sem staddur er á Púertó Ríkó gerði ráð fyrir að loka sig inni í gluggalausu herbergi eða skáp á meðan mesta óveðrið gengur yfir og hefur safnað vatns- og matarbirgðum. Fellibylurinn Irma ríður nú yfir Karíbahafið af gríðarlegum krafti. Bylurinn mælist á fimmta og hæsta stigi en vindhraðinn hefur náð upp í 83 metra á sekúndu. Irma telst nú meðal öflugustu fellibylja sögunnar.Leið Irmu liggur í gegnum Púertó Ríkó, Dóminíska lýðveldið, Haítí og Kúbu og gæti náð til Flórída um helgina þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. „Það er afar mikilvægt að allir íbúar Flórída fylgist grannt með þessum ótrúlega hættulega stormi. Ekki sitja og bíða með undirbúninginn. Undirbúið ykkur núna strax," sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída í dag. Fellibylurinn hefur þegar valdið mikilli eyðileggingu og tilkynnti innanríkisráðherra Frakklands í morgun að fjórar sterkbyggðustu byggingar St. Martin væru ónýtar. Ekki hefur verið tilkynnt um manntjón en símasamband hefur víða legið niðri auk þess sem rafmagn hefur verið slegið út af öryggisástæðum. Mikil fátækt ríkir meðal íbúa margra eyjanna og eru húsin því gjarnan veikbyggð. Kona sem býr ásamt 200 öðrum í tjaldbúðum á Haítí óttast það versta þar sem húsnæðið heldur varla rigningu. „Ég get ekki farið neitt. Ég verð að vera hér. Ég lifi eða dey eftir því hvernig þessi stormur lendir á okkur. Ef guð vill hjálpa okkur gerir hann það en við höfum engan stað til að fara á," segir Jessy, íbúi í fátækrahverfi Haítí. Búðirnar tómarRannveig GísladóttirRannveig Gísladóttir er stödd í fríi í borginni San Juan á Púertó Ríkó í heimsókn hjá vinkonu sinni. Þegar fréttastofa náði af henni tali var klukkan um tíu að staðartíma en Irma náði landi um klukkan tvö í Púertó Ríkó. „Við erum búin að fylla 55 gallon lítra af tunnu og allt sem við getum fyllt af vatni til þess að geta notað sem sturtu eða fyrir hvað sem er," segir Rannveig. Hún segir búðirnar tómar þar sem fólk hefur birgt sig upp af mat og drykk. „Það var allt búið í búðunum. Við fórum og versluðum í gær. Allt vatnið var búið. Ætluðum að reyna kaupa teip en það var allt búið. Við rétt svo náðum ílátum til að fylla af vatni," segir Rannveig. Mikill óróleiki er í fólki en sjálf segist hún eiga að vera á öruggum stað. „Ég er í raun og veru í mjög sterkbyggðu steypuhúsi sem á ekkert að hrynja. En við munum líklega fara í gluggalaust herbergi þegar það versta gengur yfir fara og vona það besta," segir Rannveig. Dóminíska lýðveldið Fellibylurinn Irma Mið-Ameríka Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Fellibylurinn Irma hefur þegar valdið gríðarlegri eyðileggingu á nokkrum eyjum í Karíbahafi. Íslendingur sem staddur er á Púertó Ríkó gerði ráð fyrir að loka sig inni í gluggalausu herbergi eða skáp á meðan mesta óveðrið gengur yfir og hefur safnað vatns- og matarbirgðum. Fellibylurinn Irma ríður nú yfir Karíbahafið af gríðarlegum krafti. Bylurinn mælist á fimmta og hæsta stigi en vindhraðinn hefur náð upp í 83 metra á sekúndu. Irma telst nú meðal öflugustu fellibylja sögunnar.Leið Irmu liggur í gegnum Púertó Ríkó, Dóminíska lýðveldið, Haítí og Kúbu og gæti náð til Flórída um helgina þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir. „Það er afar mikilvægt að allir íbúar Flórída fylgist grannt með þessum ótrúlega hættulega stormi. Ekki sitja og bíða með undirbúninginn. Undirbúið ykkur núna strax," sagði Rick Scott, ríkisstjóri Flórída í dag. Fellibylurinn hefur þegar valdið mikilli eyðileggingu og tilkynnti innanríkisráðherra Frakklands í morgun að fjórar sterkbyggðustu byggingar St. Martin væru ónýtar. Ekki hefur verið tilkynnt um manntjón en símasamband hefur víða legið niðri auk þess sem rafmagn hefur verið slegið út af öryggisástæðum. Mikil fátækt ríkir meðal íbúa margra eyjanna og eru húsin því gjarnan veikbyggð. Kona sem býr ásamt 200 öðrum í tjaldbúðum á Haítí óttast það versta þar sem húsnæðið heldur varla rigningu. „Ég get ekki farið neitt. Ég verð að vera hér. Ég lifi eða dey eftir því hvernig þessi stormur lendir á okkur. Ef guð vill hjálpa okkur gerir hann það en við höfum engan stað til að fara á," segir Jessy, íbúi í fátækrahverfi Haítí. Búðirnar tómarRannveig GísladóttirRannveig Gísladóttir er stödd í fríi í borginni San Juan á Púertó Ríkó í heimsókn hjá vinkonu sinni. Þegar fréttastofa náði af henni tali var klukkan um tíu að staðartíma en Irma náði landi um klukkan tvö í Púertó Ríkó. „Við erum búin að fylla 55 gallon lítra af tunnu og allt sem við getum fyllt af vatni til þess að geta notað sem sturtu eða fyrir hvað sem er," segir Rannveig. Hún segir búðirnar tómar þar sem fólk hefur birgt sig upp af mat og drykk. „Það var allt búið í búðunum. Við fórum og versluðum í gær. Allt vatnið var búið. Ætluðum að reyna kaupa teip en það var allt búið. Við rétt svo náðum ílátum til að fylla af vatni," segir Rannveig. Mikill óróleiki er í fólki en sjálf segist hún eiga að vera á öruggum stað. „Ég er í raun og veru í mjög sterkbyggðu steypuhúsi sem á ekkert að hrynja. En við munum líklega fara í gluggalaust herbergi þegar það versta gengur yfir fara og vona það besta," segir Rannveig.
Dóminíska lýðveldið Fellibylurinn Irma Mið-Ameríka Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira