Við þekkjum verk hvor annars og ákváðum að taka þennan slag Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2017 10:30 Nafnarnir Jón Óskar og Georg Óskar fóru í nokkurs konar óvissuferð og máluðu 16 verk saman. Vísir/Eyþór Myndlistarmennirnir Jón Óskar og Georg Óskar opna sýningu í Tveimur hröfnum listhúsi, Baldursgötu 12, á morgun, föstudag, milli klukkan 17 og 19. Allar myndirnar eru eftir þá báða. Skyldu þeir vera frændur? Nei, þeir segjast ekki einu sinni þekkjast mikið persónulega. „En við þekkjum verk hvor annars og ákváðum að taka þennan slag. Vorum með sextán ramma sem við skiptum á milli okkar, hvor byrjaði á sínum helmingi, svo skiptum við og héldum áfram með verk hins, svo skiptum við aftur. Þetta var bara óvissuferð sem við fórum í,“ segir Jón Óskar. „Myndirnar eru náttúrlega ekki eins og maður mundi gera sjálfur,“ heldur Jón Óskar áfram. „Það verða óvæntir faktorar þegar aðrir koma að verkinu en það er líka það sem gerir verkefnið skemmtilegt, að fá eitthvað í hendur sem er gjörólíkt því sem maður hefði ætlað.“ Finnst honum þá ekki Georg Óskar vera að eyðileggja fyrir honum? „Nei, ég hef fylgst með Georg í nokkur ár, hann er flinkur málari. Við þóttumst vita hvað við værum að fara út í.“ Jón Óskar segir þá nafna ekki vinna að svipaðri list. „Við erum reyndar báðir málarar og teiknarar en ég vinn út frá litum og formum meðan hann er afgerandi í frásögn. En það blandast bara fínt hjá okkur.“ Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Myndlistarmennirnir Jón Óskar og Georg Óskar opna sýningu í Tveimur hröfnum listhúsi, Baldursgötu 12, á morgun, föstudag, milli klukkan 17 og 19. Allar myndirnar eru eftir þá báða. Skyldu þeir vera frændur? Nei, þeir segjast ekki einu sinni þekkjast mikið persónulega. „En við þekkjum verk hvor annars og ákváðum að taka þennan slag. Vorum með sextán ramma sem við skiptum á milli okkar, hvor byrjaði á sínum helmingi, svo skiptum við og héldum áfram með verk hins, svo skiptum við aftur. Þetta var bara óvissuferð sem við fórum í,“ segir Jón Óskar. „Myndirnar eru náttúrlega ekki eins og maður mundi gera sjálfur,“ heldur Jón Óskar áfram. „Það verða óvæntir faktorar þegar aðrir koma að verkinu en það er líka það sem gerir verkefnið skemmtilegt, að fá eitthvað í hendur sem er gjörólíkt því sem maður hefði ætlað.“ Finnst honum þá ekki Georg Óskar vera að eyðileggja fyrir honum? „Nei, ég hef fylgst með Georg í nokkur ár, hann er flinkur málari. Við þóttumst vita hvað við værum að fara út í.“ Jón Óskar segir þá nafna ekki vinna að svipaðri list. „Við erum reyndar báðir málarar og teiknarar en ég vinn út frá litum og formum meðan hann er afgerandi í frásögn. En það blandast bara fínt hjá okkur.“
Menning Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning