„Átján ára fangelsisrefsing er algjört lágmark“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2017 14:22 Thomas Olsen bar vitni í síðusut viku. Hann mætti ekki í þingsal í dag. vísir/eyþór Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þetta kom fram við munnlegan málflutning í málinu í héraðsdómi eftir hádegi í dag. Saksóknari fór yfir það að engin hefð er fyrir því hér á landi að dæma einstaklinga í lengra fangelsi fyrir manndráp en sextán ár þó heimilt sé að dæma menn í allt að ævilangt fangelsi fyrir brotið. Þá væri það þumalputtaregla að eitt kíló af kannabisefnum þýddi einn mánuður í fangelsi en Thomas er ákærður fyrir að hafa haft 23 kíló af kannabisefnum í vörslu sinni. Það myndi því bæta tveimur árum við sextán ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Kolbrún beindi því þó til dómsins að hún teldi tilefni til þess að fara upp fyrir sextán ára fangelsi hvað varðaði ákæruliðinn sem snýr að manndrápinu vegna þess hversu hrottafenginn glæpurinn var. Þá benti hún jafnframt á Thomas hefði nýlega fengið refsidóm í Grænlandi og það gæti haft ítrekunaráhrif. „En það er algjört lágmark ef bara er horft á dómafordæmi og þessi tvö ár sem myndu bætast við vegna fíkniefnalagabrotsins þá er algjört lágmark átján ára fangelsi. Það er þó tilefni til þyngingar að mati ákæruvaldsins [...] en átján ára fangelsi er algjört lágmark.“ Megininntakið í málflutningi Kolbrúnar var að ekki væri hægt að byggja á framburði Thomasar, hvorki hjá lögreglu né fyrir dómi, þegar tekin væri afstaða til sektar eða sakleysis hans. Sagði hún nær öll rannsóknargögn í málinu benda á Thomas og rakti hún hvernig hrekja mætti frásagnir hans af því sem gerðist nóttina sem Birna hvarf með gögnum málsins. Thomas hefur ávallt neitað sök í málinu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18 Geðlæknir lýsti Thomasi sem óeðlilega eðlilegum manni Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. 1. september 2017 11:59 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari, telur það algjört lágmark að Héraðsdómur Reykjaness dæmi Thomas Olsen í átján ára fangelsi en hann er ákærður bæði fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana þann 14. janúar og fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þetta kom fram við munnlegan málflutning í málinu í héraðsdómi eftir hádegi í dag. Saksóknari fór yfir það að engin hefð er fyrir því hér á landi að dæma einstaklinga í lengra fangelsi fyrir manndráp en sextán ár þó heimilt sé að dæma menn í allt að ævilangt fangelsi fyrir brotið. Þá væri það þumalputtaregla að eitt kíló af kannabisefnum þýddi einn mánuður í fangelsi en Thomas er ákærður fyrir að hafa haft 23 kíló af kannabisefnum í vörslu sinni. Það myndi því bæta tveimur árum við sextán ára fangelsisdóm fyrir manndráp. Kolbrún beindi því þó til dómsins að hún teldi tilefni til þess að fara upp fyrir sextán ára fangelsi hvað varðaði ákæruliðinn sem snýr að manndrápinu vegna þess hversu hrottafenginn glæpurinn var. Þá benti hún jafnframt á Thomas hefði nýlega fengið refsidóm í Grænlandi og það gæti haft ítrekunaráhrif. „En það er algjört lágmark ef bara er horft á dómafordæmi og þessi tvö ár sem myndu bætast við vegna fíkniefnalagabrotsins þá er algjört lágmark átján ára fangelsi. Það er þó tilefni til þyngingar að mati ákæruvaldsins [...] en átján ára fangelsi er algjört lágmark.“ Megininntakið í málflutningi Kolbrúnar var að ekki væri hægt að byggja á framburði Thomasar, hvorki hjá lögreglu né fyrir dómi, þegar tekin væri afstaða til sektar eða sakleysis hans. Sagði hún nær öll rannsóknargögn í málinu benda á Thomas og rakti hún hvernig hrekja mætti frásagnir hans af því sem gerðist nóttina sem Birna hvarf með gögnum málsins. Thomas hefur ávallt neitað sök í málinu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18 Geðlæknir lýsti Thomasi sem óeðlilega eðlilegum manni Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. 1. september 2017 11:59 Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Réttarmeinafræðingur ber vitni fyrir luktum dyrum Áframhald aðalmeðferðar í máli ákæruvaldsins gegn Thomasi Olsen hófst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9 í morgun. 1. september 2017 09:18
Geðlæknir lýsti Thomasi sem óeðlilega eðlilegum manni Það er mat geðlæknis sem dómkvaddur var til að meta sakhæfi Thomasar Olsen að hann sé sakhæfur. 1. september 2017 11:59
Í beinni: Grímur Grímsson ber vitni í Birnumálinu Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen heldur áfram í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9:15 í dag. 1. september 2017 07:00