Menning

Íslenskt sviðslistafólk rísandi stjörnur í Þýskalandi

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Katrín Gunnarsdóttir, Védís Kjartansdóttir og Sigurður Arent í Marble Crowd.
Katrín Gunnarsdóttir, Védís Kjartansdóttir og Sigurður Arent í Marble Crowd.
Íslenski sviðslistahópurinn Marble Crowd var á dögunum tilnefndur til gagnrýnendaverðlauna tímaritsins Tanz fyrir verkið Moving Mount­ains In Three Essays sem var frumsýnt í mars á aðalsviði Kampnagel leikhússins í Hamborg.

Það var gagnrýnandinn Irmela Kästner sem útnefndi verkið sem sýningu ársins en jafnframt var hópurinn valinn sem einn af rísandi stjörnum sviðslista í Þýskalandi.

Tímaritið Tanz er virtasta útgáfa um dans í Evrópu og Marble Crowd var þar í hópi þekktra danshöfunda.

Hópurinn sem kom að Moving Mountains samanstendur af Grímuverðlaunahöfunum Katrínu Gunnarsdóttur og Sögu Sigurðardóttur, dansaranum Védísi Kjartansdóttur, myndlistarmanninum Kristni Guðmundssyni og skáldinu Sigurði Arent. Sviðsmynd og búningar voru í höndum Tinnu Ottesen, Gunnar Karel Másson samdi tónlist og Lars Rubarth hannaði ljós.

Næstu sýningar eru í Færeyjum og Danmörku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.