Ábyrgðarleysi Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. september 2017 07:00 Á meðan vantraust á stjórnmálunum á Íslandi er jafn mikið og raun ber vitni er pólitískt burðarþol gagnvart hneykslismálum lítið. Það var í þessu andrúmslofti vantraustsins sem forystufólk Bjartrar framtíðar sá sæng sína upp reidda og sleit ríkisstjórnarsamstarfinu. Það getur ekki verið að samstarfið hafi staðið traustum fótum ef sú ástæða sem gefin hefur verið fyrir stjórnarslitunum er sönn. Fyrir þá sem hafa skoðað málið ofan í kjölinn og kynnt sér skýringar forsætisráðherra er erfitt að velkjast í vafa um að það hafi verið áfall fyrir hann að komast að því að faðir hans hafi veitt dæmdum kynferðisbrotamanni umsögn til að öðlast uppreist æru. Hér var um að ræða upplýsingar sem forsætisráðherra virðist hafa fengið óvænt í óspurðum fréttum. Það voru mistök hjá forsætisráðherra að greina ekki frá málinu í ríkisstjórn strax í sumar. Það breytir því hins vegar ekki að ákvörðun Bjartrar framtíðar um stjórnarslit einkennist af óðagoti. Sérstaklega í ljósi þess að lögð hafa verið drög að vinnu til að breyta úreltum lagaákvæðum um uppreist æru. Fyrir Bjarta framtíð verður trúnaðarbrestur hjá forsætisráðherra gagnvart meðráðherrum vegna meðmæla sem pabbi hans skrifaði undir (vegna máls sem var ekki á borði ríkisstjórnarinnar á neinum tímapunkti) fyrir kynferðisbrotamann sem er málkunnugur pabbanum. Forsætisráðherra braut trúnað því skylt mál, ekki þetta tiltekna mál þegar hér var komið sögu, hafði samtímis verið í fjölmiðlum. Björt framtíð lætur ríkisstjórnarsamstarfið steyta á skeri á þessum forsendum og slítur því í flýti með rafrænni kosningu án þess að hafa heyrt skýringar forsætisráðherra. Það verður að teljast ábyrgðarleysi hjá forystumönnum Bjartrar framtíðar. Sama hvernig á málin er litið. Er nema furða að reyndir fréttamenn treysti sér ekki til þess að útskýra það sem er að gerast í íslenskum stjórnmálum fyrir erlendum kollegum? Það er ekki hlaupið að því að setja þennan sirkus í vitrænt samhengi. Því fylgir ábyrgð að starfa í stjórnmálaflokkum og enn ríkari ábyrgð fylgir því að gefa kost á sér til þings og starfa þar sem kjörinn fulltrúi í umboði þjóðarinnar. Minna en ellefu mánuðir eru frá síðustu alþingiskosningum og nú stefnir í að kosið verði í þriðja sinn til þings á fjórum árum. Leita þarf til vanþróaðra ríkja sem búa við óstöðugt stjórnarfar til að finna eitthvað sambærilegt. Kosningar eiga ekki að vera léttvægt fyrirbæri í lýðræðisríkjum. Stjórnmálaumræðan á Íslandi er í grunnum farvegi. Það eru engin átök um hugmyndastefnur heldur er hin pólitíska umræða einhvers konar refskák hneykslismála þar sem minnihlutinn á internetinu hefur tekið völdin. Smáflokkar eins og Björt framtíð og Viðreisn verða aldrei langlífir í stjórnmálum ef þeir ætla að láta vindátt í netheimum eða þjóðmálaumræðu dagsins hrikta í stoðum sínum. Ef stjórnmálaflokkar leyfa innviðum sínum að mótast alfarið af háværum samkundum internetsins dæma þeir sig til áhrifaleysis.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun
Á meðan vantraust á stjórnmálunum á Íslandi er jafn mikið og raun ber vitni er pólitískt burðarþol gagnvart hneykslismálum lítið. Það var í þessu andrúmslofti vantraustsins sem forystufólk Bjartrar framtíðar sá sæng sína upp reidda og sleit ríkisstjórnarsamstarfinu. Það getur ekki verið að samstarfið hafi staðið traustum fótum ef sú ástæða sem gefin hefur verið fyrir stjórnarslitunum er sönn. Fyrir þá sem hafa skoðað málið ofan í kjölinn og kynnt sér skýringar forsætisráðherra er erfitt að velkjast í vafa um að það hafi verið áfall fyrir hann að komast að því að faðir hans hafi veitt dæmdum kynferðisbrotamanni umsögn til að öðlast uppreist æru. Hér var um að ræða upplýsingar sem forsætisráðherra virðist hafa fengið óvænt í óspurðum fréttum. Það voru mistök hjá forsætisráðherra að greina ekki frá málinu í ríkisstjórn strax í sumar. Það breytir því hins vegar ekki að ákvörðun Bjartrar framtíðar um stjórnarslit einkennist af óðagoti. Sérstaklega í ljósi þess að lögð hafa verið drög að vinnu til að breyta úreltum lagaákvæðum um uppreist æru. Fyrir Bjarta framtíð verður trúnaðarbrestur hjá forsætisráðherra gagnvart meðráðherrum vegna meðmæla sem pabbi hans skrifaði undir (vegna máls sem var ekki á borði ríkisstjórnarinnar á neinum tímapunkti) fyrir kynferðisbrotamann sem er málkunnugur pabbanum. Forsætisráðherra braut trúnað því skylt mál, ekki þetta tiltekna mál þegar hér var komið sögu, hafði samtímis verið í fjölmiðlum. Björt framtíð lætur ríkisstjórnarsamstarfið steyta á skeri á þessum forsendum og slítur því í flýti með rafrænni kosningu án þess að hafa heyrt skýringar forsætisráðherra. Það verður að teljast ábyrgðarleysi hjá forystumönnum Bjartrar framtíðar. Sama hvernig á málin er litið. Er nema furða að reyndir fréttamenn treysti sér ekki til þess að útskýra það sem er að gerast í íslenskum stjórnmálum fyrir erlendum kollegum? Það er ekki hlaupið að því að setja þennan sirkus í vitrænt samhengi. Því fylgir ábyrgð að starfa í stjórnmálaflokkum og enn ríkari ábyrgð fylgir því að gefa kost á sér til þings og starfa þar sem kjörinn fulltrúi í umboði þjóðarinnar. Minna en ellefu mánuðir eru frá síðustu alþingiskosningum og nú stefnir í að kosið verði í þriðja sinn til þings á fjórum árum. Leita þarf til vanþróaðra ríkja sem búa við óstöðugt stjórnarfar til að finna eitthvað sambærilegt. Kosningar eiga ekki að vera léttvægt fyrirbæri í lýðræðisríkjum. Stjórnmálaumræðan á Íslandi er í grunnum farvegi. Það eru engin átök um hugmyndastefnur heldur er hin pólitíska umræða einhvers konar refskák hneykslismála þar sem minnihlutinn á internetinu hefur tekið völdin. Smáflokkar eins og Björt framtíð og Viðreisn verða aldrei langlífir í stjórnmálum ef þeir ætla að láta vindátt í netheimum eða þjóðmálaumræðu dagsins hrikta í stoðum sínum. Ef stjórnmálaflokkar leyfa innviðum sínum að mótast alfarið af háværum samkundum internetsins dæma þeir sig til áhrifaleysis.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.