Fyrsti rafmagnsbíll Skoda Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2017 11:30 Skoda Vision E Concept. Sjá má tilraunaútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Skoda nú á bílasýningunni í Frankfurt, sem opnaði fyrir blaðamenn nú í morgun. Volkswagen Group ætlar Skoda viðamikið hlutverk í rafmagnsbílavæðingu bílarisans á næstu árum, þó svo að Skoda hafi ekki ennþá boðið uppá rafmagnsbíl hingað til. Þessi tilraunabíll ber heitið Vision E Concept, en þessi bíll var reyndar fyrst sýndur á bílasýningu í Shanghai í Kína í apríl síðastliðinn. Hann er nú örlítið breyttur, en þær breytingar eru ekki stórvægilegar. Til stendur að markaðssetja þennan bíl árið 2020 en Skoda ætlar að bjóða 5 gerðir af rafmagnsbílum árið 2025.Vision E Concept er með jepplingalagi og býsna laglegur að horfa á. Hann verður með krafta í kögglum með sinni 306 hestafla drifrás og á að komast 500 km á fullri rafmagnshleðslu. Bíllinn verður búinn Level 3 sjálfakandi búnaði og mörgum aksturaðstoðarkerfum.Hinn laglegasti rafmagnsbíll frá Skoda og kemur á markað eftir 3 ár. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent
Sjá má tilraunaútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Skoda nú á bílasýningunni í Frankfurt, sem opnaði fyrir blaðamenn nú í morgun. Volkswagen Group ætlar Skoda viðamikið hlutverk í rafmagnsbílavæðingu bílarisans á næstu árum, þó svo að Skoda hafi ekki ennþá boðið uppá rafmagnsbíl hingað til. Þessi tilraunabíll ber heitið Vision E Concept, en þessi bíll var reyndar fyrst sýndur á bílasýningu í Shanghai í Kína í apríl síðastliðinn. Hann er nú örlítið breyttur, en þær breytingar eru ekki stórvægilegar. Til stendur að markaðssetja þennan bíl árið 2020 en Skoda ætlar að bjóða 5 gerðir af rafmagnsbílum árið 2025.Vision E Concept er með jepplingalagi og býsna laglegur að horfa á. Hann verður með krafta í kögglum með sinni 306 hestafla drifrás og á að komast 500 km á fullri rafmagnshleðslu. Bíllinn verður búinn Level 3 sjálfakandi búnaði og mörgum aksturaðstoðarkerfum.Hinn laglegasti rafmagnsbíll frá Skoda og kemur á markað eftir 3 ár.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent