Sveinn Gestur neitar sök Birgir Olgeirsson skrifar 14. september 2017 10:45 Sveinn Gestur Tryggvason neitaði sök við þingfestingu í máli embættis héraðssaksóknara gegn honum. Þá hafnaði Sveinn Gestur einnig bótakröfu í málinu. Við þingfestinguna sagðist Sveinn Gestur „að sjálfsögðu“ neita sök og hafna bótakröfu. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsustöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að Arnar beið bana. Sex voru handteknir í upphafi en Sveinn Gestur var sá eini sem var ákærður. Getur brotið sem hann er sakaður um varðað allt að sextán ára fangelsi. Barnsmóðir Arnars hefur krafist fimmtíu milljóna í skaðabætur fyrir sig og dóttur sína úr hendi Sveins Gests. Við þingfestinguna í morgun gerði réttargæslumaður bótakrefjenda kröfu um að Sveinn Gestur víki þegar bótakrefjendur gefa skýrslu fyrir dómi, en verjandi mótmælti þeirri kröfu. Sveinn Gestur hefur alfarið neitað sök í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í ágúst síðastliðnum en þar var því haldið fram að Sveinn Gestur hefði aldrei veist að hinum látna heldur hafi hann verið að verjast árás. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta en „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Við þingfestinguna í morgun sagði Sveinn að ekki hefði verið um stórfellda líkamsárás að ræða. Hann hafi haldið höndum Arnars fyrir aftan bak en ekki á þann veg sem lýst er í ákæru. Sagðist hann hafa setið á rasskinnunum til að beita ekki þrýstingi á bakið og að annar maður hefði slegið Arnar sem er ekki ákærður. Þá hefur komið fram að samkvæmt krufningskýrslu réttarmeinafræðings sé einnig talið að svokallað æsingsóráðsheilkenni hafi dregið Arnar til dauða, en um afar sjaldgæft heilkenni er að ræða. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55 Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Sveinn Gestur Tryggvason neitaði sök við þingfestingu í máli embættis héraðssaksóknara gegn honum. Þá hafnaði Sveinn Gestur einnig bótakröfu í málinu. Við þingfestinguna sagðist Sveinn Gestur „að sjálfsögðu“ neita sök og hafna bótakröfu. Sveinn Gestur er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás þegar ráðist var á Arnar Jónsson Aspar á Æsustöðum í Mosfellsbæ þann 7. júní síðastliðinn með þeim afleiðingum að Arnar beið bana. Sex voru handteknir í upphafi en Sveinn Gestur var sá eini sem var ákærður. Getur brotið sem hann er sakaður um varðað allt að sextán ára fangelsi. Barnsmóðir Arnars hefur krafist fimmtíu milljóna í skaðabætur fyrir sig og dóttur sína úr hendi Sveins Gests. Við þingfestinguna í morgun gerði réttargæslumaður bótakrefjenda kröfu um að Sveinn Gestur víki þegar bótakrefjendur gefa skýrslu fyrir dómi, en verjandi mótmælti þeirri kröfu. Sveinn Gestur hefur alfarið neitað sök í yfirlýsingu sem send var fjölmiðlum í ágúst síðastliðnum en þar var því haldið fram að Sveinn Gestur hefði aldrei veist að hinum látna heldur hafi hann verið að verjast árás. Í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að andlát Arnars sé rakið til nokkurra samverkandi þátta en „en þvinguð frambeygð staða sem brotaþola hafi verið haldið í, með hendur fyrir aftan bak, meðan kærði hafi þrýst með líkama sínum á brjósthol brotaþola og hálstakið sem kærði hafi haldið brotaþola í, samkvæmt framburði vitna, sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem að lokum hafi leitt til köfnunar brotaþola.“ Við þingfestinguna í morgun sagði Sveinn að ekki hefði verið um stórfellda líkamsárás að ræða. Hann hafi haldið höndum Arnars fyrir aftan bak en ekki á þann veg sem lýst er í ákæru. Sagðist hann hafa setið á rasskinnunum til að beita ekki þrýstingi á bakið og að annar maður hefði slegið Arnar sem er ekki ákærður. Þá hefur komið fram að samkvæmt krufningskýrslu réttarmeinafræðings sé einnig talið að svokallað æsingsóráðsheilkenni hafi dregið Arnar til dauða, en um afar sjaldgæft heilkenni er að ræða.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55 Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45 Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04 Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28
Ósáttur við umfjöllun og segir hið sanna munu koma í ljós Sveinn Gestur Tryggvason, sem grunaður er um að hafa ráðið manni bana í Mosfellsdal í júní, neitar því alfarið að hafa slegið til hins látna eða tekið hann hálstaki. 4. ágúst 2017 12:55
Manndráp í Mosfellsdal: Talinn hafa þrýst líkamanum á brjósthol mannsins og tekið hann hálstaki Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að Sveinn Gestur Tryggvason skuli sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 18. ágúst næstkomandi. 26. júlí 2017 11:45
Sveinn Gestur ekki ákærður fyrir manndráp Héraðssaksóknari hefur ákært Svein Gest Tryggvason fyrir stórfellda líkamsárás. 31. ágúst 2017 16:04
Æsingsóráðið banvæna Afar sjaldgæft er að æsingsóráðsheilkenni valdi dauða í kjölfar átaka milli tveggja óbreyttra borgara, segir réttarmeinafræðingurinn Sebastian Kunz. 14. september 2017 07:00