Jón Daði: Allt eða ekkert Anton Ingi Leifsson skrifar 1. september 2017 11:00 Jón Daði í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, byrjar vel hjá félagi sínu Reading í ensku B-deildinni. Jón Daði skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Nú er Selfyssingurinn mættur með landsliðinu til Finnlands þar sem liðið mætir heimamönnum í mikilvægum leik í Tampere á laugardag. „Það var æðislegt að byrja svona vel. Það er það sem þú vilt; að byrja vel hjá klúbbnum sem þú ert kominn í og að spila nánast í 90 mínútur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla," sagði Jón Daði í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Vísis og Fréttablaðsins, á æfingu landsliðsins í Helsinki í gær. Jón Daði hefur oftar en ekki verið gagnrýndur fyrir hversu lítið hann skorað, en aftur á móti fengið mikið lof fyrir vinnusemi sína og baráttu. Hann tekur þeim gagnrýnisröddum sem segja að hann skori ekki mikið. „Það er gagnrýni sem þú tekur og reynir að svara því eftir bestu getu. Auðvitað er aðalatriðið framherja í leik að skora mörk, en það er spurning um að láta það ekki fara í hausinn á sér. Það eru fleiri hlutir í leik framherjans sem maður þarf að standa sig í." Framherjinn segir að íslensku leikmennirnir séu byrjaðir að þekkja svona leiki sem liðið á að vinna, innan gæsalappa. „Við höfum fengið marga svona leiki áður og ég held að strákarnir séu orðnir það reynslumiklir að það er ekkert hægt að vanmeta einn né neinn." „Hugarfar okkar er á okkur sjálfa og aðalmálið er að við viljum sjálfir vinna þennan leik," en hvert stig sem tapast núna verður afskaplega dýrt. „Þegar fjórir leikir eru eftir þá er bara allt eða ekkert. Stíll landsliðsins breytist ekkert og það er bara að halda í sömu gildi - eftir því sem árin líða þá bætast vonandi fleiri hlutir í leik okkar." „Það væri ekki leiðinlegt, en maður einblínir fyrst og fremst á að spila vel fyrir liðið og ná þremur stigum," sagði Jón Daði að lokum þegar hann var spurður út í það hversu sætt væri að skora í tveimur leikjum í röð. Arnar Björnsson ræddi einnig við Jón Daða, en viðtal Arnars má sjá hér að neðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leik Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, byrjar vel hjá félagi sínu Reading í ensku B-deildinni. Jón Daði skoraði í sínum fyrsta leik fyrir félagið á dögunum. Nú er Selfyssingurinn mættur með landsliðinu til Finnlands þar sem liðið mætir heimamönnum í mikilvægum leik í Tampere á laugardag. „Það var æðislegt að byrja svona vel. Það er það sem þú vilt; að byrja vel hjá klúbbnum sem þú ert kominn í og að spila nánast í 90 mínútur eftir að hafa verið frá vegna meiðsla," sagði Jón Daði í samtali við Óskar Ófeig Jónsson, blaðamann Vísis og Fréttablaðsins, á æfingu landsliðsins í Helsinki í gær. Jón Daði hefur oftar en ekki verið gagnrýndur fyrir hversu lítið hann skorað, en aftur á móti fengið mikið lof fyrir vinnusemi sína og baráttu. Hann tekur þeim gagnrýnisröddum sem segja að hann skori ekki mikið. „Það er gagnrýni sem þú tekur og reynir að svara því eftir bestu getu. Auðvitað er aðalatriðið framherja í leik að skora mörk, en það er spurning um að láta það ekki fara í hausinn á sér. Það eru fleiri hlutir í leik framherjans sem maður þarf að standa sig í." Framherjinn segir að íslensku leikmennirnir séu byrjaðir að þekkja svona leiki sem liðið á að vinna, innan gæsalappa. „Við höfum fengið marga svona leiki áður og ég held að strákarnir séu orðnir það reynslumiklir að það er ekkert hægt að vanmeta einn né neinn." „Hugarfar okkar er á okkur sjálfa og aðalmálið er að við viljum sjálfir vinna þennan leik," en hvert stig sem tapast núna verður afskaplega dýrt. „Þegar fjórir leikir eru eftir þá er bara allt eða ekkert. Stíll landsliðsins breytist ekkert og það er bara að halda í sömu gildi - eftir því sem árin líða þá bætast vonandi fleiri hlutir í leik okkar." „Það væri ekki leiðinlegt, en maður einblínir fyrst og fremst á að spila vel fyrir liðið og ná þremur stigum," sagði Jón Daði að lokum þegar hann var spurður út í það hversu sætt væri að skora í tveimur leikjum í röð. Arnar Björnsson ræddi einnig við Jón Daða, en viðtal Arnars má sjá hér að neðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leik Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Var hátt uppi eftir EM Ragnar Sigurðsson var hetja íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í dramtískum sigri á Finnum fyrir tæpu ári. Nú er Ragnar farinn frá Englandi og kominn aftur í rússnesku deildina. Hann leitar hins vegar ekki að blóraböggli út af því hvernig þetta endaði hjá Fulham. 1. september 2017 07:00