Hálft sjöunda þúsund yfirgefur heilsugæslu fyrir einkastöðvar Sveinn Arnarsson skrifar 4. september 2017 06:00 Skjólstæðingar á biðstofunni í heilsugæslunni í Efstaleiti sem er ein 15 stöðva á höfuðborgarsvæðinu. vísir/gva Um 6.500 íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt skilið við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) á síðustu þremur mánuðum og fært sig til einkarekinnar heilsugæslu á svæðinu með tilheyrandi tekjuskerðingu fyrir opinbera kerfið. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn hjá þeim og draga þurfi saman seglin.Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH.„Já, vissulega hefur þetta mjög mikil áhrif á okkar rekstur. Fjármögnunarlíkan opinbera kerfisins og einkareknu heilsugæslunnar er nákvæmlega það sama og fjármagn fylgir sjúklingi. Það er síðan hverjum frjálst að velja þá heilsugæslu sem hann vill,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH. Heilsugæslan rekur fimmtán heilsugæslustöðvar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Um þrjátíu þúsund krónur fylgja hverjum einasta skjólstæðingi til heilsugæslunnar óháð því hvort sjúklingur skrái sig á heilsugæslu hjá hinu opinbera eða hjá einkareknum stöðvum. Því hefur heilsugæslan misst um 195 milljónir króna og þarf að haga seglum eftir því. Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri HH, segir það verkefni stofnunarinnar að reksturinn taki mið af þessum nýju aðstæðum. Á einhverjum heilsugæslustöðvum þurfi að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Hluti lækna sem vinni nú á einkareknu heilsugæslustöðvunum hafi áður unnið hjá HH og því hafi læknum fækkað hjá þeim að undanförnu. Guðjón Brjánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, segir þetta geta haft mjög neikvæð áhrif fyrir opinbera heilbrigðiskerfið. Hverjum sjúklingi sé í sjálfsvald sett hvar hann skráir sig til heimilislæknis. „Við höfum séð dæmi þess í Skandinavíu að opinberri heilsugæslu hafi verið lokað. Þetta gæti haft neikvæð áhrif fyrir ákveðna sjúklingahópa. Nú er hins vegar opinberu heilsugæslunnar að sýna það að hún getur veitt góða þjónustu til að keppa við þennan kúnnahóp,“ segir Guðjón. Markmið með þessum breytingum er að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga og minnka þannig álag á Landspítalann sem og að allir einstaklingar geti skráð sig til heimilislæknis. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira
Um 6.500 íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafa sagt skilið við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) á síðustu þremur mánuðum og fært sig til einkarekinnar heilsugæslu á svæðinu með tilheyrandi tekjuskerðingu fyrir opinbera kerfið. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir þetta hafa mikil áhrif á reksturinn hjá þeim og draga þurfi saman seglin.Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH.„Já, vissulega hefur þetta mjög mikil áhrif á okkar rekstur. Fjármögnunarlíkan opinbera kerfisins og einkareknu heilsugæslunnar er nákvæmlega það sama og fjármagn fylgir sjúklingi. Það er síðan hverjum frjálst að velja þá heilsugæslu sem hann vill,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri HH. Heilsugæslan rekur fimmtán heilsugæslustöðvar víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu. Um þrjátíu þúsund krónur fylgja hverjum einasta skjólstæðingi til heilsugæslunnar óháð því hvort sjúklingur skrái sig á heilsugæslu hjá hinu opinbera eða hjá einkareknum stöðvum. Því hefur heilsugæslan misst um 195 milljónir króna og þarf að haga seglum eftir því. Jónas Guðmundsson, fjármálastjóri HH, segir það verkefni stofnunarinnar að reksturinn taki mið af þessum nýju aðstæðum. Á einhverjum heilsugæslustöðvum þurfi að draga saman seglin og fækka starfsfólki. Hluti lækna sem vinni nú á einkareknu heilsugæslustöðvunum hafi áður unnið hjá HH og því hafi læknum fækkað hjá þeim að undanförnu. Guðjón Brjánsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarnefnd Alþingis, segir þetta geta haft mjög neikvæð áhrif fyrir opinbera heilbrigðiskerfið. Hverjum sjúklingi sé í sjálfsvald sett hvar hann skráir sig til heimilislæknis. „Við höfum séð dæmi þess í Skandinavíu að opinberri heilsugæslu hafi verið lokað. Þetta gæti haft neikvæð áhrif fyrir ákveðna sjúklingahópa. Nú er hins vegar opinberu heilsugæslunnar að sýna það að hún getur veitt góða þjónustu til að keppa við þennan kúnnahóp,“ segir Guðjón. Markmið með þessum breytingum er að gera heilsugæsluna að fyrsta viðkomustað sjúklinga og minnka þannig álag á Landspítalann sem og að allir einstaklingar geti skráð sig til heimilislæknis.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Sjá meira